Kunnur athafnamaður á miðjum aldri finnst myrtur á golfvelli á Suðurlandi. Sama dag hefst æsileg atburðarás í Reykjavík. Sprenging verður í hvalveiðiskipi sem liggur í höfninni og hópur ungmenna stendur fyrir mótmælum við veitingahús sem hafa hvalkjöt á matseðlinum. Fámennt lögregluliðið hefur í nógu að snúast og ekki bætir úr skák að Særós, sem yfirmaðurinn Guðgeir treystir mjög á, er ekki eins yfirveguð og hún á að sér. Og brátt taka atburðir alveg óvænta stefnu … Friðsælt haustið hefur allt í einu breytt um svip.
Snilldarbók frá snilldarhöfundi. Sólveigu tekst að halda manni við efnið og það er svo auðvelt að mínu mati að þykja vænt um bækurnar hennar. Þessi er jafnvel betri en sú fyrri :)
Sæmilegasta bók sem nær þo aldrei neinu almennilegu flugi og rennur svo kylliflöt á rassgatið i endinum sem er snubbóttur og algjörlega laus við alla niðurstöðu fyrir utan skýringu á því af hverju Guðgeiri var alltaf svona illt i fætinum.