Paradísareplin er safn sagna eftir danska skáldið Martin A. Hansen (1909-1955). Hansen er án efa meðal fremstu höfunda norrænna bókmennta, og í sögunum kynnumst við meðal annars ljúfgrimmum dögum bernskunnar, þar sem kýr breytist í strút, breskur lávarður veldur hugarangri og veiðiglaður frændi eltist við kött; himinninn hrynur ofan á Sören brýnara; börn eru fórnarlömb grimmdar og hugleysis; unglingur sér ávöl konuhné og paradísarepli rúlla um í þokunni. Sögurnar eru einkar vel skrifaðar og bera vott um sérstæða frásagnargáfu höfundarins.
A Danish author born in a very small village called Strøby, Martin A. Hansen was a teacher before he became an author and educated at Haslev Seminarium.