Sturlaugur var ein skærasta stjarna íslenska myndlistarheimsins á yngri árum og stefndi á heimsfrægð þegar hann hvarf af hinu opinbera sviði. Fimmtán árum síðar snýr hann aftur með verk sem setur alla heimsbyggðina á hliðina. – Bragi Páll hristir hér hressilega upp í lesendum eins og í fyrri bókum sínum með beittum húmor og áleitnum spurningum.
KJÖT er ágeng saga sem fjallar um óseðjandi holrúm og fórnir sem listamenn eru tilbúnir að færa til að sinna köllun sinni.
mmm ok vá ég er eiginlega bara orðlaus og veit ekkert hvað mér finnst. byrjaði að lesa hana fyrir smá síðan en þurfti að taka mér pásu því mér fannst hún svo ógeðsleg og var að klára núna. veit ekkert hvað ég gef henni í einkunn, hún er ekki fyrir alla en hún er stútfull af spennandi pælingum um listsköpun, tilgang, kapítalisma, eigingirni og fórnir. dýrka braga og fannst bæði austur og arnaldur indriðason deyr snilld en er að eiga töluvert erfiðara með þessa, fannst aðalkarakterinn óþolandi en hann náði mér á sitt band, allavega að einhverju leyti, í seinni hlutanum.
Það er eiginlega farið að fara brjálæðislega mikið í taugarnar á mér hvað svín eru blætisgerð í svona ógeðs-skáldskap. Eins og í Black Mirror þættinum, guð. Af hverju er svona auðvelt fyrir fólk að líta niður á svín? Skil það upp að vissu marki í þessari bók út af pælingum um að kjötið sé með svipaða áferð og mannakjöt en saaaaamt…. Langar bara að horfa á Babe og finnast svín krúttleg og æðisleg.
Ég hugsaði líka mikið við lesturinn um bilið milli listamannsins og áhorfandans. Sérstaklega varðandi sjúk verk, sem nær þá bæði yfir gjörninginn hjá herra Lauja og skrif Braga Páls. Því þegar einhver skapar svona viðbjóð, hver er pervertinn? Sá sem tekur þátt eða sá sem datt þetta fyrst í hug? Kannski er okkur frekar tamt að aðskilja rithöfunda frá bókum sem þeir skrifa en myndlistarmenn frá gjörningum — en ég leyfði mér samt að hugsa: Goddamn hvað það er eitthvað fráhrindandi að láta sér detta eitthvað svona í hug. En samt tek ég viljugan þátt, tók bókina á bókasafninu og las hana til enda. Enda kveikir hún upp í manni einhverja pervertíska forvitni. Svo hver er pervertinn? Bragi Páll skrifari eða Guðrún lesandi?
Besta bók sem ég hef lesið lengi og besta bók Braga til þessa.
Spurningar um lífið og listina. Fórnirnar sem listamenn og konur færa til gleðja og/eða sjokkera okkur hin. Einna mest tengdi ég við pælinguna hvort einhver setji okkur á færiband (glötunar eða gleði?) eða hvort við settumst bara á það sjálfviljug.
Ef það er einhver bók sem á skilið góða umfjöllun og gagnrýni, þá er það Kjöt.
Ég er ástfanginn af skrifstíl og hugmyndunarafli Braga Páls. Þú þarft að vera fáránlega góður rithöfundur til þess að kveikja svona mikla ógeðstilfinningu hjá lesendum.
Rugl góðar pælingar varðandi kapítalismann, þörf fyrir frama, græðgi og hversu ruglaður listaheimurinn getur verið.
Svo áhugaverðir karakterar og þróun þeirra í gegnum bókina!
Sammála Kolbrúnu Huldu, A24 plísss gera bíómynd úr þessari bók.
Hlakka til að þvinga alla til þess að hlusta á mig tala um þessa bók næstu 2 vikur.
Áhugaverðar vangaveltur um listina og listina sem fjárfestingu. Fyndin. Vel sett upp og dregur lesandann áfram. Síðustu kaflarnir frekar fyrirsjáanlegir og smá svekkjandi miðað við fyrri hluta bókarinnar.
