Jump to ratings and reviews
Rate this book

Bjarna-Dísa

Rate this book
Bjarna-Dísa fæddist á 18. öld, öld hjátrúar og hindurvitna. Afdrif hennar urðu efni í grimmilega þjóðsögu. Hér fær Dísa sjálf orðið. Daginn sem hún hélt upp á heiði ásamt Bjarna bróður sínum var vonskuveður en skyldan kallaði. Á heiðinni biðu þeirra átök við öfl náttúru og myrkurs. Áhrifarík saga konu úr fortíðinni sem ekki hefur átt sér málsvara fyrr.

158 pages, Hardcover

First published January 1, 2012

2 people are currently reading
27 people want to read

About the author

Kristín Steinsdóttir

37 books25 followers
Kristín Steinsdóttir is best known as one of Iceland's most popular children's writers, but she has also written two books for adults.

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
15 (11%)
4 stars
47 (36%)
3 stars
54 (41%)
2 stars
12 (9%)
1 star
2 (1%)
Displaying 1 - 10 of 10 reviews
Profile Image for Kristín.
555 reviews12 followers
January 31, 2023
Þetta er áhugaverð lítil saga þótt hún hafi kannski ekki verið eins og ég bjóst við. Ég þekkti Bjarna-Dísu sem magnaðan draug og gerði einhvern veginn ráð fyrir að bókin fjallaði meira um draugaganginn en í raun er þetta annars vega saga Dísu áður en hún lagði í hina glórulausu ferð á heiðina og hins vegar það hvernig hún hafði ofan af fyrir sér í skaflinum. Heimildir um Dísu og líf hennar eru auðvitað ekki margar enda almennt ekki mikið verið að halda á lofti lífi alþýðustúlkna — jafnvel þótt þær hafi orðið úti og að draugum — en Kristín fyllir í eyðurnar með almennum fróðleik og líf alþýðukvenna þessa tíma og býr til býsna trúverðuga mynd af því hvernig líf Dísu gæti hafa verið. Inn í þetta blandast svo þjóðtrúin og hræðslan við drauga sem líklega var megn á þessum tíma þegar alls kyns hljóð heyrðust í torfkofum. Ég hlustaði á hljóðbókina þar sem Kristín sjálf les söguna og mæli ég eindregið með því vegna þess að til að halda sér vakandi gerir Dísa heilmikið af því að raula alls kyns vísur og þar er heilmikill alþýðufróðleikur falinn. Í prentuðu útgáfunni fær fólk bara textann en í hljóðbókinni líka lögin því Kristín syngur þau. Sumt af þeim kannaðist ég við en alls ekki allt og því sé ég þennan þátt bókarinnar sem heilmikinn bónus við söguna sjálfa. Ég veit að mörgum finnst endirinn býsna snubbóttur og aðalatriðið í sögu Dísu afgreitt í örfáum setningum en ég verð að viðurkenna að mér fannst Kristín býsna sniðugt þar og endirinn spilar heilmikið saman við upplifun Dísu á heiðinni. Þótt ég hefði búist við draugasögu var ég býsna hrifin af endinum.
Profile Image for Júlía Ósk  Hafþórsdóttir.
134 reviews19 followers
June 2, 2018
3.5 ☆
Vel skrifuð saga. Fannst fyrir kuldanum og veðrinu með persónum. Upplifði tilfinningarnar sem persónurnar fundu. Dregin upp sterk mynd af bæði aðalpersónum sem og auka. Sagan sýnir hvernig lífið var fyrir marga á þessum tíma, hve erfitt hlutirnir gátu verið á bæjum hjá öðrum.
Bókin hélt mér fastri allan tímann.
Fannst að hefði mátt gera meira við endinn þó. Fannst það stutt hvernig það var tekið saman og endað en hefði verið hægt að leika sér aðeins meira með það.
Hafði líka gaman af bókinni, þrátt fyrir að vera skáldsaga, er hún byggð á gömlum íslenskum persónum og er til þjóðsaga um þetta.
Mæli með henni fyrir alla að lesa, sérstaklega þá íslendinga sem hafa gaman af sögunni í landinu.
Profile Image for Skuli Saeland.
905 reviews24 followers
June 26, 2018
Ágætis saga sem lýsir erfiðum aðbúnaði stúlku sem líkt og margir fátæklingar er aðskilin frá fjölskyldu sinni og sett á sveitina. Hún verður úti í aftakaveðri og endar sem magnaður draugur sem talinn var bera ábyrgð á dauða fjölda manna og skepna.
Kristín hefur hér valið að lýsa lífi hennar allt þar til hún verður úti og m.a. glímunni við trúna á draugana sem endar svo með því að hún verður ein af þeim.
Profile Image for Thordur.
338 reviews5 followers
March 18, 2015
Bjarna-Dísa fjallar um systkini sem ákveða um hávetur að fara yfir snjóþunga heiði í myrkri, kulda og vonskuveðri. Árið er 1797 og á þeim árum fórst fólk iðulega á ferð um fjöll og firnindi, varð útí eða drukknaði í ám eða vötnum.

