Þó ég hafi ekki búið á íslandi undanfarin 20+ ár þá man ég vel eftir Gunnari Thoroddsen og hans ríkistjórn frá upphafi nýunda áratugsins frá síðustur öld. Ég held að almenningur, burtséð frá stjórnmálalegum skoðunum, hafi að mestu leyti séð Gunnar sem virðulegann og trúverðugann mann sem ávallt kom vel fram. Eftir að hafa lesið þessa ævisögu þá finnst mér að Guðni Th. Jóhannesson hafi skrifað mjög áhugaverða bók sem gefur góða mynd af Gunnari sem persónu sem og stjórnmálamanni. Í fyrsta lagi er bókin mjög vel skrifuð og svo finnst mér að Guðni hafi verið mjög sanngjarn og ítarlegur í notkun hanns á mögulegum heimildum.
Gunnar var orðin töluvert aldraður þegar hann loksins náði þeim áfanga að leiða ríkisstjórn saman á níunda áratugnum. Það er held ég lítill vafi á því að hann var mjög framárgjarn og þó hann hafi alltaf komið fram sem rólegur og yfirvegaður maður þá er nokkuð ljóst að það var sjaldan logn í kringum hann, sérstaklega á bak við tjöldin varðandi innvortis átök innann Sjálfstæðisflokksins. Sem og flestir sem fylgdust með stjórnmálum á þessum tíma þá vissi ég mætavel að það blés köldu á milli Gunnars og þáverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímssyni, en ég vissi ekki hvað hvað þetta hafði mikil áhrif að flokkinn til framtíðar.
Í ljósi efnahagshrundsins á íslandi 2008 þá er mjög áhugavert að líta til baka, sérstaklega til þess tíma þegar verðbólgan var að sliga þjóðfélagið og sjá þær ótrúlegu breytingar sem áttu sér stað á skömmum tíma.