Hörður Grímsson rannsakar alvarlega líkamsárás á glæpaforingja en árásarmaðurinn, dópsalinn William Smári Clover, gengur laus. Smári er því bæði hundeltur af lögreglu og misindismönnum í hefndarhug. Á sama tíma rænir siðblindur maður mánaðargamalli dóttur sinni og ætlar með hana úr landi. Móðirin örvæntir þegar kerfið bregst en kallinu er svarað úr óvæntri átt. Leikurinn berst út á land og fyrr en varir streyma undirheimahrottar út á þjóðveginn og Hörður fylgir þeim fast á hæla – ungbarn er í lífshættu og tíminn að renna út. Stefán Máni gefur ekkert eftir í þrettándu bók sinni. Framvindan er hröð og spennan magnast fram á síðustu blaðsíðu!
Stefán grew up in Ólafsvík and lived there until over the age of 20. After school he did general manual labour and service jobs. To name a few, he worked in the fishing industry, did building work, plumbing, gardening, was a security guard, a cleaner, worked with teenagers and cared for the mentally ill. He has now written eight novels, the first coming out in 1996, Dyrnar á Svörtufjöllum (The Door in the Black Mountains).
Sagan ágæt en bókin of langdregin á köflum. Lýsingar á aðstæðum og veðri og fatnaði og útliti oft frekar yfirdrifnar og skilja lítið svigrúm eftir fyrir lesandann að búa sér til mynd í höfðinu af viðkomandi sögupersónu sem mér finnst persónulega galli.
Virkilega spennandi og skemmtilegt að fylgjast með naglanum Herði Grímssyni. Fyrsta bókin um Hörð var mjög fín en ég gafst upp á Húsinu þegar meirihluti bókarinnar virtist ætla að fjalla um einhverja skrímslamartröð Harðar.
Hér er höfundur kominn á skrið aftur.
Það er samt heldur langar lýsingar og ansi margir tittlingar drepnir. Það er eins og önnur hver persóna sé með Tourrettes eða einhvern kæk.
Ásamt Krýsuvík uppáhalds bókin mín úr Hörður Grímson flokknium. Plottið er gott og mikill hasar. Hörður er aðeins í aukahlutverki á kafla, en það er skemmtilegt að komast aðeins inn í hausinn á William Smára - virkilega áhugaverður karakter.
Lét tilleiðast að “lesa” Stefán Mána aftur, hlustaði á hljóðbók. Enn og aftur allt of miklu púðri eytt í lýsingar á fatnaði og ástandi Harðar löggu. Ágætir sprettir og plottið fínt. Þó þú sért glæpon getur þú átt mannlega spretti.
Alltaf gaman að fylgja Herði Grímssyni á ferð um landið, sérstaklega á þær slóðir sem ég þekki vel. Bókin er fullýtarleg á köflum, en það venst þó. Mæli hiklaust með henni.
Mjög spennandi og gaman að fylgja sögupersónum um landið, fyrir utan miklar senur á Höfuðborgarsvæðinu flæktust þær norður í Húnavatnsssýslu, á Sauðárkrók, Öxnadalsheiði og heilmikill hasar hér á Akuryeir. Ég var mjög spennt að fylgja Herði og glæponum gegnum Glerártorg og fylgjast með manni drepnum við flugvöllinn hér á Akureyri. Varð allt svo nálægt.
Grimmd eftir Stefán Mána er fjórða sagan sem ég hef lesið eftir hann. Í þessari segir hann aftur frá rannsóknarlögreglumanninum Herði Grímssyni, miðaldra lura sem þjáist nú af andvökunóttum eftir að hann og kona hans hafa fengið fósturbarn. Hörður er mér minnisstæður úr Húsinu, breyskur fordómafullur alkóhólisti. Hörður er þó einungis í smáhlutverki. Sagan fjallar líkt og nafn hennar gefur til um grimmd. Hvernig andlegt og líkamlegt ofbeldi, barnaníð og fíkn getur markað líf einstaklinga fyrir alla lífstíð. Aðalpersóna sögurnnar, ég get vart kallað hann aðalsöguhetju, er William Smári Clover sem er dópisti, hrotti og dópsali. En eftir því sem við kynnumst fortíð hans, sérkennilegri sýn á hans á samfélagið og hvötum þá getur lesandinn vart annað en fyllst samúð með þessum undirmálsmanni. Mér fannst sagan vel upp byggð og gráglettin í lýsingu á seinheppni Williams Smára. Stefán Máni dregur ekkert undan í lýsingum á hrottaskap og ofbeldi og eflaust þykir sumum nóg um. Fyrir þessa bók fékk Stefán Máni Blóðdropann, íslensku glæpasagnaverðlaunin. Þetta er í þriðja skipti sem hann hlýtur þau verðlaun en hann hefur einnig hlotið þau fyrir Húsið og Skipið. Sömuleiðis var sagan tilnefnd til Glerlykilisins, norrænu glæpasöguverðlaunanna, fyrir næsta ár. Hinar sögurnar tvær voru einning tilnefndar ásamt Svartur á leik á sínum tíma en hlutu ekki náð fyrir augum dómnefndar.
Kláraði þessa bók úti í Noregi. Ein besta bók Stefáns Mána til þessa. William Smári Clover er alveg frábærlega skrifuð persóna sem algjört hrotti en samt finnur maður mjög til með honum og heldur með honum. Sömuleiðis er Hörður Grímsson skemmtilegur karakter og gaman að lesa meira um afdrif hans. Hraður og skemmtilegur söguþráður. Lýsingarnar hjá honum eru aðeins of miklar fyrir minn smekk en hefur í sjálfu sér ekki áhrif á söguna. Gæti verið finasta bíómynd þessi bók.
Góð og spennandi saga. En það má aðeins róa sig á lýsingum á umhverfi og manneskjum. Maður veit nánast um hvern einasta fæðingarblett, sem hver einasta persóna í bókinni, er með. Líka pínu skýtið að í þessum ólíka hópi fólks, þá eru allir með sömu frasana.
Þvílík grimmd! Brjáluð spenna, var með í maganum á tíma og hélt ég gæti hreinlega ekki lesið meir...en hélt samt fast á bókinni og las til enda!! Ufff Mögnuð!