Jump to ratings and reviews
Rate this book

Högni

Rate this book
Högni starfar á Framtíðarstofnun við að meta áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi og skipulag Reykjavíkur. Í einkalífinu hefur aftur á móti hallað undan fæti eftir erfiðan skilnað. Hann leitar svölunar í faðmi kvenna á börum bæjarins – og skyndilega er Högni orðinn umdeildasti maður landsins og er knúinn til að horfast í augu við sjálfan sig.

220 pages, Hardcover

First published January 1, 2023

12 people are currently reading
50 people want to read

About the author

Auður Jónsdóttir

19 books66 followers
Auður Jónsdóttir was born on March 30, 1973. She is a writer and freelance journalist and has published articles, essays and interviews in various journals and newspapers.

Her first published work of fiction is the short story "Gifting" (Marriage), published in the literary magazine Andblær in 1997. Other short stories have appeared in magazines and collections since then. Auður's first novel, Stjórnlaus lukka (Uncontrollable Luck, 1998), was nominated for the Icelandic Literary Prize in the same year. Since then, she has published other novels as well as books for children and teenagers, among them a book about her grandfather, Halldór Laxness. Her novel Fólkið í kjallaranum (The People in the Basement), received the Icelandic Literature Prize in 2004 and the novel, Tryggðarpantur (Deposit), was nominated to the same award in 2006. Auður's latest novel is Vetrarsól (Winter-Sun) from 2008. She is now working on a play, as she was chosen Reykjavík City Theatre's Playwrite-in-Residence for 2009.

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
10 (7%)
4 stars
49 (36%)
3 stars
48 (35%)
2 stars
23 (16%)
1 star
6 (4%)
Displaying 1 - 15 of 15 reviews
Profile Image for Magnús Jochum Pálsson.
281 reviews11 followers
March 18, 2024
Finnst þessi fanga nokkuð vel samfélagsmiðlahvirfilbylinn, sérstaklega þegar hann fer af stað. Mörg ummælanna sem birtast í bókinni lýsa vel hvað fólk verður fljótt hatrammt.
Hins vegar var of mikið annað kjánalegt eða ekki nógu gott. Samtölin fullfrasakennd, helstu kvenpersónurnar eitthvað svo grunnar og loftslagstengingin smá til að tikka í box frekar en annað.

Högni er algjör asni en mér finnst Auði samt takast að láta mann ekki alveg hata hann. Maður allavega fann til með honum. Heilt yfir er hann líka frekar sannfærandi og raunsær karakter.
Söguskýringin á persónuleikabrestum hans, sem eru raktir til fjölskylduharmleiks, fannst mér alveg misheppnuð. Eins er skipt í einum kaflanum yfir í eins konar endurminningar í fyrstu persónu og það tónaði illa við restina.

Ég hafði gaman af Facebook-afsökunarbeiðninni en hún var of fjarstæðukennd, smá sænsk dramedy sem endar vel með absúrd nektaratriði-stemming. Eins virkaði sjálfur atburðurinn sem leiðir til slaufunarinnar eiginlega ekki fyrir mig.
Profile Image for Unnur Lárusdóttir.
200 reviews7 followers
December 28, 2023
Sagan Gott fólk eftir Val Grettisson kemur í hugann við lestur þessarar bókar. Fólk sem varla á sér viðreisnar von eftir að hafa lent í kjafti Fésbókar. Karlmenn sem eru í tilvistarkreppu í heimi kvenna sem eru fullar hefndarþorsta. Erfiðar æskuminningar og rofin tengsl við afkomendur. Bókin er vel skrifuð og maður hálf vorkennir besservissernum Högna. Klækjastjórnmál fá á kjaftinn og aðalpersónan hlýtur samúð eftir að hafa strípað sig á fésinu og játað syndir sínar. Sátt í lokin. Ágætar pælingar.
Profile Image for Elín Gunnlaugsdóttir.
101 reviews3 followers
January 13, 2024
Högni er að ég held ekkert mjög skemmtilegur en bókin um hann er mjög góð bók um slaufun og góð greining á samtímanum. Í upphafi bókar sjáum við bara yfirborðið en þegar líður á söguna komumst við undir yfirborðið hjá Högna og við það fær maður meiri samúð með honum.
Profile Image for esja.
13 reviews
May 3, 2024
ekki alveg fyrir mig, kom samt með áhugaverða punkta
Profile Image for Sigrun.
77 reviews7 followers
November 11, 2023
Frábær bók sem sýnir djúpan skilning á sögupersónum sem og hvernig við dæmum oft fólk bæði í fortíð og nútíð. Átti ekki von á að fara að finnast vænt um Högna en það gerðist
Profile Image for Svava Ólafsdóttir.
76 reviews2 followers
June 11, 2024
“Um leið veit ég ekki hvort kenndin í brjósti mér er ást eða harmur.” Mjög gott.
Alla bókina þakkaði ég fyrir að vera í einföldu sambandi við makann minn og þurfa ekki að standa í svona flóknum samtölum🙏
Profile Image for Sara Hlín.
466 reviews
November 23, 2023
Hvað er ofbeldi? Hvort er Högni að beita ofbeldi eða samfélagið að beita hann ofbeldi? Hvort er hegðun hans eða samfélagsins verri?
Frábær bók hjá Auði um menningu dagsins í dag - fólk er svo tilbúið að dæma jafnvel út frá hlutum sem eru teknir úr samhengi. Internetið virðist stjórna öllu og samræður snúast frekar um að nota réttu frasana en innihaldið. Enginn má segja neitt án þess að vera að hrútskýra eða ærskýra eða særa tilfinningar.

