Jump to ratings and reviews
Rate this book

Með sverðið í annarri hendi og plóginn í hinni - Saga Jónasar Jónssonar frá Hriflu, #1

Rate this book
Umhverfis Jónas frá Hriflu ríkti aldrei logn, aldrei friður. Hann var dáður og hataður, dýrkaður og dæmdur, brautryðjandi og afturhaldsmaður, ráðgáta og opin bók, stór í sniðum og ógleymanlegur öllum sem honum kynntust; maður sem markaði dýpri spor í sögu þjóðar sinnar en flestir samtíðarmenn.

Í þessu mikla verki rekur Guðjón Friðriksson sagnfræðingur mótunarsögu Jónasar á lifandi og gagnrýninn hátt og svarar mörgum spurningum um hann og samtíð hans. Hann styðst við fjölda óbirtra heimilda þar sem Jónas kemur við sögu, m.a. sendibréf hans og annarra. Þar kemur margt fram sem ekki var áður vitað um þroskaár Jónasar, áhrifavalda í lífi hans og afskipti hans af íslenskum stjónrmálum og þjóðmálum á umbrotatímum sjálfstæðisbaráttunnar, og þar sést hvernig Jónas þjálfaðist í þeirri list að stýra samherjum og andstæðingum á taflborði mannlífsins.

Fyrst og fremst varpar bókin þó leiftrandi ljósi á líf Jónasar frá Hriflu, hæfileika hans og bresti. Hér er dregin upp áþreifanleg og sönn mynd af umdeildum brautryðjanda og athafnamanni, sem ætíð barðist af eldmóði fyrir því sem honum þótti horfa til framfara, en sást ekki alltaf fyrir.

318 pages, Hardcover

First published January 1, 1991

1 person is currently reading
5 people want to read

About the author

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
0 (0%)
4 stars
6 (85%)
3 stars
1 (14%)
2 stars
0 (0%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 - 2 of 2 reviews
Profile Image for Thordur.
338 reviews5 followers
December 19, 2022
Þessi bók er fyrir alla þá sem hafa áhuga á stjórnmálum. Þarna fáum við að vita hvernig Framsóknarflokkurinn verður til, Sjálfstæðisflokkurinn, og Alþýðuflokkurinn.

Jónas var hreint út sagt alveg rosalegur stjórnmálamaður og hann kom fjölmörgu á koppinn. Hann vildi t.d. koma í veg fyrir flótta af landsbyggðinni og hann vildi stýra því þannig að það færu ekki allir í háskólann heldur einnig í aðra skóla til þess að læra eitthvað svo sem iðnskóla.

Hann lét reisa héraðskóla út um allt, húsmæðraskóla, og hann stuðlaði mjög að sundkennslu út um allt land. Þú lest um þetta allt í þessari bók.
Displaying 1 - 2 of 2 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.