Þegar Rikki vaknaði morgun einn af órólegum draumum,komst hann að raun um að hann
hafði breyst í skelfilegt súrgrænmeti í bílskúr sínum. Hann lá á bakinu, sem var mjúkt eins
gúmmí, og ef hann lyfti höfði sínu eilítið sá hann hvelfdan, grænan kvið sinn, markaðan
hrukkum; efst á honum hafði bílskúrsborðið vart nokkuð haldið lengur og var hann að því
kominn að renna alla leið niður. Engir fætur hans, ekki til staðar vingsuðust því ekki fyrir
augum hans.
“Hvað hefur komið fyrir mig?” hugsaði hann. Þetta var ekki draumur. Bílskúrinn hans, ágætur
mannabústaður en þó fulllítill, hvíldi í rósemd milli fjögurra kunnuglegra veggja. Fyrir ofan
borðið þar sem dreift hafði verið vísindatólum - Rikki var vísindamaður - var tækjaskenkur
sem hann hafði fyrir skemmstu smíðað og úr snotrum mosagrænum við. Þar gat að líta á
skúffur, sextán talsins sem geymdu ýmis tól sem aðeins gáfaðasti maður veraldar kunni skil
á.
Augnaráð Rikka beindist þvínæst að opinni bílskúrs hurðinni og milt veðrið - heyra mátti
fugla söng streyma inn og gerði hann mjög dapran. “Hvernig væri að ég svæfi aðeins lengur
og gleymdi öllum bjánaskap” hugsaði hann, en það var allsendis ógerlegt, því að hann var
vanur að sofa á hægri hliðinni en í núverandi ástandi gat hann ekki komið sér þannig fyrir.
Hversu kröftuglega sem hann varpaði sér yfir á hægri hlið, þá valt hann ævinlega á magann
aftur. Hann reyndi það sjálfsagt hundrað sinnum, lokaði augunum til að gleyma fótamissinum
og hætti ekki fyrr en hann tók fyrir áður óþekktum, vökva og súrum bruna í síðunni.
“Vúbbalabba dúbdúb” hugsaði hann, “hvílíkt þrælastarf hef ég valið mér! Í ævintýrum dag
eftir dag. Þessu fylgir miklu argsamri útreikningar en í vísindunum sjálfum og þar að auki eru
þessi geimferðalög á mig lögð, áhyggjur af tímaflakki, óreglulegir og vondir drykkir, og
samskipti sem stöðugt breytast, endast aldrei, verða aldrei innileg. Til fjandans með það allt
saman!” Hann fann fyrir smá vægilegum fiðringi ofan á bakinu, mjakaði sér hægt á
maganum nær borðbrúninni til að eiga hægara með að lyfta höfðinu; kom auga á
brunablettinn, en hann var þakinn ljósgrænum smápunktum sem hann kunni engin skil á;
hann hugðist snerta blettinn með einum fætinum en mundi svo skyndilega að hann hafði
enga.
Hann rann aftur niður í sína fyrri stellingu. “Það gerir mann snarruglaðan að fara svona
snemma á fætur” hugsaði hann. “Menn verða að fá sinn svefn. Aðrir Rikkar lifa eins og
kindur í fjárhúsi. Ef ég lít til dæmis aftur inní stórborg Rikkanna að óliðnum morgni til þess að
skrá útreikninga, þá er þessir herramenn nýkomnir í morgunverð. Ég ætti bara að reyna það
hjá dóttur minni; ég myndi þurfa að sitja margfalt fleiri fjölskyldumeðferðar tíma. Ef ég hefði
ekki taumhald á mér vegna Marteins minna, hefði ég hætt þessu fyrir löngu, ég hefði gengið
til Jonna og sagt honum mína hjartans meiningu. Hann hefði sennilega stokkið upp úr
sófanum! Það er reyndar einkennilegt háttalag að sitja í sófanum og tala úr hæðum niður til
gáfnamennis sem auk þess þarf að einfalda allt því að hann er svo heimskur. Jæja ekki er
víst að öll von sé úti; Þegar mér hefur tekist að grafa undan trausti hans í fjölskyldunni - það
gætu verið fimm eða sex vikur í viðbót - þá læt ég hiklaust verða af þessu. Þá verða
straumhvörfin. En nú verð ég að koma mér á fætur því Marteinn fer að vakna.”
