Jump to ratings and reviews
Rate this book

Orrustan um Fold

Rate this book
Á tunglinu Fold, sem snýst um gríðarstóran gasrisa í fjarlægu sólkerfi, hefur lítil nýlenda manna skotið rótum. Lífsbaráttan er hörð í glímu við óblíð náttúruöfl. Þegar undarlegar verur, líkastar risavöxnum kóngulóm, taka að herja á íbúana reynir þó fyrst á styrk þjóðarinnar. Eða eru hinir raunverulegu óvinir kannski inngróið misrétti í þjóðskipulaginu, huglausir og værukærir leiðtogar og spillingin sem gegnsýrir efstu lög samfélagsins?

250 pages, Hardcover

First published January 1, 2012

8 people want to read

About the author

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
0 (0%)
4 stars
11 (52%)
3 stars
8 (38%)
2 stars
2 (9%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 - 6 of 6 reviews
Profile Image for Óskar Þráinsson.
20 reviews12 followers
February 6, 2013
Frábærlega skemmtilegt að lesa alvöru vísindaskáldsögu á hreinni og óbjagaðri íslensku þar sem ekkert er enskuskotið eða slett þrátt fyrir að sögusviði sé ókunn pláneta í kjölfar alda langrar geimferðar heillrar þjóðar. Sögusviðið er vel hugsað og vel framsett. Söguþráðurinn er áhugaverður framan af en síðasti hluti bókarinnar missir örlítið dampinn og nær ekki að enda á fullu flugi. Í stuttu máli ferskur andblær í íslenska vísindaskáldsöguflóru sem er hin besta afþreying en ekkert endilega tímamótaverk.
Profile Image for Berglind.
Author 2 books10 followers
October 25, 2020
Það er frábært að fá þessa bók í hinn fámenna hóp íslenskra vísindaskáldsagna. Sagan er fín og með nokkur lög, en samt ekkert ground breaking. Mér finnst æðislegt að fá vísindaskáldsögu á íslensku, en málið í þessari bók hljómar svo miklu eldra en að vera frá 2012. Ég efast um að unglingstrákurinn minn myndi nokkurn tímann komast í gegnum hana einfaldlega útaf málinu. Mér fannst höfundur fara of langt í að hafa „góða“ íslensku þar sem allir heita þeim „íslenskustu“ nöfnum sem hægt er að hugsa sér og vikudagarnir eru komnir með nöfn sem hljóma eins og frá fornöld og var ég mjög þreytt að lesa á nánast hverri einustu blaðsíðu hvaða dagur í hvaða viku í hvaða árstíð væri. Ég myndi mæla með þessari bók við alla íslenska sæfæ aðdáendur, en ekkert endilega fyrir aðra...
81 reviews3 followers
October 3, 2018
Bara alls ekki svo slæm! Það er alltaf frekar skrýtið að lesa furðusögur á íslensku og það tekur tíma að venjast heimssköpun sem manni þætti ekkert skrýtin á ensku með nýjum nöfnum og hugtökum.

En þessi saga er bara ansi sniðug og skemmtileg þó hún sé vissulega unglingabók frekar en hitt. Það er ekki verra. Fínar persónur, ágæt heimssköpun og spennandi.
8 reviews
July 28, 2017
Fyrri helmingurinn var hægur og ég missti næstum áhugann á bókinni. Þó voru sögupersónurnar virkilega áhugaverðar og gaman að lesa um þær. Seinni helmingur bókarinnar var miklu betri og meira spennandi. Þessi bók er ein af mínum uppáhalds!
Profile Image for Snorri.
12 reviews
May 8, 2013
Mjög góð bók! Hún er svoldið í anda seinni verka Orson Scott Card á heimspekilegan máta. Mjög pólitísk saga um fólk í vosbúð sem snýst gegn óréttlæti.

Geimverurnar eru secondary :D
Profile Image for Daníel Freyr Jónsson.
22 reviews1 follower
September 18, 2013
Ég er náttúrulega hlutdrægur þegar kemur að þessari bók þar sem bróðir minn skrifaði hana, en hún er samt alveg frábær.
Displaying 1 - 6 of 6 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.