Ból er eldheit og grípandi átakasaga um ofurást og hjartasorg, styrk og uppgjöf, listilega stíluð og byggð svo úr verður magnað og margbrotið skáldverk. Líneik Hjálmsdóttur – LínLín – er ekki fisjað saman. Hún hefur stigið ölduna í stórsjó lífsins og stendur enn keik þrátt fyrir sáran missi og þung áföll. En nú er komið að ögurstund. Náttúran fer hamförum rétt við sælureitinn hennar í sveitinni, hjartastaðinn sem foreldrarnir byggðu upp og ræktuðu. Einbeitt heldur hún til móts við ógnina sem engu eirir – og fortíðina um leið: minningarnar, ástina, leyndarmálin og sorgirnar stóru. Steinunn Sigurðardóttir hefur skrifað fjölda óviðjafnanlegra verka sem hafa notið verðskuldaðra vinsælda. Skörp sýn hennar á mannlega náttúru, beitt skopskyn og leiftrandi stíll heilla lesendur og ný skáldsaga frá henni sætir ávallt tíðindum.
Steinunn Sigurðardóttir was born in Reykjavík in 1950. She finished her Matriculation Examination at the Reykjavík Higher Secondary Grammar School in 1968 and a BA in Psychology and Philosophy at the University College in Dublin in 1972.
She published her first book, the poetry collection Sífellur (Continuances), 19 years old and received immediate attention. In 1995 she received the Icelandic Literature Prize for the novel Hjartastaður (Heart Place). Her books have been translated into other languages and a French movie based on the novel Tímaþjófurinn (The Thief of Time) premiered in 1999.
Sigurðardóttir was a reporter at the Icelandic National Broadcasting Service (RUV) and a news correspondent with intervals from 1970-1982. She has also worked as a journalist and written programmes for radio and television.
Steinunn Sigurðardóttir has lived for long and short periods of time in various places in Europe, in the US and in Japan. She currently divides her time between France and Iceland. She has one grown-up daughter.
Fín saga en aðalpersónan er gjörsamlega óþolandi og ég er ekki alveg sannfærð um að höfundur sé meðvitaður um það? Eða hvað? Hrokafull kelling og orðin sem hún notar, guð minn góður! Pabbateppi og Eyjójeppi og Hansi MINN o.s.frv... ég átti mjög erfitt með hana. Allt þurfti að eiga sér nafn til að gera það heimilislegra einhvern veginn og það varð svo þreytt, „á langagangi“, af hverju ekki bara „á ganginum?“ (öll bókin er svona). Hef líka aldrei þolað persónur sem eru svona ástsjúkar sbr. Tímaþjófurinn og Werther ungi. EN sagan hélt mér og vistarverurnar sem lýst er heilluðu mig. Núna verð ég að eignast bústað.
úff fannst þessi svo leiðinleg, ekkert eðlilega niðurdrepandi. veit ekki hvað skal segja, aðalpersónan er óþolandi og og textinn fullur af tilbúnum orðum sem lætur hana hljóma bæði barnalega og tilgerðarlega í senn. það voru einhverjir spennandi þræðir inn á milli en ekki nóg til að halda manni við. hef aldrei verið jafn lengi að lesa stutta bók.
Steinunn Sigurðardóttir er fyrir löngu orðin einn af hornsteinum íslenskra bókmennta og verk hennar hafa notið fádæma viðurkenningar innan sem utan landsteinanna. Um vinsældir hennar sem höfundar þarf því vart að tíunda en eitt af því sem er athyglisvert er að Steinunn er síður en svo að hægja á sér nú þegar hún er komin vel inn í síðari hálfleik ferilsins heldur virðist hún ætla að gefa í og hefur á undanförnum árum sent frá sér hverja bókina á fætur annarri sem sumar hverjar eru með hennar bestu verkum. Ból er tólfta útgefna skáldsaga Steinunnar og hlaut nýverið Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki skáldverka.
