Hún er fjórtán og afgreiðir í Söluskálanum þar sem inn streyma af þjóðveginum þýskir túristar, fjölskyldur úr Reykjavík, þéttvaxnir flutningabílstjórar, töffarar á fylleríi – og Biggi. Hestamannamótið nálgast og þá dregur til tíðinda í lífi hennar og hins friðsæla sveitaþorps. HELLA er nýstárleg skáldsaga um Ísland. Hér er lýst ungu fólki og ungri þjóð, dægurmenningu og umróti, aldagömlum hefðum og rótgrónum einkennum, og ekki síst: síkvikri náttúru. Lýsingar höfundar á dæmigerðum nútíma Íslendingum eru bæði fyndnar og glöggar og auga hans fyrir náttúrunni einstakt. HELLA er fyrsta skáldsaga Hallgríms Helgasonar. Hann er bæði vel kunnur myndlistarmaður og vinsæll pistlahöfundur.
Hallgrímur Helgason is an Icelandic author, painter, translator, cartoonist and essayist. He has studied at the School of Visual Arts and Crafts in Reykjavík and the Academy of Fine Arts in Munich.
His most famous works are 101 Reykjavík, which was made into a popular film, and Höfundur Íslands (Iceland's Author), which won the Icelandic Literary Prize in 2001. He was nominated for the prize again in 2005 for the novel Rokland (Stormland), along with the Nordic Council's Literature Prize for 101 Reykjavík and Rokland.
Þessi ber þess greinileg merki að vera fyrsta bók höfundar. Ljóðrænar lýsingar verða klisjukenndar og höfundur hefur mörg orð um ekki neitt. Persónusköpun aðalpersónunnar kemst aldrei almennilega á flug en maður kynnist henni nánast ekki neitt. Hins vegar eru áhugaverðar aukapersónur eins og Ólöf og Vídeomaðurinn. Viðfangsefnið er frumlegt og skemmtilegt en framvinda sögunnar er óspennandi.