Þegar breski herinn hernam Ísland þann 10. maí 1940 kviknuðu miklar áhyggjur af samgangi ungra íslenskra kvenna og hermannanna. Yfirvöld njósnuðu um mikinn fjölda stúlkna og fullveðja kvenna sem taldar voru ógna íslenskri menningu og þjóðerni. Einstök bók um örlagatíma í sögu þjóðarinnar.
Yfirvöld njósnuðu um mikinn fjölda kvenna og á það sér enga hliðstæðu í íslenskri sögu, bæði að umfangi og hversu langt var gengið. Í kjölfar umdeildra bráðabirgðalaga var Ungmennadómur settur á fót sem dæmdi stúlkur til sveitar- eða hælisvistar. Stofnað var hæli á Kleppjárnsreykjum þar sem stúlkur voru vistaðar mót vilja sínum til að bæta siðferðisvitund þeirra. Saga þeirra er hér reifuð frá ýmsum sjónarhornum og byggir að hluta á dagbók hælisins á Kleppjárnsreykjum.
Bára Baldursdóttir sagnfræðingur hefur um árabil rannsakað samneyti íslenskra kvenna og hermanna. Nýverið fékk hún aðgang að tveimur lykilskjalasöfnum á Þjóðskjalasafni og varpa þau algjörlega nýju ljósi á efnið. Hér er á ferð einstök bók um örlagatíma í sögu þjóðarinnar.
Við vitum öll eitthvað um ‘ástandið’ - en greinilega alls ekki nógu mikið. Það var margt sem sló mig í þessari frásögn og mjög margt sem ég vissi ekki. En það sem er svakalegast er að það skuli þrisvar sinnum hafa verið reynt að fá Alþingi til að samþykkja að láta rannsaka Kleppjárnsreyki en án árangurs. Er það af því að það var stelpnaheimili?
Þessa bók verða allir að lesa. Mögnuð frásögn af málum sem ég hef oft heyrt talað um en vissi samt raunverulega mjög lítið um. Skrítið að við skulum ekki vera komin lengra í að gera upp þetta smánartímabil í sögu íslenskra kvenna!
Mjög áhugaverð bók sem fjallar um mjög svo viðkvæmt mál, um svokallað ástand íslenskra kvenna á fyrstu árum seinni heimsstyrjaldar. Höfundur byggir á heimildum sem hafa legið í þagnargildi í meira en hálfa öld. Ótrúlegar lýsingar á opinberum afskiptum stjórnvalda, með lagaboði o.fl. aðgerðum, af ungum konum og jafnvel börnum sem voru vistuð á hælum í lengri eða skemmri tíma. Fróðlegt að sjá hvernig æðstu menn þjóðarinnar, jafnt prestar sem læknar, lögreglustjóri, landlæknir o.fl., beita sér fyrir slíkum aðgerðum.
Skyldulesning. Slæmt að höfundur skyldi ekki ná viðtölum við þolendur hinna ýmsu ástandsnefnda og siðgæðispostulans Jóhönnu Knudsen. Sú braut klárlega lög með framgöngu sinni og hélt því áfram með vistun opinberra gagna í lokuðu einkaskjalasafni. Hvenær skyldu þær konur sem njósnað var um eða unglingarnir sem komið var fram við eins og réttlausa sakamenn fá uppreist æru? Sögulegt réttlæti skiptir máli.
The book Kynlegt stríð: Ástandið í nýju ljósi (Gendered War: The Situation in a New Light) is a historical book by Bára Baldursdóttir, a historian who has researched the relationships between Icelandic women and foreign soldiers during the British occupation of Iceland in 1940-41. A kind of moral and ethnic purity frenzy took hold in the first years of the war, powerful people in society went berserk, the newspapers wrote about the debauchery of Icelandic women, they were denounced as sluts and whores. The hysteria escalated and finally emergency laws were passed, girls and young women were arrested for contact with the occupying forces, the most extreme wanted to brand them. The book reveals new sources and perspectives on how the authorities spied on and punished women who were seen as a threat to Icelandic culture and nationality. The book also tells the stories of young girls who were sent to a shelter in Kleppjárnsreykjum against their will to improve their moral awareness. The book is based on the diary of the shelter and other archival documents. The book is an unique and insightful account of a turbulent time in the history of the nation.
Vel skrifuð og fróðleg frásögn af ástandsmálinu á stríðsárunum. Nýlega opnuðust skjalasöfn sem vörpuðu nýju ljósi á aðgerðir stjórnvalda en því miður valda persónuverndarsjónarmið því að Bára gat ekki haft samband við þolendur til að kanna hvort þeir vildu láta sögu sína birtast í leit að réttlæti. Bára fjallar hér sérstaklega um aðgerðir stjórnvalda gegn ungum stúlkum en dómur samfélagsins féll engu að síður á fullorðnar konur og voru konurnar, stúlkurnar og jafnvel börn þeirra markaðar honum áratugum saman.