Og hann leit á tímavélina, sem tifaði á skápnum. “Sviftí!” hugsaði hann. Tímavélin var biluð
og vísarnir stóðu í stað, hún hafði bilað í nótt og það var korter í meðferðartímann. Af
bílskúrsborðinu mátti sjá að hún hafði brætt úr sér; hún hafði áreiðanlega bilað eitthvern
tímann í nótt. En gat verið að hann hefði sofið hinn rólegasti á meðan hún bræddi úr sér svo
að húsgögnin nötruðu? Að vísu hafði hann ekki sofið rótt, en sennilega þeim mun fastar. En
hvað átti hann til bragðs að taka núna? Meðferðartíminn byrjaði klukkan 11 til að sleppa við
hann þyrfti hann að hraða sér ofboðslega og hann hafði ekki gert útreikningana, og sjálfum
fannst honum hreint ekki að hann væri sérlega hress og kvikur. Og jafnvel þótt hann slyppi
við meðferðartímann yrði ekki komist hjá formælingum Jonna, því Sumar hafði bókað
svipaðan tíma og fyrir löngu greint frá vanrækslu hans. Þetta var dóttir Jonna, skilningssljó
skræfa. Hvernig væri ef hann tilkynnti um veikindi? En það væri sérlega vandræðalegt og
grunsamlegt, því að Rikki hafði aldrei nokkurn tíma veikst á ævilöngum vísindaferli sínum.
Jonni kæmi áreiðanlega með hitamælinn, myndi atyrða Bettu vegna leti pappa síns og vísa á
bug öllum mótbárum með skírskotunum til hitamælisins; að hans áliti eru allir menn allsendis
heilsuhraustir en latir til vinnu. Og hefði hann með öllu á röngu að standa í þessu tilviki?
Rikka leið reyndar prýðilega, þótt hann væri með ólíkindum syfjaður þrátt fyrir allan þennan
svefn, og hann var meira að segja glorsoltinn.
Meðan hann íhugaði allt þetta í mesta flýti án þess að geta tekið ákvörðun um að yfirgefa
rúmið -í sama bili sló klukkan fjórðung fyrir ellefu - var drepið varfærnislega á dyrnar við
höfðalag rúmsins. “Rikki” var kallað - það var Marteinn “hana vantar stundarfjórðung í ellefu.
Ætlaru ekki að fara?” Þessi óörugga rödd” Rikki hrökk við þegar hann heyrði rödd sína
svara. Hún var ótvírætt hans gamla rödd en í hana blandaðist að því er virtist neðanfrá,
eitthvert slepjukennt slímhljóð sem ekki var hægt að bæla niður; það olli því að orðin voru
einungis skýr í fyrstu andrá en síðan spilltist hljómurinn svo mjög að enginn gat verið viss um
að hafa heyrt rétt. Rikki hafði ætlað að svara skilmerkilega og útskýra allt en við þessar
aðstæður lét hann nægja að segja: “Já, Já Marteinn, ég er að fara.” Þetta var viðarhurð og
því sennilega ekki hægt að greina breytinguna á rödd Rikka hinumegin, því að Marteinn lét
sér þessa skýringu nægja og lötraði burt. En þessar stuttu samræður urðu til þess að aðrir í
fjölskyldunni veittu því athugli að Rikki var enn ófarinn, en því höfðu allir búist við, og brátt
bankaði Marteinn aftur á einar hliðardyrnar, laust, en með hnefanum “Rikki, Rikki” kallaði
hann, “hvað er á seyði?” Og að stundarkorni liðnu bætti hann við í efasemdartóni,
mjóraddaðri: “Rikki,Rikki!” við hinar hliðardyrnar sagði Sumar áhyggjufull; ”Rikki? Líður þér
ekki vel? Vantar þig eitthvað?” Rikki svaraði til beggja hliða: “Ég er að verða tilbúinn” og
leitaðist við að afmá alltóvenjulegt úr rödd sinni með vönduðum framburði og með því að
gera langt hlér milli einstakra orða. Marteinn sneri aftur að morgunverðarborðinu en Sumar
hvíslaði: “Rikki, opnaðu, ég grátbið þig” En Rikka kom ekki til hugar að opna, heldur hrósaði
happi yfir þeirri varkárni, sem hann hafði tamið sér á geimferðalögum. að læsa öllum hurðum
einnig heimavið, á næturnar.
