Jump to ratings and reviews
Rate this book

Sigrún og Friðgeir - Ferðasaga

Rate this book
Haustið 1940 lögðu tveir ungir íslenskir læknar, hjónin Friðgeir Ólason og Sigrún Briem, af stað áleiðis til Bandaríkjanna í sérnám. Eftir fjögurra ára vist þar og í Kanada snúa þau aftur til Íslands; hann með doktorspróf frá Harvard, hún rétt búin að ljúka kandídatsári sínu með vinnu á barnaspítölum. Dvölin í Ameríku hafði verið ævintýri líkust og svalað miklum metnaði þeirra en það sem öllu hefur breytt og mótað þau meira en nokkur önnur reynsla á þessu langa ferðalagi er fæðing og uppvöxtur þriggja barna þeirra. Sigrún og Friðgeir eru sannarlega tákn um bjartar vonir íslenskra læknavísinda þegar þau stíga um borð í Goðafoss haustið 1944 en þau eru líka foreldrar, sannfærð um hvert mikilvægasta hlutverk þeirra er og verður í náinni framtíð.

Sigrún og Friðgeir – Ferðasaga er saga úr síðari heimsstyrjöldinni sem snertir marga ólíka þætti í sögu Íslands á 20. öld, en inn í hana sogast líka nánast óteljandi atburðir úr sögu bandarísks samfélags. Í bókinni segir meðal annars frá kynnum Sigrúnar og Friðgeirs af fátækt og ofbeldi í stórborgum landsins, s.s í Harlem-hverfi New York-borgar, dægurmenningu og uppgangi valdamikilla stofnana og fyrirtækja í bandarísku samfélagi, auðsöfnun og hinum síauknu áherslum á framfarir á sviði vísinda og tækni. Því líf þeirra hjóna í Ameríku var ekki bara bundið heimi læknavísinda, heldur snerist um heimilisrekstur, framboð nýrra heimilistækja og eftirspurn eftir heimilishjálp í stríði. Og saga þeirra flækir svo sannarlega þá mynd sem dregin hefur verið upp af hlutverki húsmæðra á fimmta áratugnum í Bandaríkjunum, viðhorfum til svartra vinnukvenna, samskiptum kynjanna og hlutverki feðra í barnauppeldi.

Sigrún og Friðgeir – Ferðasaga byggir á bréfum og dagbókum sem þau hjón héldu frá því að þau sigldu til Bandaríkjanna haustið 1940 og þar til þau sneru heim til Íslands frá New York haustið 1944. Höfundur notar einnig fjölda ljósmynda til að draga upp senur og dýrmæt augnablik í lífi fjölskyldunnar en frásögnin af atburðarrásinni um borð í Goðafossi eftir að tundurkeyti frá þýskum kafbát skellur á honum er hér einnig sögð frá nýju sjónarhorni með Sigrúnu og Friðgeir, og börn þeirra þrjú í brennidepli.

228 pages, Hardcover

First published January 1, 2013

1 person is currently reading
30 people want to read

About the author

Sigrún Pálsdóttir

10 books19 followers
Sigrún Pálsdóttir is a writer and historian. Born in Reykjavík in 1967, she completed a PhD on the history of ideas at the University of Oxford in 2001, after which she was a research fellow and lecturer at the University of Iceland. She worked as the editor of Saga, the principal peer-reviewed journal for Icelandic history, from 2008 to 2016, and she has been a freelance writer since 2007. She first came to prominence as a writer of historical biographies. Her debut in 2010 was the acclaimed Þóra biskups (Thora: A Bishop’s Daughter), followed by Ferðasaga (Uncertain Seas) in 2010, the story of a young couple and their three children who were killed while sailing from New York to Iceland aboard a ship torpedoed by a German submarine in 1944. Her first novel, Kompa (That Little Dark Room), was released in 2016 and her second, Delluferðin, in late 2019. Pálsdóttir’s biographies have been nominated for the Icelandic Literary Prize, the Women’s Literature Prize and the DV Cultural Prize for Literature. Her book Ferðasaga was chosen as the best biography of 2013 by booksellers in Iceland. Kompa, her debut novel, was nominated for the Icelandic Women’s Literature Prize in 2016 and in 2019 was published in the US by Open Letter (University of Rochester’s literary translation press) under the title History. A Mess.

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
15 (22%)
4 stars
35 (53%)
3 stars
15 (22%)
2 stars
0 (0%)
1 star
1 (1%)
Displaying 1 - 8 of 8 reviews
Profile Image for Árdís Björk Jónsdóttir.
22 reviews
January 4, 2014
Skrítið að lesa bók sem maður veit hvernig endar og er hálfórólegur yfir því meðan á lestrinum stendur, því heimferð þeirra var með Goðafossi sem var sökkt af kafbáti úti fyrir Garðskaga 1944 og setningin sem situr eftir í hausnum er "Hvernig drukknar maður með börnunum sínum?"
This entire review has been hidden because of spoilers.
Profile Image for Jóna.
40 reviews
November 11, 2024
Áhugaverð og merkileg saga um framsýnt og duglegt fólk sem lifði eiginlega ekki á réttum tíma. Svolítið sérstakt að vita allan tímann að ekki er mögulegt fyrir höfundinn að laga til örlög aðalpersóna! Það var samt eitthvað smá sem vantaði á til að sagan yrði nógu minnisstæð og heillandi. Kannski var ég bara að lesa hana í miðju bókaflóði en mæli með að missa ekki af þessari og lesa á rólegri tímum en rétt fyrir jól!
Profile Image for Sigríður Guðrún.
28 reviews
September 30, 2017
Skrýtið að lesa bók sem maður veit fyrirfram hvernig endar og vonar samt allan tíman að fari öðruvísi! Áhugavert að lesa um framsýni Sigrúnar og Friðgeirs. Einnkar merkilegt fannst mér líka hvað Sigrún náði að mennta sig og eignast 3 börn á sama tíma. Slíkt hefur að öllum líkindum ekki verið algengt á þessum tíma.
Profile Image for Magni Örvar Guðmundsson.
48 reviews1 follower
February 4, 2020
Las þessa bók þegar hún kom út. Vel unnin að mínu mati sagnfræði sem fjallar um hræðileg örlög ungs fólks á besta aldri sem er að snúa heim að loknu námi og búið að afla sér reynslu erlendis.
Profile Image for Sesselja.
39 reviews3 followers
January 28, 2014
Dásamleg bók þar sem höfundurinn býr til góðan ramma utan um söguna.
Áhrifarík bók fyrir alla.
94 reviews8 followers
January 12, 2014
Ekki jafn góð og Þóra biskups. Hefði gjarnan viljað hafa eftirmála.
Displaying 1 - 8 of 8 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.