Hvernig getur hundur breyst í styttu? Það er eitthvað meira en lítið dularfullt. En þannig byrjar þessi saga. Hringur, hundurinn hans Úlfs gamla, breyttist í styttu og um leið lét allt fullorðna fólkið í þorpinu okkar eins og hann hefði aldrei verið til. Og hann var ekki eina dýrið sem hvarf sporlaust og skildi efti sig steingerða eftirmynd. Við urðum að komast til botns í þessu. Þess vegna fórum við Erla, Haukur og ég inn í Dimmahelli og lögðum upp í ævintýralegri leiðangur en nokkurt okkar hefði getað ímyndað sér. Steindýrin eftir Gunnar Theodór Eggertsson var valin besta sagan í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin 2008.
Hröð og skemmtileg atburðarás með ýmsum uppákomum. Endirinn nokkuð óvæntur, kannski sorglegur og kannski ekki, skilur mann alla vega eftir með vangaveltur - sem er gott :-).