Besta bók Braga hingað til. Það er eitthvað svo innilega mennskt við allt sem Bragi skrifar og þegar sagan byrjar að reykspóla af stað er maður gjörsamlega gripinn með. Maður veit hvað mun að öllum likindum gerast, en það kemur manni samt á óvart. Ég og Laui verðum sama manneskjan í smá stund
This entire review has been hidden because of spoilers.
Leið framan af eins og þetta stefndi í algjöra neglu (4+ stjörnur) Hugmyndirnar góðar, textinn spennandi og fyndinn. En svo fannst mér hún leiða mann fullsnemma að endastöð án þess að þræðir fengju að leysast nægilega vel og þannig að krafturinnn færi dálítið úr henni.
Það er tvennt sem ég er hrædd við: læknar sem gera tilraunir á fólki og mannætur. Þessi bók var eins og mín versta martröð. Mér er ennþá svolítið ómótt eftir lesturinn Ég var alveg aðdáandi Braga fyrir þetta en mér finnst þetta besta bókin hans. Ólíkt fyrri aðalpersónum hafði ég samkennd með Laua, þó svo hann sé óþolandi misheppnaður gæi. Mæli með fyrir fólk sem fílar líkamshrylling og vill vera uppfullt af vanlíðan á með það les
stórkostleg bók! Bragi er svo sniðugur. Kjöt hefur að geyma svo þarfa ádeilu á listasnobb. það að Braga hafi tekist að gera söguna svona grípandi þrátt fyrir að hafa í rauninni sýnt okkur öll spilin sín strax í upphafi er magnað. finnst líka iconic að húðflúrið hans Lauja hafi verið forspá fyrir lokakafla bókarinnar. chefs kiss (pun intended)
This entire review has been hidden because of spoilers.
Hmm, alveg spennandi en líka bara frekar sorgleg :( þoldi ekki byrjunina og þessa endalausu refrencea í listasögu fannst það koma út svo arrogant og besserwisser eitthvað…… eeen var búin að undirbúa mig mjög undir allt þetta ógeð svo mer fannst hun ekkert rosa ógeðsleg og varð aldrei óglatt eða neitt slíkt…. Hlakka til að spjalla um þessi bráðum við einhvern sem hefur lesið…
ojjjjjojojoj ég fékk draugaverki í neglurnar og hnakkann undir lokin.
Markmiði rithöfundarins var 100% náð! Hann náði til dæmis að útskýra Feneyjartvíæringinn og allt umstangið í kringum hann mjög vel (gaman því ég var að lesa bókina, að sitja yfir íslenska skálanum á Tvíæringnum) en GMG hvað Laui er ÓÞOLANDI. bless! Hef verið í kringum allt of mikið af svona sjálfumglöðum kámugum karlalistatýpum til þess að vilja eyða meiri tíma með þeim (hvort sem það sé í alvörunni eða með því að lesa)
En eins og ég segi, markmiði algjörlega náð, bara nasty
Endirinn mun betri en á fyrri tveimur bókum hans, en kaflar 19-26 var ég við að detta út, svo fer allt af stað. Ekki jafn fyndin og Arnaldur Indriðason deyr en magnaðar hugmyndir um list og tilgang hennar.
Það er magnað að þrátt fyrir að stórri sprengunni er varpað í byrjun og maður semi veit hvert þessi saga mun fara og enda, þá kemur bókin manni sífellt á óvart. Það er rosaleg hæfni að ná að skrifa svona jarðtengda bók um eins óþægilegt efni.
Þrátt fyrir að bókin sé óþægilega ógeðsleg á köflum þá fokkaði það mig meira upp hvað sjálfshatrið og þunglyndið Lauga var raunverulegt.
Stórkoslegt að lesa bók sem er eins grótesk, erfið og fjallar um dökka hluti sé svona ógeðslega fyndinn og manneskjuleg líka. Ég gretti mig og hló á víxl og felldi tár (bæði úr hlátri og gráti).