Í Bóli segir frá bókmenntaþýðandanum Líneik Hjálmsdóttur, kölluð LínLín, sem hefur „stigið ölduna í stórsjó lífsins og stendur enn keik“, eins og segir í káputexta. Frásagnarmáti skáldsögunnar sver sig í ætt við mörg fyrri verk Steinunnar, en sagan er sögð í fyrstu persónu eintölu frá sjónarhorni Líneikar og fjallar um þemu sem Steinunn hefur fengist við allan sinn feril; ástina, sorgina, lífið og dauðann. Ból er ekki löng bók, rétt rúmar tvöhundruð síður, en hér er þó á ferðinni skáldsaga sem er bæði stærri og dýpri en síðufjöldinn gefur til kynna, sannkallað stórvirki. Maður finnur það nefnilega við lestur Bóls að hér skrifar höfundur á hátindi ferils síns, skáld sem hefur fullkomin tök á bæði stíl og uppbyggingu. Þetta er jafnframt bók sem maður les hægt, því jafnvel þótt framvindan sé spennandi þá er hver síða svo hlaðin orðkynngi og prósinn svo lifandi að lesandi verður að hægja á sér til að missa ekki þráðinn.
Ótrúlega falleg og eiginlega bara stórkostleg bók sem ég mun lesa aftur. Mér fannst hún krefjandi til að byrja með, þurfti að hafa alla athyglina við lesturinn til að þurfa ekki að lesa hverja blaðsíðu þrisvar. Eftir því sem ég komst lengra inn í bókina varð hún auðveldari og meira flæði á lestrinum svo ég er fegin að hafa ekki gefist upp. Ég átti erfitt með að leggja bókina frá mér og ég upplifði mikið af djúpum tilfinningum við lesturinn, en það gerist ekki oft. Ég mun hugsa um þessa bók næstu dagana og hvetja systur mínar og mömmu til að lesa hana. Mæli 100% með henni. 5 stjörnur.
Ég varð fyrir allskonar sorgum við lestur þessarar bókar og fann til mjög með LínLín. Að henni sé skammtað þetta hlutskipti í lífinu gerir heldur betur lesanda harmi lostinn, en sagan býr einnig yfir svo mikilli fegurð og unun af náttúrunni að ég átti erfitt með að setja bókina niður. Nútími Íslands segir mikið til sín, en sorgartilfinningin sem hér ræður virðist jafnframt tilheyra eldri tíð eða þá því gamaldags söguefni kvöldvakna, þrungin leyndarmálum og öllu því ósagða.
Elsku Steinunn kemur ávallt óvænt til leiks með sinni orðasnilld. Mikið lifandis skemmtilegur lestur um átök lífs og dauða. Ástar og missis. Sorgar og gleði. Náttúrunnar og mannsins.
Tregafull og ljóðræn. Gullfallega skrifuð eins og allar bækur Steinunnar. Mörg kunnugleg stef úr öðrum bókum hennar. Ból minnti mig stundum á Tímaþjófinn. Aðalpersónan, LínLín er nett óþolandi, og fyrir vikið verður hún trúverðugri. Saga sem lifir áfram
Ekki alveg viss um þessa bók. Finnst erfitt þegar ákveðnir þræðir sem maður bíður lengi eftir að séu útskýrðir séu það aldrei fyllilega, sbr margt með dóttur hennar og samband sögupersónu við móður sína sömuleiðis. En fannst lýsingar skemmtilegar og húmor í textanum.
Fór höktandi í gang. Þurfti að hafa mig alla við að halda áfram, en flæddi betur þegar á leið.
Fjallar um sorg og missi sem og ástir sem aldrei urðu.
Finnst Ból koma úr litlum menningarafkima ákveðins hóps þar sem skylda er að tala helst 4-5 tungumál og þekkja vísanir í helstu skáldverk heimsbókmenntana sem og klassískrar tónlistar. Sem getur verið skemmtilegt en lét mér hins vegar oft líða eins og ég væri að missa af einhverju og aftengdi mig oft frá bókinni.
Verð samt að segja að lok bókarinnar komu mér á óvart, bjóst við öðrum endalokum.
Að lokum, í Ból er svo minnst nokkrum sinnum á textann á Einn fíll lagði af stað í leiðangur, og ég hélt alltaf að það væri lipur var hans fótgangur en Steinunn segir lipur var ekki hans fótgangur. Og nú veit ég ekkert hvort þeir voru liprir eða ekki!
