Hugvísindastofnun Háskóla Íslands stóð fyrir ráðstefnu um Halldór Laxness í tilefni af 100 ára afmæli skáldsins vorið 2002. Í þessu riti birtast flestir þeirra fyrirlestra sem þar voru fluttir og gefa í senn breiða, ferska og gagnrýna mynd af lífi og verkum Halldórs Laxness.