Tók skyndiákvörðun í gær að taka þessa út af bókasafninu. Æðisleg saga, átti erfitt með að leggja bókina frá mér og mun örugglega fara á bókasafnið að sækja næsta bindi bráðum.
Þessi bók kom mér svemmtilega á óvart. Hélt að þetta væri rómantísk upphafning á sveitalífinu í "gamladaga". En það skjátlaðist mér stórkostlega. Það besta við bókina að mínu mati er allt sem er sagt milli línanna, og það er hellingur. Setningar eins og "Hún vissi hvað klukkan sló, án þess að telja slögin" eru auðvitað hrein snilld. Hér er að sjálfsögðu verið að tala um allt annað en klukku og tíma. Ég hlustaði á bókina á Storytel og hreinlega hlustaði hvar og hvenær sem ég hafði tök á og er að sjálfsögðu byrjuð á næstu bók og hlakka mikið til.
Alveg merkilega skemmtilegt að lesa um ástir og raunir einhvers bóndafólks í einhverjum dal fyrir tíma símans. Bókin er skemmtilega skrifuð. Leikendur birtast ljóslifandi fyrir augum mér og líf þeirra trúverðugt. Mér finnst gaman að fá innsýn í annað líf og aðra tíma, með allt öðrum ryþma en við erum vön í dag. Svo er einstaklega skrítið að lesa þessa gömlu íslensku og skilja stundum ekkert hvað er verið að meina. Hollt og gott!
talented, brilliant, incredible, amazing, show stopping, spectacular, never the same, totally unique, completely not ever been done before, unafraid to reference or not reference, put it in a blender, shit on it, vomit on it, eat it, give birth to it.
Þessi kom mér skemmtilega á óvart. Hún byrjaði eins og tiltölulega hjákátleg saga um rómantík en eftir dálitla stund fer maður að koma auga á hvernig hún er að vissu leyti líka pólitísk og siðferðileg en jafnframt afar persónu-leg (ekki persónuleg qua Guðrún heldur persónu-leg í skilningi hugtaksins um persónuna sem slíka) hugleiðing. Það var gaman að fylgjast með öfundsýkinni og duldu valdabaráttunni sem átti sér stað. Mæli sterklega með. Veit ekki hvort ég held áfram í næstu bindi—en það er alls ekki ómögulegt
This is going to take me a LONG time to read, because not only am I reading it, it's only available in Icelandic which means I'm basically translating it as I go. And I only have an Icelandic level of somewhere between B1-B2. Yeah, I know I'm nuts.
Frábær fyrritímaheimild. Gull fyrir Íslendinga. Ótrúlega sannfærandi bók með persónugallerýi upp á 10. Staðháttarlýsingar, veðurlýsingar. Samræðurnar gætu allt eins verið að fara fram á Facebook í dag. Hef aldrei lesið bækurnar hennar áður og skil ekki alveg af hverju. Býst við að það hafi verið e-s konar fordómar. En ég mun háma í mig allavega allar Dalalífsbækurnar til að byrja með.
Merkilegt hvernig bækur Guðrúnar þóttu ekki nógu góðar fyrir bókmenntasöguna þrátt fyrir að hún væri mest lesni höfundur landsins. En kannski pínu týpískt. Íslendingar máttu heldur ekki lesa sakamálasögur fyrr en Arnaldur rauf þann múr. En ég var að lesa Dalalíf í fyrsta sinn og hafði gaman af. Er strax byrjuð á næstu bók.
Sterk byrjun á því sem virðist vera mun stærri saga. Þessar bækur voru kallaðar kerlingabækur af misvitrum gagnrýnendum (örugglega karlkyns?) þegar þær komu út en þær eru í raun fullar af djúpu innsæi inn í mannlega hegðun og lýsa staðarháttum um aldamótin 1900 mjög vel. Það er svo stutt síðan í raun að Ísland var svona og því gaman að lesa lýsingarnar. Áhugaverðasti karakterinn er klárlega Þóra sem sveiflast eins og lauf í vindi eftir dittum dalaprinsins og það er nokkuð ljóst að allskonar feministískar pælingar liggja hérna að baki hjá Guðrúnu frá Lundi. Hlakka til að lesa meira.
Frábærar bækur. Las þær allar í sumar og skemmti mér vel yfir persónum og leikendum í dalnun. Það er enginn svikinn af lestri bóka Guðrúnar frá Lundi. Hún er snillingur í að skrifa lipur og eðlileg samtöl. Í því kemst enginn íslenskur rithöfundur með tærnar þar sem hún hefur hælana. 🤗
Trúi ekki að ég hafi ekki lesið þetta fyrr. Jane Austen meets íslenska sveitalífið og úr verður hinn ljúffengasti kokteill. Tengdi mikið við kaflann þar sem Þóra hugsar ekki um annað en að eignast upphlut. Beint í næstu bók!
Las þær allar árið 2011. Dýrleg saga af Jóni á Nautaflötum og samsveitungum hans. Guðrún kann þá mögnuðu list að sýna í stað þess að segja frá og útskýra í smáatriðum fyrir lesendum.
Loksins varð úr að ég les Guðrúnu frá Lundi, það sem þetta er yndisleg, ljúf, kímin og sár saga, mæli með. Þetta eru bækur sem maður les aftur og aftur.
Yndisleg. Ég elska að lesa rólegar og skemmtilegar sögur um íslenskt sveitalíf í gamla daga sem eru ekki fullar af harmi og ógeðfelldum atvikum. Hlakka til að lesa seinni 4 af þessum framhaldssögum.