Jump to ratings and reviews
Rate this book

Grátvíðir

Rate this book
Jóhanna, íslensk kona búsett á Norður-Ítalíu, lifir einföldu og kyrrlátu lífi ásamt syni sínum og ítölskum tengdaföður. Dag nokkurn ber að garði lögreglumanninn Roberto Farro sem rannsakar lát konu þar í grenndinni – hann hefur engar vísbendingar aðrar en að símanúmer Jóhönnu finnst hjá hinni látnu. Hver er þessi kona og hvernig tengist hún Jóhönnu? Jóhanna dregst þannig ófús inn í rannsókn málsins sem berst um Ítalíu endilanga og allt til Sikileyjar. Fyrr en varir er hafin óvænt og örlagarík atburðarás. Nístandi fjölskylduleyndarmál leita dagsljóssins og á milli Jóhönnu og Robertos kvikna sterkar kenndir sem þau kunna varla að bregðast við. Fífa Larsen bjó um árabil á slóðum sögunnar og þekkir vel litróf ítalskrar þjóðarsálar. Grátvíðir er fyrsta bók hennar.

273 pages, Kindle Edition

Published April 11, 2023

21 people want to read

About the author

Fífa Larsen

1 book2 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
10 (9%)
4 stars
50 (49%)
3 stars
31 (30%)
2 stars
10 (9%)
1 star
1 (<1%)
Displaying 1 - 9 of 9 reviews
Profile Image for Lella Erludóttir.
50 reviews
December 29, 2024
Mér fannst þessi bók reyna að vera kynslóðadrama, glæpasaga og ástarsaga allt í einni. Var samt eiginlega ekki neitt af þessu. Aðalpersónan, Jóhanna, afskaplega þunn og óáhugaverð og allt einhvern veginn frekar klént.
Profile Image for Arna.
24 reviews3 followers
January 30, 2024
3.5 stjörnur - Skemmtilegt concept, vel og fallega skrifuð bók og auðvelt að lifa sig inní líf Jóhönnu og tengja við líf hennar. Smá leiðinlegt að sjá 3x stafsetningavillur (t.d. Stóð einhversstaðar “Robeto” en ekki Roberto) og svo smá óraunveruleg samtöl, t.d. samtölin við 4ja ára Benjamín eru oft alltof fullorðinsleg til að geta verið við 4ja ára krakka, og t.d. óraunverulegt að Jóhanna fari í 2ja ámanaða launað leyfi vegna verkefnaskortss (verkefnaskortur hjá bókara? Og myndi það ekki líklegast vera ólaunað leyfi?). Og svo ég minnist nú ekki á að það er ekki séns að alvöru ítölsk kona úr djúpa suðrinu eins og Beatrice myndi opna sig fyrir útlendingi, sama hversu fullkomna ítölsku Jóhanna talar (sérstaklega útaf Beatrice hefði talað óskiljanlegt suðrænt dialect). Fyrir utan svona stakar athugasemdir (sem eru jú kannski smá sérvitringa-komment) þá er Grátvíðir mjög skemmtileg bók sem er auðvelt að tengja við, og margt mjög satt um líf á Ítalíu. Ég hlakka til að sjá meira eftir Fífu Larsen, sérstaklega aðra bók sem er sett á Ítalíu - kannski næst í Róm.
6 reviews1 follower
May 30, 2023
Þessu var æði, gaman að fara í ferðalag um Ítalíu á kunnuglegar slóðir eins og Udine 😀😀
270 reviews
October 8, 2023
Íslensk kona sem býr á Íslandi flækist inn í baráttu lögreglunnar við mafíuna. Hefði getað orðið spennandi en lekur niður í ástarsögu.
Profile Image for Lovísa Brynjarsdóttir.
74 reviews19 followers
March 5, 2024
Einhvernveginn gerist svo margt en á sama tíma ekkert? Æj þessi bók náði mér ekki á sitt band, það er stundum bara þannig.
Profile Image for Frimann Gudmundsson.
269 reviews2 followers
June 13, 2024
Fínasta afþreying.

Ég las að Fífa hefði búið á Ítalíu og nýtt sér þekkingu af staðháttum og menningu, það gerði lesturinn ennþá áhugaverðari.

Ráðgáta, herlögregla, mafía, óvissa, ástir.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Profile Image for Guðfinna Harpa.
138 reviews4 followers
January 5, 2026
Bara allt í lagi bók en ekkert tímamótaverk þannig.
Gerist á Ítalíu og lofaði á tímabili góðu með spenning á milli aðalpersóna en það fjaraði óþarflega hratt út fyrir minn smekk.
Displaying 1 - 9 of 9 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.