Ég mun ekki geta hætt að hugsa um þessa bók lengi.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Kjöt byrjar á svipuðum nótum og síðustu tvær bækur Braga, ógeðslega. Hún er ekki fyrir viðkvæma (eða kannski ættu viðkvæmir sérstaklega að lesa Braga til að lesa í sig smá kjark?) En þó svo að viðfangsefni bókarinnar sé viðbjóðslegt dregur töluvert úr beinu ógeði fljótlega eftir byrjun bókarinnar. Viðbjóðurinn hangir samt yfir öllu allan tímann þó hann sé ekki jafn mikið "in your face" og í síðustu bókum.
Mér finnst konseptið í Kjöt magnað. Það eru þarna allskonar fléttur og þræðir og sagan er áhugaverð. Nýstárleg klárlega. Bragi er alltaf ferskur og veldur ekki vonbrigðum frekar en fyrri daginn.
En mér finnst samt eins og Bragi hafi ekki náð að lenda útfærslunni á þessu konsepti fullkomlega. Kannski eins og Laugi sjálfur í lokin? Mér finnst pínu eins og endirinn hafi orðið svolítið hraðsoðinn. Ég er mikill talsmaður þess að bækur séu ekki of langar en þessi hefði sennilega mátt vera aðeins lengri!
Þetta er samt góð bók og ég las hana á þremur kvöldum og mæli heilshugar með henni. Hugsa að ég myndi gefa henni 3,75 stjörnur ef kerfið biði upp á það.
Var byrjaður á umsögn sem ég glataði og ætlaði ekki að nenna að endurskrifa - svo langar mig bara svo til að koma frá mér nokkrum punktum. Bragi sýnir trompið strax á fyrstu blaðsíðu - aðalperónunni langar til að láta borða sig - restin er svo viðbragð lesandans við því. Það rennur upp fyrir lesandanum á undan söguhetjunni að söguhetjan er ekki við stjórnvölinn heldur er hann viðfang annars listamanns og er sjálfur efniviðurinn. Þar eru nokkur kúl element en mér finnst að betur hefði mátt fara með það hvað og þá hvernig Laugi verður þessu leiksoppur sem hann endar sem. Sérstaklega með tilliti til Dunki. Öll hennar saga og baksaga er steikt og sumt klaufalegt. Nema ég kunni bara ekki að beta snilldina sem felst í því að trúðurinn verði að skúrkinum.
viðurkenni ég mér hefur alltaf fundist bragi vera trúður úr fjarlægð þá á ég ekki við útlitið þó það sé dáldið trúðslegt heldur skoðanir og hvað hann gerir. ég ver þó að viðurkenna að bókin kemur allt í lagi á óvart það er amk shockvalue i henni. mikið ógeð og ádeila. Það er bara plús í minni bók en viðurkenni samt eg held að bragi ætti kannski að láta skoða á sér hausinn aðeins hahaha. Niðurstaða fínasta skemmtun en ekki nikið meir plús fyrir ógeð en smá mínus fyrir að vera ekki nógu vel skrifuð.
Fannst Arnaldur Indriðason Deyr algjör snilld þannig ég ákvað að lesa þessa bók. Þó að þetta sé sami höfundur og svipuð sýra þá náði kjöt aldrei jafn hátt.
Kjöt var óþægileg lesning þar sem ég beið og beið eftir að þetta yrði einhvetíman fyndið en það gerðist bara í einum kafla og það er þegar fyrsta matarboðið er hefði viljað fleiri þannig kafla finnst skrítið að hafa bara fyrsta matarboðið og svo tvö síðustu.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Kjöt er ógeðsleg, sorgleg og fyndin. Mjög fín ádeila/skoðun á kjaftæðinu í kringum listabransann, smá eins og í bíómyndinni The Square, sem mér fannst geðveik. Lokakafli Kjöts situr enn í mér. Kjöt er bók sem gæti jafnvel fengið þig til að hætta að borða kjöt. Fimm stjörnur að sjálfssögðu.