Jump to ratings and reviews
Rate this book

Gunnar Thoroddsen - Ævisaga

Rate this book
Gunnar Thoroddsen – Ævisaga eftir Guðna Th. Jóhannesson er mögnuð og einlæg frásögn af lífshlaupi eins litríkasta og merkasta stjórnmálaforinga Íslands

Gunnar Thoroddsen setti sér ungur háleit markmið og náði þeim flestum. Hann varð vinsæll stjórnmálaleiðtogi en var jafnframt umdeildur, ekki síst innan Sjálfstæðisflokksins, enda laut hann illa ströngum flokksaga og fór eigin leiðir ef samviskan bauð.

Verkið er að miklu leyti byggt á opinskáum og einlægum einkaheimildum Gunnars, meðal annars dagbókum sem hann færði samviskusamlega frá ungum aldri til æviloka og trúði fyrir sínum innstu hugrenningum. Ævisagan birtir því áhrifamikla mynd af manninum og varpar um leið nýju ljósi á átök og atburði á sögulegum umbrotatímum.

652 pages, Hardcover

First published January 1, 2010

1 person is currently reading
13 people want to read

About the author

Guðni Thorlacius Jóhannesson

11 books3 followers
6th President of Iceland

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
4 (17%)
4 stars
17 (73%)
3 stars
2 (8%)
2 stars
0 (0%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 - 5 of 5 reviews
Profile Image for Thordur.
338 reviews5 followers
March 18, 2018
Ef þú hefur ekki því mun meiri áhuga á íslenskum stjórnmálum, þá mun þér ganga seint að lesa þessa bók. Stærsti hluti þessarar 580 blaðsíðna bókar fjallar um alls kyns stjórnmálaþref. Inní söguna koma þó inn á milli áhugaverðar staðreyndir frá liðnum tíma. Margir þeirra sem störfuðu með Gunnari Thoroddsen eru nú liðnir eða orðnir fjörgamlir og hættir í stjórnmálum. Þess vegna sér maður hér anga frá liðnum tíma og tíðaranda sem er löngu horfinn og einungis til í huga þeirra sem þekktu til manna og málefna. Fyrir aðra sem koma síðar getur verið erfaðara að átta sig á hinu og þessu fólki nema að setja sig því mun betur inn í það.

Bókin fer nokkuð mjúkum höndum um Gunnar. Hann birtist þarna sem afskaplega virðulegur maður, vel máli farinn og góður ræðumaður. Á sama tíma er hann einnig oft umdeildur, og þrátt fyrir að vilja vel hafi hann ekki þekkt sinn vitjunartíma undir lokin. Hvað skal svo segja meira en það að hver verður fróður af því að lesa svona bækur. Ef hann þá nennir því. Bókin er doðrantur.
Profile Image for Magnús.
376 reviews10 followers
February 3, 2019
Heilmikill doðrantur að kljúfa, eiginlega of löng. En vissulega mikill fróðleikur um margt og vel unnin. Ómissandi rit í bókahillum allra með áhuga á stjórnmálum og sögu. Þessi bók hefði kannski frekar átt að vera í tveimur bindum og þá um leið fimm stjörnu verk að mínum dómi.
Profile Image for Snævar Hreinsson.
24 reviews11 followers
April 22, 2013
Þó ég hafi ekki búið á íslandi undanfarin 20+ ár þá man ég vel eftir Gunnari Thoroddsen og hans ríkistjórn frá upphafi nýunda áratugsins frá síðustur öld. Ég held að almenningur, burtséð frá stjórnmálalegum skoðunum, hafi að mestu leyti séð Gunnar sem virðulegann og trúverðugann mann sem ávallt kom vel fram. Eftir að hafa lesið þessa ævisögu þá finnst mér að Guðni Th. Jóhannesson hafi skrifað mjög áhugaverða bók sem gefur góða mynd af Gunnari sem persónu sem og stjórnmálamanni. Í fyrsta lagi er bókin mjög vel skrifuð og svo finnst mér að Guðni hafi verið mjög sanngjarn og ítarlegur í notkun hanns á mögulegum heimildum.
Gunnar var orðin töluvert aldraður þegar hann loksins náði þeim áfanga að leiða ríkisstjórn saman á níunda áratugnum. Það er held ég lítill vafi á því að hann var mjög framárgjarn og þó hann hafi alltaf komið fram sem rólegur og yfirvegaður maður þá er nokkuð ljóst að það var sjaldan logn í kringum hann, sérstaklega á bak við tjöldin varðandi innvortis átök innann Sjálfstæðisflokksins. Sem og flestir sem fylgdust með stjórnmálum á þessum tíma þá vissi ég mætavel að það blés köldu á milli Gunnars og þáverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímssyni, en ég vissi ekki hvað hvað þetta hafði mikil áhrif að flokkinn til framtíðar.
Í ljósi efnahagshrundsins á íslandi 2008 þá er mjög áhugavert að líta til baka, sérstaklega til þess tíma þegar verðbólgan var að sliga þjóðfélagið og sjá þær ótrúlegu breytingar sem áttu sér stað á skömmum tíma.
288 reviews4 followers
September 6, 2021
Mjög áhugaverð og vel skrifuð bók. Þótt ég hafi talið mig sæmilega kunnugan ferli Gunnars var margt sem kom á óvart í þessari frásögn. Sérstaklega það sem sneri að fyrstu árum Gunnars í pólitík. Eins hversu skipulagður hann hefur verið og undirbúið sig vel fyrir umræður og störf sín almennt. Þetta kann að helgast af því að ég fór fyrst að fylgjast með honum á menntaskólaárunum hjá mér. Þó vissi ég af aðkomu hans að forsetakosningunum 1952 mest vegna þess að afi minn, Gunnar Andrew, var mikill stuðningsmaður Ásgeirs, vann m.a. að kosningaundirbúningi á skrifstofu hans. Hins vegar var ég ekki hrifinn af því þegar Gunnar bauð sig fram í kosningunum 1968 og kaus Kristján Eldjárn.

Eins er fróðlegt að lesa um innri átök í Sjálfstæðisflokknum, sérstaklega eftir 1970. Þótt maður hafi fylgst með þessu úr fjarlægð bætir umfjöllun í bókinni heilmiklu við og baráttan greinilega mun harðari en ég hafði gert mér grein fyrir. Ég komst síðan ekki hjá því að fylgjast með ráðherrastörfum hans, bæði sem iðnaðarráðherra og þó sérstaklega sem forsætisráðherra 1980-1983. Þá starfaði ég á Þjóðhagsstofnun og það segir sig sjálft að hagstjórnin fór þá gjörsamlega úr böndunum eins og allir vita. Mín upplifun var sú að Gunnar hafi ekki haft mikið álit á hagfræðingum og ráðgjöf þeirra.

Burtséð frá þessu þá fannst mér bókin sýna margar áhugaverðar hliðar á Gunnari sem komu á óvart.
Displaying 1 - 5 of 5 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.