Því dæmist rétt vera er safarík saga um glæp og refsingu í litlu sjávarþorpi fyrir tvö hundruð árum. En það skyldi þó ekki vera að sá hjari veraldar sé í raun réttri nafli alheimsins?
Í Tangavík ríða hættulegar hugmyndir húsum, hugmyndir um réttlæti og jöfnuð. Á laun ráðgera menn að losa hina ríku við auðinn sem íþyngir þeim en þegar látið er til skarar skríða er yfirvöldum ekki skemmt. Glæpir ógna gildum samfélagsins og mikið liggur við að bæla niður mótþróa og uppreisnarhug; finna hina seku, dæma hart og refsa grimmilega.
Hér eru litríkir þræðirnir úr seinustu sögu Einars, Skáldlegri afbrotafræði, spunnir áfram í ýmsar áttir, atburðarásin fer í kollhnís og kraftstökk yfir ár og aldir, skáldskapur og sagnfræði togast á um satt og logið, rétt og rangt – og allt fellur þetta saman í töfrum slunginn vef að hætti höfundarins.
Einar Már Guðmundsson hefur skrifað tugi vinsælla skáldverka og hlotið fyrir þau ýmis verðlaun. Bækur hans hafa verið gefnar út víða erlendis en sérstakrar hylli nýtur hann í Danmörku þar sem nýrra verka hans er jafnan beðið með óþreyju.
Einar Már Guðmundsson received a B.A. in Comparative Literature and History from the University of Iceland in 1979, after which he moved to Copenhagen to do graduate work in Comparative Literature at the University of Copenhagen.
Einar's first book, the collection of poetry Er nokkur í kórónafötum hér inni? (Is Anyone Here Wearing the Korona Line?), appeared in 1980. In 1985 he received first prize in a literary competition held by Almenna Bókafélagið, Book Publishers and Book Club, for the novel Riddarar Hringstigans (The Knights of the Spiral Staircase). His books have been translated into several languages and the widely acclaimed novel Englar alheimsins (Angels of the Universe) received the Nordic Council's Literary Award in 1995. Friðrik Þór Friðriksson's movie which is based on the book premiered in Reykjavík on New Year's day in the year 2000. Einar is currently living in Reykjavík. He is married and has five children.
Sérstakur frásagnastíll, stundum ansi endurtekningarsamur. Skemmtileg saga og áhugaverðar sögupersónur þó mér fannst fara of mikill tími í að lýsa persónum sem komu sögunni ekki beint við.
Áhugaverð saga af lífi, oftast frekar erfiðu og endasleppu, fjölmargra persóna á fyrri hluta 19. aldar. Frásagnarstíllinn er sérstakur, eins og sagan sé mælt af munni fram frekar en skrifuð, og mikið um endurtekningar og flækjur. Frásögnin oft skemmtileg, en stíllinn verður þreytandi.
Var ekki að fýla frásagnarstílinn. Þreytandi fram og til baka og í kringum allt án þess að orða hlutina beint. Þessi bók stendur ekki ein og sér það er næsta víst.