Högni er týpískur íslenskur karlmaður með fullt af sögu á bak við sig sem jafnvel útskýrir af hverju hann er eins og hann er. Við þekkjum öll Högna. Auður nær að taka púlsinn á tíðarandanum í dag og þetta hlýtur því að vera nútímasaga þó svo að Högni vinni hjá Framtíðarstofnun og loftslagsbreytingar séu komar aðeins lengra á vel.

Snilld hjá Auði eins og svo oft.
Profile Image for Brynhildur Þórarinsdóttir.
26 reviews
February 17, 2024
Auðvitað hefur elsku Auður sýnt það og sannað að hún getur skrifað um allt, en mér fannst það samt spennandi dæmi að lesa bók eftir hana þar sem að hún skrifar um karlkyns aðalpersónu í held ég bara fyrsta skipti, eða allavega eitt af fáum. Að maður tali nú ekki um afrekið að skrifa skáldsögu um slaufun, ég var svo spennt fyrir því að hún væri að taka það af sér.

Mér fannst Högni aðallega falleg bók - hún kafar djúpt og með mikilli virðingu ofan í sálarlíf manneskju og virðir fyrir sér líf hennar; fortíð, nútíð og framtíð. Það er mjúkt, opið og greinandi, á sama tíma og hún hylmir ekki yfir með neinu - breyskleikinn, gallarnir, mistökin eru þarna allan tímann og vel sjáanleg. Hún heldur manni líka alveg við efnið, ég las hana nánast í einni lotu.
Profile Image for Kristín.
555 reviews12 followers
November 1, 2024
Þetta var athyglisverð saga um hálfgerðan lúser sem kemur sér í býsna óþægilegar aðstæður sem eru reyndar bara að hluta til honum að kenna. Þó gaurinn sé ömurlegur á hann samt ekki alveg skilið þá útreið sem hann fær og mann langar stundum að öskra á hann að reyna að verja sig betur - en á sama tíma er maður ekki viss um að það myndi hjálpa hvort eð væri. Að lokum gerir hann í raun það sem margir í svipuðum aðstæðum ættu kannski að gera - sýna auðmýkt og biðjast raunverulega afsökunar á því sem þeir þó gerðu. Engin ef-sökunarbeiðni. Þetta var ekki skemmtilestur en vakti mann virkilega til umhusunar.
Profile Image for Sigurður.
143 reviews7 followers
December 30, 2023
Þetta er mjög gott og mörg umhugsunarefni tengd stjórnleysinu, hraðanum og dómhörkunni sem fylgir samfélagsmiðlum okkar daga. Sannleikurinn er aldrei svarthvítur, heldur bara grár en það eru engar fyrirsagnir í grámuggunni. Vantar samt svolítið upp á til að verða frábær.
Profile Image for Sigríður Guðrún.
28 reviews
January 2, 2024
Mjög áhugaverð lesning. Umfjöllunarefnið var eitthvað sem við ættum öll að kannast við en í þessari sögu var sjónarhornið annað.
Profile Image for Þóra.
79 reviews
January 5, 2024
Stundum pirrandi og óþægileg lesning en mjög góð. Hafði ákveðna samúð með aðalpersónunni og fannst hann á sama tíma ótrúlega ósvífinn. Meingallaður karakter sem ég hef persónulega gaman af. "Tilfinningalega getulaus" klárlega orðtæki sem ég mun stela. Mjög góð skrif!
Displaying 1 - 15 of 15 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.