Þessi bók er fyrir alla þá sem hafa áhuga á stjórnmálum. Þarna fáum við að vita hvernig Framsóknarflokkurinn verður til, Sjálfstæðisflokkurinn, og Alþýðuflokkurinn.
Jónas var hreint út sagt alveg rosalegur stjórnmálamaður og hann kom fjölmörgu á koppinn. Hann vildi t.d. koma í veg fyrir flótta af landsbyggðinni og hann vildi stýra því þannig að það færu ekki allir í háskólann heldur einnig í aðra skóla til þess að læra eitthvað svo sem iðnskóla.
Hann lét reisa héraðskóla út um allt, húsmæðraskóla, og hann stuðlaði mjög að sundkennslu út um allt land. Þú lest um þetta allt í þessari bók.