Þetta byrjaði þegar ég gleymdi að taka lyfin. Fimm dögum síðar ligg ég í líkhúsinu ... dáinn og stjarfur á köldu stálborðinu. Dagur er eitthvað svo ólíkur sjálfum sér, með botnlausa matarlyst, dynjandi höfuðverk, gloppur í minninu og óteljandi spurningar. Hvað varð eiginlega um Breka? Af hverju er auga í klósettinu? Á hann kannski séns í Ylfu Dögg? Þetta byrjaði allt þegar ég gleymdi að taka lyfin mín. Fimm dögum síðar ligg ég í líkhúsinu ... dáinn og stjarfur á hrollköldu stálborðinu. Dagur er eitthvað svo ólíkur sjálfum sér, með botnlausa matarlyst, dynjandi höfuðverk, gloppur í minninu og óteljandi spurningar. Hvað varð eiginlega um Breka? Af hverju er auga í klósettinu? Á hann kannski séns í Ylfu Dögg? Veikindadagur er æsispennandi hrollvekja eftir þau Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Sigmund Breiðfjörð. Sögur þeirra og teikningar hafa heillað lesendur um árabil en í þessari blóðugu bók halda þau á nýjar og hræðilegar slóðir. Bókin er prýdd ótal ógnvekjandi teikningum og er ALLS EKKI fyrir viðkvæma!
Ég hafði frekar miklar væntingar þegar kom að þessari, ég ákvað að lesa hana þegar ég komst að því að NammiDagur væri framhaldið af henni og var spenntur að lesa aðra hryllingsbók ætlaða unglingum. Eins athyglisverð og hún hljómaði varð ég fyrir smá vonbrigðum. Hins vegar veit ég að ég er ekki áætlaður markhópur og ég myndi vissulega mæla með henni fyrir unglinga á aldrinum 13+.Hryllingurinn er rosalega vel skrifaður og ég kúgaðist alveg á nokkrum stöðum, en mér fannst hún á ákveðnum hlutum vera frekar eins og hún sé skrifuð fyrir enn yngri lesendur. Allt gerðist rosalega hratt og persóna Dags var rosalega grunn, auk þess fannst mér samband hans við Ylfu vera rosalega toxic sem ég hélt að yrði gagnrýnt en miðað við NammiDag þá virðist það ekki vera.