Jump to ratings and reviews
Rate this book

Rambó er týndur

Rate this book
Kennarinn og karókídrottningin Sandra sinnir unglingum af natni á daginn og stundar kaup og sölu á notuðum húsgögnum á kvöldin. Hún veit að hún þykir sérvitur en hún er sátt við sjálfa sig. Svo framarlega sem hún hleypir engum of nærri sér og hugsar sem minnst um fortíðina – þá er allt í himnalagi. Þau fyrirheit gleymast fljótt þegar huggulegur maður blikkar hana um hábjartan dag á Sorpu.
Hún verður strax gagntekin og sannfærð um að hrifningin sé gagnkvæm. Þegar hún kemst að því að smáhundurinn hans er týndur veit Sandra að örlögin hafa talað. Áður en hún veit af er hún gengin til liðs við leitarhópinn og blæs til sóknar í ástarlífinu.

Rambó er týndur er grátbrosleg saga um gömul sár og glataða vináttu en einnig um leitina að ástinni og ógöngurnar sem henni geta fylgt. Rambó er týndur er fjórða skáldsaga Yrsu Þallar, sem áður hefur getið sér góðan orðstír fyrir vandaðan og glettinn stíl og áhugaverðar og breyskar persónur. Síðasta skáldsaga Yrsu, Strendingar (2020), var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins.

228 pages, Paperback

Published October 1, 2023

6 people are currently reading
82 people want to read

About the author

Yrsa Þöll Gylfadóttir

10 books11 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
23 (12%)
4 stars
101 (54%)
3 stars
51 (27%)
2 stars
7 (3%)
1 star
4 (2%)
Displaying 1 - 26 of 26 reviews
Profile Image for Guðrún Brjánsdóttir.
Author 6 books22 followers
October 22, 2025
Alveg rosaleg bók. Bæði fyndin og átakanleg, á köflum svo óþægileg að ég þurfti að gera öndunaræfingar. Mæli mikið með þessari.
Profile Image for Guðrún Úlfarsdóttir.
169 reviews5 followers
Read
December 19, 2023
Hryllilega pínlegur lestur en stórskemmtilegur, sat límd við. Ég lýsti söguþræðinum fyrir mömmu núna í morgun og hún sagði um Söndru: „Hún hljómar svolítið eins og Mr. Bean.“
Profile Image for Vala Hunboga.
54 reviews1 follower
February 14, 2025
Mikið er gefandi að hlæja upphátt við lestur bókar. Hef ekki hlegið svona mikið síðan ég las Peð á plánetunni jörð sem barn. Fleiri svona bækur takk. Virkilega áhugaverðar andstæðir þeirra sem lifa í sjálfsblekkingu og þeirra sem ganga alla daga um með grímu.
Profile Image for Rannveig Guðmundsdóttir.
27 reviews
January 8, 2024
Svo fyndin og skemmtileg og æðisleg!
Ég festist svo harkalega í henni en á sama tíma leið mér einhvernveginn illa að lesa hana hahah bara útaf því að hún er svo ótrúlega pínlegur karakter. En samt geggjuð
4,5 stjörnur!!!
Profile Image for Assa Borg Snævarr Þórðardóttir.
88 reviews7 followers
December 27, 2024
Fyndin og skemmtileg en ég er ekki frá því að hún Sandra sé einn erfiðasti og pínlegasti karakter sem ég hef lesið um í langan tíma. Svo er einhver hrikalega mikil millennial orka yfir stílnum og stemmingunni sem meikaði svona semi ekki
Profile Image for Hkj.
10 reviews2 followers
July 28, 2024
Gjörsamlega óþolandi týpa en geggjuð bók! Gat ekki lagt hana frá mér!
Profile Image for Inger Thomsen .
24 reviews2 followers
September 6, 2024
Aaaa svo óþægilegur lestur átti oft erfitt með hann en á sama tíma mjög vel skrifuð of skemmtileg bók
Profile Image for Aðalbjörg Bragadóttir.
52 reviews
August 18, 2024
Svartur húmor, mis áhugaverð kennsla og brjáluð kennaradjömm á karókístað eru alveg minn tebolli! Sagan náði samt aldrei almennilegu flugi þrátt fyrir alvarlegan undirtón. Sé samt ekki eftir því að hafa lesið hana - 3,5 stjörnur.
Profile Image for Hildur.
93 reviews21 followers
April 21, 2024
Rambó er týndur eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur mætti kalla "tilfinninga-spennusögu" sem reyndi á allar mínar taugar. Ég missti töluna á því hversu oft mig langaði að öskra "Nei, Sandra. Hættu að skemma fyrir þér!". Rithöfundur virðist hafa einstaklega gott lag á að sýna hversu óskýr línan getur verið á milli þess að vera góð og slæm manneskja. Erfitt var að lesa um misskildu, brengluðu og viðkunnanlegu Söndru. Hún á það til að hegða sér fyrirlitlega, en það er samt eitthvað svo klaufalegt og sorglegt við hennar verstu hliðar. Við hverja góða ákvörðun Söndru hlýnaði mér jafn mikið um hjartarætur og mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ofsóknarbrjálæðið og kvíðinn tók völdin hjá henni.

Ég er svo fegin að þessi bók sé búin svo ég geti farið að anda léttar, en á sama tíma langar mig að vita meira og að allt verði í lagi.
270 reviews
March 23, 2024
Skemmtileg bók með mjög átakanlegum undirtóni. Kona þjáist af eftirköstum alvarlegs eineltis í grunnskóla. Hún er frekar drykkfelld og dagdraumar hlaupa ítrekað með hana í gönur og hún gerir illa greinarmun á eigin hugarórum og veruleika.
Það verður að taka á einelti og vinna með gerendum og þolendum.
Profile Image for Einar Jóhann.
315 reviews12 followers
April 24, 2024
Bókin lukkast mjög vel til og það er langt síðan ég hló svona mikið yfir bók síðast. Húmorinn hittir beint í mark. Aðalpersónan sögurnnar er pínleg en sagan fer aldrei alveg yfir í tilgerð og vitleysu. Meistarataktar!
Profile Image for Gyða Haraldsdóttir.
37 reviews1 follower
February 19, 2024
Vel skrifuð og skemmtileg, en hræðilega pínlegar aðstæður sem söguhetjan kemur sér endalaust í! Sennilega ýmislegt til í mörgu þarna!
4 reviews
September 11, 2024
Ég datt alveg inn í hugarheim aðalpersónunnar Söndru! hló nokkrum sinnum upphátt sem gerist ekki oft, vandræðalega fyndin saga sem hélt mér allan tímann💌📝🌟
Profile Image for Grétar Henrysson.
16 reviews
March 31, 2025
Leiðinlegasta bók sem ég hef lesið. Engin skemmtilegur karakter, allir annaðhvort leiðinlegir eða daprir og sumir bæði. Gef bókinni þó það að vera vel skrifuð með skemmtilegur orðavali.
1 review
January 5, 2026
Áhugaverð bók. Les örgl ekki aftur en samt fín. Fínt að lesa og einfalt að fylgja. Óþægilegur lestur útaf týpu.
99 reviews8 followers
August 10, 2024
Mjög góð bók en líka óþægileg því hún dregur svo vel fram hvað það er margt í samfélaginu sem er öfugsnúið. Erfitt að leggja hana frá sér
Displaying 1 - 26 of 26 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.