Jump to ratings and reviews
Rate this book

Sumarblóm og heimsins grjót

Rate this book
Sumarblóm og heimsins grjót er grípandi örlagasaga um ást og vináttu, vonir og vonbrigði, flókin fjölskyldubönd – en ekki síst um aðstæður kvenna og óvenjulegar leiðir til að bjarga sér í lífsins ólgusjó. Í byrjun síðustu aldar blasir fátt annað við fátækri stúlku á Seyðisfirði en að feta sömu braut og formæðurnar; giftast, eignast börn, strita ævilangt undir sömu fjöllum. En Sóleyjar bíður öðruvísi líf og örlögin bera hana burt úr firðinum, til móts við nýja tíma og nýjar hugmyndir. Þegar hún stendur uppi ein með nýfætt barn þarf hún að gangast undir samkomulag sem færir henni bæði frelsi og fjötra. Seiglan fleytir henni gegnum brimrót áfalla og erfiðleika, lífsgleði og traustir vinir halda henni uppi þegar reynir á. Og stundum virðist hamingjan í sjónmáli. Sumarblóm og heimsins grjót Sigrún Alba Sigurðardóttir hefur áður skrifað fræðibækur og greinar en þessa fyrstu skáldsögu sína byggir hún að hluta til á raunverulegum atburðum og persónum.

259 pages, Kindle Edition

First published January 1, 2023

28 people want to read

About the author

Sigrún Alba Sigurðardóttir

6 books3 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
13 (17%)
4 stars
38 (52%)
3 stars
18 (24%)
2 stars
4 (5%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 - 2 of 2 reviews
270 reviews
November 9, 2023
Eitthvað við þessa bók er gott. Höfundur hefði kannski átt að einbeita sér betur að hverri stund og stytta aðeina. Annaðhvort er bókin illa prófarkalesin eða upptakan er illa unnin
Profile Image for Ásta Melitta.
322 reviews3 followers
October 26, 2024
Í bókinni er rakin saga Sóleyjar, sem fæðist á Seyðisfirði árið 1907. Hún mun vera byggð á ömmu höfundar, sem er jafnaldra Sóleyjar. Í stuttum köflum er sagan rakin frá því að Sóley fæðist fátækum hjónum og sagt frá erfiðum uppeldisaðstæðum. Hún glímir við erfiðleika en tekst að halda áfram þrátt fyrir þau áföll sem hún verður fyrir. Stundum er hoppað á milli mánaða í sögunni en stundum líða ár á milli þess sem við hittum Sóley.
Mér fannst þetta ágæt bók en stundum hefði ég viljað vita aðeins meira um það sem gerðist í lífi Sóleyjar, sérstaklega í seinni hluta bókarinnar.
Ég las þessa bók á pappír.
Displaying 1 - 2 of 2 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.