Í miðjum Jónsmessufagnaði í bænum Stenräsk flýtur lík upp úr Köldumýri. Í fyrstu er talið að þetta sé lík eiginkonu lögreglustjórans Wikings Stormberg sem hafði horfið fyrir mörgum árum. En svo kemur í ljós að líkið er af karlmanni. Það hafði verið fest við botn mýrinnar með stiku í gegnum hjartað – eins og í vampírusögu.
Við rannsókn málsins hverfur Wiking á vit fortíðarinnar og sogast óvænt inn í eigin fjölskyldusögu þar sem ískyggileg leyndarmál opinberast honum í fyrsta sinn. Mögnuð spennusaga um ofbeldi og þrár, kúgun og arðrán – á fólki jafnt sem náttúru.
Veðrafjall er sjálfstætt framhald metsölubókanna Heimskautsbaugur og Kaldamýri sem hlotið hafa einróma lof gagnrýnenda. Bókin kemur út í sama mund á öllum Norðurlöndum.
Verðlaunahöfundurinn Liza Marklund er óumdeild drottning norrænna glæpasagna. Bækur hennar hafa selst í yfir 23 milljónum eintaka og meðal annars komist í efsta sæti metsölulista New York Times.
„Liza Marklund kann þá list að skrifa glæpasögur ... Enginn verður fyrir vonbrigðum með þessa nýju bók hennar. ... Heildareinkunn: 5 – Frábær!“ BTJ
Scandinavia’s undisputed queen of crime fiction, Liza Marklund is the No. 1 international bestselling author of the Annika Bengtzon series.
Liza Marklund was born in 1962 in the small village of Pålmark, close to the Arctic Circle in Sweden. She is an author, journalist, columnist, and goodwill ambassador for UNICEF. She is also co-owner of Piratförlaget, one of Sweden’s most successful publishing houses. Since her debut in 1995, Liza Marklund has written eleven novels and two nonfiction books. Liza co-wrote the international bestseller The Postcard Killers with James Patterson, making her the second Swedish author ever to reach No. 1 on the New York Times bestseller list. Her crime novels featuring the gutsy reporter Annika Bengtzon have sold more than 13 million copies in 30 languages to date.
Liza Marklund worked as an investigative news reporter for ten years and as an editor in print and television news for five. Today, she also makes documentaries for television and writes for various newspapers. Her topics are often women and children’s rights. Liza has made documentaries about children with HIV/AIDS in Cambodia and Russia, and a series about domestic violence, Take a Little Beating.
Liza is also a popular columnist since 20 years. Her columns have appeared in various Swedish and international newspapers and magazines, including Financial Times in the UK, Welt am Sonntag in Germany, Dagbladet Information in Denmark, and Ilta-Lehti in Finland. She is a regular columnist in Swedish tabloid Expressen and Norwegian daily Verdens Gang. Today, Liza and her family divide their time between Stockholm in Sweden and Marbella in southern Spain.
Frekar lélegur krimmi, það var eiginlega engin spenna í honum. Efnið er samt áhugavert; virkjun sem eyðileggur samfélagið. Þýðingin er ekki nógu góð ef hún hefði verið betri hefði ég kannski bætt einni stjörnu við.
Þétt saga. Þriðja bókin í seríunni. Margt svo heillandi við þennan heim sem Marklund skapar í norður Svíþjóð. Kalda stríðið og allskonar sem fléttast inní þennan heim. Mæli með þeim öllum.
Það á ekki að flokka þessa bók sem glæpasögu eða krimma. Ég hefði eflaust notið hennar meira ef ég hefði lesið hana undir formerkjunum ‘fjölskyldusaga’ eða ‘söguleg skáldsaga’.