Aðalpersóna sögunnar er LínLín, sem er þýðandi að atvinnu. Hún hefur misst marga ástvini, þar á meðal einkadóttur sína, og nú stefnir í að hraun muni flæða yfir sælustað fjölskyldunnar, sumarhús sem foreldrar hennar byggðu. Hún þarf að ákveða hvernig hún ætlar að bregðast við og í leiðinni rifjar hún upp ýmis atriði í fortíðinni. Mér fannst þessi saga hæg á köflum en smám saman er flett ofan af leyndarmálum og fyllt í götin í sögu LínLín, vina hennar og fjölskyldu. Mér fannst seinni hlutinn betri og ég var spennt að vita hvernig sagan myndi enda.
ég er búin að vera merkilega lengi með þessa í láni — fannst erfitt að tengja við textann, festa augun. En fannst þetta mjög áhugavert premis. Loksins kláraði ég hana í einni beit, finnst margt fallegt og margt kannski ofar mínum skilningi. Lunkin bók og það er eitthvað kunnuglegt þessa konu úr bókum Steinunnar. Fann ákveðinn samhljóm með Ból og Ferðalokum Jónasar H. skemmtilega langsótt kenning hjá mér. En getur verið að ég sé að skynja heimþrá hjá Steinunni. Annars finnst mér að allir bókmenntaþýðendur ættu að hafa efni á 1200 evru tepottum og húsi með sjávarútsýni úti á Nesi ;)
5 stjörnur á allar bækur sem ég er til í að lesa aftur. Þessi er uppfull af skemmtilegum nýjum orðum þó svo að stundum keyri aðeins um þverbak hjá aðalpersónunni okkar henni LínLín. En hún vinnur með orð og það gerir Steinunn líka og við hin verðum bara að halla okkur aftur og njóta. Maður sogast inn í heiminn við Lurkalæk og mikið vona ég að grjótfljótið hafi beygt framhjá Sælubóli.
Ég komst aldrei almennilega yfir það hvað sögumaðurinn LínLín er hrokafull og uppskafningsleg, hún fór í taugarnar á mér alla söguna. Orðskrúðið var líka alveg að drepa mig framan af en annað hvort vandist það eða hugsanlega minnkaði það. En ég þurfti virkilega að hafa mig í að halda áfram um miðbik sögunnar. Seinni hlutinn var mun betri.
Smá vonbrigði með þessa bók. Finnst ekki mikil dýpt á bak við helstu persónur. Textinn samt á köflum vel læsilegur en inn á milli frekar stirður. Sögusviðið svolítið útþynnt enda þótt það sé freistandi að nota nýlega atburði á Reykjanesskaganum í bakgrunni.
Ástin og sorgin og ástarsorgin. Bók um hinar mörgu hliðar ástarinnar. Sterk bók. Orðsnilldin stundum full mikil. Lýsingar á landi og lífi við Lurkalæk magnaðar.
Þetta er mjög fallega skrifuð bók sem fjallar um ástina í öllum sínum myndum og leyndarmálin sem geta eyðilagt. Endir bókarinnar er sérstaklega flottur.
Svo óskaplega fallega skrifuð bók. Hvert orð er sem konfekt fyrir skynjun og skilning. Þessa bók þarf að lesa aftur bara til að njóta leiks Steinunnar að tungumálinu.
Afskaplega vel skrifuð bók en of sorgleg fyrir mig. Þvílíkur harmur það er að vera Línlín sem er heitbundin þeim látnu sem elskuðu hana svo mikið. Heppin er hún að hafa verið elskuð af pöbbum sínum.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Mér fannst hún ekkert mjög skemmtileg. Leiddist aðalsöguhetjan og það pirraði mig ósegjanlega öll orðin sem skrifuð voru í hástöfum. En það var samt eitthvað við hana sem varð til þess að ég kláraði.
Ból er eins og framhald af nokkrum fyrri sögum Steinunnar. Fullorðinsleg alvara. "Allt er ÖNNUR SAGA" (bls.108) eins og segir að við komumst að þegar líður á ævina. Um hvað við erum, hver við erum, fléttað inn í söguþráð sem er nálægur í umræðunni, kynhneigð og eldgos. En of mörg ný orð sem eru stundum fín en oftar tilgerðarleg og skapa stirðleika.