Fyrst hugðist hann fara á fætur rólega og ótruflað, klæða sig og umfram allt snæða
morgunverð og íhaga framhaldið að því loknu, því að honum var ljóst að á bílskúrsborðinu
myndu hugleiðingar hans ekileiða til skynsamlegrar niðurstöðu. Hann minntist þess að hafa
stundum áður fundið til lítilsháttar sársauka á maganum, kannski vegna óheppilegs
sýrustigs, en þegar hann sneri sér við sá hann gúrku líkama sinn, og hann var fullur
eftirvæntingar að vita hvernig í gúrkulíki gæti hann aldrei setið meðferðartímann. Hann varekki í minnsta vafa að breytingin á röddinni væri ekkert annað en mjólkursýran, undirstaða
súrgúrkna.
Það var lítill vandi að snúa sér við hann þurfti ekki annað en að rugga sér svolítið og rúllaði
af sjálfu sér á bakið. En eftir sem áður átti hann í erfiðleikum, einkum vegna þess hve
óhemju sívaliningslaga hann var. Hann hefði þurft handleggi og hendur til að rísa upp; í stað
þess hafði hann einungis gúrkuhrukkur sem voru gegnumsósa í ediki og mjólkursýru. Ef
hann reyndi að rúlla sér rann hann óðara til baka; og tækist honum að rúlla sér yfir á magann
festist hann þannig, í áköfu, sársaukafullu uppnámi. “Umfram allt gúrkumenni fara ekki í
meðferðar tíma” sagði Rikki við sjálfan sig.
Fyrst ætlaði hann að koma neðir hluta líkamans fram úr rúminu, en þessi neðri hluti, sem
hann hafði reyndar enn ekki séð og gat ekki gert sér í hugarlund hvernig væri í raun réttri,
reyndist vera illhreyfanlegur; Þetta gekk mjög hægt; og þegar hann að lokum var orðinn því
sem næst hamslaus og útti sér af öllu afli fram á við, hvað sem það kostaði, þá hafði hann
tekið ranga stefnu og hann rakst óþyrmilega í tækjaskenkinn; hann fann til brennandi
sársauka sem færði honum heim sanninn um að einmitt neðri hluti líkamans væri einnig
súrgúrka.
Þessvegna freistaði hann þess að koma fyrst efri hluta líkamans fram úr rúminu og sneri
höfðinu varlega að borðbrúninni. Þetta tókst auðveldlega og að lokum fylgdi líkamsflykkið,
þótt digurt væri og slímugt, hreyfingu höfuðsins hægt og sígandi. En þegar hann hélt lokst
höfiðnu í lausu lofti úti fyrir borðbrúninni, brast hann kjark til að hnika sér þannig áfram; ef
hann gripi til þess ráðs að láta sig falla á þennan hátt, gengi það kraftverki næst ef hann
skaðaðist ekki á höfði. Og einmitt núna mátti ekki fyrir nokkurn mun missa meðvitund; frekar
skyldi hann vera kyrr á borðinu.
En þegar hann lá þarna enn sem fyrr andavarðandi eftir endurtekna fyrirhöfnina og sá aftur
þessar gúrkuhrukkur svitna súrgúrkusafa kunni hann engin ráð önnur en að koma ró og
reglu á þessa óreiðu, sagði hann enn einu sinni við sjálfan sig að hann gæti alls ekki verið
lengur á borðinu og að skynsamlegast væri að kosta öllu til í veikri von um að losna þar með
af borðinu. Hann gleymdi samt samt áður ekki að minna sjálfan sig jafnframt á að róleg og
ærðulaus íhugun væri miklu betri en örvæntingarfullar ákvarðanir. Á slíkum augnablikum
hvessti hann augun sem mest hann mátti á bílskúrshurðina, en því miður var hvorki huggun
né gleði að finna í morgunsólinni sem blasti við og skein meira að segja á hina hlið götunnar:
“Klukkan er orðin Ellefu ” sagði hann við sjálfan sig þegar vekjaraklukkan sló á ný, “klukkan
er orðin ellefu og enn er svona bjart.” Og stundarkorn lá hann kyrr og dró andann dræmt,
eins og hann byggist kannski við að gúrku líkami hans afsakaði hann frá meðferðartímanum.
En þá sagði hann við sjálfan sig. “Ég verð ábyggilega bara súrgúrka það sem eftir er það
þykir mér nokkuð fyndið”