Þessi bók er 158 blaðsíður og er í sjálfu sér fljótlesin. Ég mæli með því að fólk hefji einfaldlega lestur og sé ekkert að kynna sér fyrirfram einhverjar sögur af þessu fólki Bjarna eða Dísu, ef það veit þá ekki söguna fyrir. Þau voru vissulega til og sagan gerist upprunalega á þann veg sem bókin tilgreinir, nema hvað að höfundurinn skáldar í allar eyður og veitir Bjarna-Dísu tækifæri til þess að tjá sig í fyrstu persónu á meðan aðrir eins og Bjarni bróðir hennar verða að láta sér lynda það að vera í 3.persónu.

Hvað verður svo um þau systkinin þarna uppá fjöllum? Ná þau til byggða eða verða þau úti? Hvernig svo sem manni dettur í hug að þessi saga gæti hugsanlega farið þá tekur hún einkar undarlega stefnu þegar fram í sækir. En það er dimmt og kalt þarna...Ísland um hávetur....brrrrr...
Profile Image for Védís.
98 reviews3 followers
December 26, 2012
JÁ!

Þetta held ég að sé besta bókin sem ég hef lesið á árinu.

Þetta er ótrúlega falleg og sorgleg saga um örlög íslenskrar konu á ofanverðri 18. öld. Sagan er byggð á íslenskri þjóðsögu um Þórdísi nokkra Þorsteinsdóttir - ég vil ekki segja mikið til að eyðileggja ekki fyrir lesendum en örlög Dísu voru ekki skemmtileg. Ég mæli með að fólk lesi þjóðsöguna, annað hvort fyrir eða eftir lestur skáldsögu Kristínar (http://www.snerpa.is/net/thjod/bjarna...).

Kristín segir frá á svo fallegan og hugljúfan máta, það er nánast unun að lesa textann hennar. Sagan er einnig sérlega heillandi og það hversu vel hún nær að grípa viðfangsefni sitt, lýsingar á lífi almúgans á þessum tíma snerta við manni. Það skemmdi svo ekki fyrir mér að sögusviðið voru Austfirðir og Austurlandsfjórðungur.

Kápan er líka algjört listaverk, alveg rosalega falleg og viðeigandi. Dísa varð hluti af landslaginu og kápan sýnir prófíl konu felldan inn í landakort. Gullfallegt.
Profile Image for Hrafnhildur Hreinsdóttir.
19 reviews2 followers
March 2, 2013
Stutt bók - ég las hana á klukkutíma. Mér fannst vanta meira kjöt á beinin, fékk enga væntumþykju með aðalpersónu, fékk ekki að kynnast henni nógu vel. Hefði mátt skrifa mun meira um Dísu áður en hún hélt á heiðina. Svo hefði líka verið gaman að vita meira um afturgögnuna Dísu.
Profile Image for Sara Hlín.
466 reviews
June 23, 2013
Kristín Steinsdóttir hefur verið í uppáhaldi hjá mér frá því ég las Draugar vilja ekki dósagos sem barn og Engill í Vesturbænum er ein mest lesna bók heimilisins. Þessi bók gerði hins vegar ekkert fyrir mig. Nýbúin að lesa Fátækt fólk og það gerir þessa bók afar þunna. Því miður.
Profile Image for Hrafnhildur.
92 reviews15 followers
October 8, 2013
Fannst hún góð. Nær að lýsa ágætlega hvernig hugsanir og hjátrú var á þessum tíma. Flott hvernig hún gat sett í sporin hjá einhverjum sem er fastur í fönn. Góð frásögn hvernig íslenskt samfélag var í kringum aldamótin. Aðstæður á mörgum stöðum alveg hræðilegar.
Profile Image for Inga.
71 reviews5 followers
August 11, 2015
Ágætis saga sem sýnir vel áhrif hjátrúar og hindurvitna á líf fólks áður fyrr á Íslandi og bera örlög Dísu þess skýrt vitni. Fín lesning sem gefur lesandanum tilfinningu fyrir þeim aðstæðum og hugsanagangi sem einkenndi líf fólks í íslenskum sveitum á 19. öld.
13 reviews7 followers
March 23, 2013
Bókin hefði mátt vera un lengri þannig að esendur gæti kynnst Bjarna Dísu betur, en likega erfitt að graa upp gögn. Áhugaverð bók þó stutt væri
Displaying 1 - 10 of 10 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.