Rithöfundur hittir sagnamann. Þórbergur er aðeins auðtrúa eins og Don Kíkóti, með stöðugt næmi fyrir fáránleika nútímans og óbilandi áhuga fyrir fortíðinni. Hann stúderar Árna eins og gamlan riddara sem lætur góða sögu aldrei gjalda sannleikans.
Ægilegur hindurvitnabálkur, þó með mörgum góðum sprettum. Skemmtilegastar þóttu mér frásagnir af uppvexti og menntun séra Árna, en full mikið um endurtekningar í síðari hlutum ævisögunnar. Lesandi kann snemma að botna sögurnar, enda eru þær allar á einn veg, brjóstvitið og forneskjan er vísindunum ávallt yfirsterkari.