Jump to ratings and reviews
Rate this book

Borg hinna dauðu

Rate this book
Reykjavík býr yfir ótal leyndarmálum
Föstudagskvöld nokkurt í september yfirgefur hin nítján ára gamla Sigríður Bella Ólafsdóttir æskuheimili sitt við Dragaveg. Hún segir engum hvert hún er að fara. Þegar hún skilar sér ekki aftur heim hringja foreldrar hennar á lögregluna. Það er eins og jörðin hafi gleypt dóttur þeirra.

Tuttugu árum síðar finnast mannabein við uppgröft í húsagarði í austurbænum. Hörður Grímsson fer með rannsókn málsins. Í ljós kemur að um líkamsleifar Sigríðar Bellu er að ræða. Hrollvekjandi staðreyndir benda til þess að hún hafi verið myrt.

Það litla sem lögreglan hefur í höndunum um hvarf stúlkunnar er skýrsla sem var skrifuð í rannsóknardeildinni á sínum tíma. Að mati Harðar var rannsókninni mjög ábótavant. Fljótlega beinast grunsemdir lögreglunnar að ákveðnum einstaklingi en sannanir skortir og fara þarf að öllu með gát. Hinn grunaði má alls ekki fá veður af rannsókninni.

Hörð fer að gruna að fleiri stúlkur hafi verið myrtar. Hann óttast líka að morðinginn sé ekki hættur og hafi þegar valið sér næsta fórnarlamb. Lögreglan leggur nótt við dag við rannsókn málsins, enda er tíminn senn á þrotum og mannslíf í húfi.

381 pages, Hardcover

Published November 3, 2023

8 people are currently reading
42 people want to read

About the author

Stefán Máni

37 books101 followers
Stefán grew up in Ólafsvík and lived there until over the age of 20. After school he did general manual labour and service jobs. To name a few, he worked in the fishing industry, did building work, plumbing, gardening, was a security guard, a cleaner, worked with teenagers and cared for the mentally ill.
He has now written eight novels, the first coming out in 1996, Dyrnar á Svörtufjöllum (The Door in the Black Mountains).

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
61 (23%)
4 stars
137 (52%)
3 stars
57 (21%)
2 stars
5 (1%)
1 star
2 (<1%)
Displaying 1 - 18 of 18 reviews
Profile Image for Guðrún Gunnarsdóttir.
213 reviews7 followers
April 23, 2024
bara skemmtilegur yndislestur. Sérstaklega svona í prófa og ritgerðartíð, þurfti virkilega smá einhverja spennu og ógeð í líf mitt hahahaha. Samt líka alveg huuuuuge tw fyrir ítarlegar lýsingar á kynferðisofbeldi frá sjónarhorni geranda!!! Hún var líka alveg smá predictable en mér fannst samt alls ekki pointið i sögunni að vera með eitthvað huge plottwist. Bara solid:)
Profile Image for Magnús.
134 reviews2 followers
November 27, 2023
Þegar kemur að glæpasögum finnst mér mikilvægt að vita sem minnst um söguþráðinn áður en ég byrja að lesa. Þess vegna gæti ég þess að lesa ekki einu sinni aftan á bækur, hvað þá ritdóma sem oft eru barmafullir af Höskuldum án viðvörunar.
Þessi viðleitni mín borgaði sig enn og aftur þegar ég las nýjustu söguna um lögreglubangsann Hörð Grímsson. Bókina lagði ég varla frá mér í 3-4 daga, enda gríðarlega spennandi og vel skrifuð. Höfundur er ekki að eyða tíma í óþarfa flöff, allar lýsingar og atburðir eru til þess fallnar að auðga söguna og gæða hana lífi, en ekki til að teygja lopann.
Mín uppáhalds bók um Hörð síðan Grimmd. Það er spurning hvort Blóðdropinn rati heim í ár?
Profile Image for Siggeir.
75 reviews2 followers
January 1, 2024
Stefán Máni og Hörður Grímsson mynda saman ansi óárennilegt kombó þegar kemur að glæpasögum og toppa sig mögulega hér. Söguþráðurinn er æsispennandi þar sem Hörður er í kapphlaupi við tímann að leysa mál þar sem lesandinn veit meira en Hörður en samt tekst Stefáni að koma lesandanum reglulega á óvart.

Þegar þú lest bækur eftir Stefán eru nokkrir hlutir sem þú getur gengið að vísum og þeir eru allir hér:

- Þéttskrifaður söguþráður sem heldur þér við efnið allan tímann
- Dimmur og drungalegur viðbjóður í hóflegu magni
- Húmor í bland við viðbjóðinn
- Ítarlegar lýsingar á hverju einasta herbergi og húsgögnunum þar inni
- Drunur og hristingur í díselvélum, sem er alltaf drepið á
- Öllum mat er skolað niður
- Persónur urra reglulega
- Hár er gjarnan blautt eftir sturtu
- Þunga- og klassískt rokk. Aukaastig fást fyrir Peter Steele og Type O' Negative

Þegar þú ert búinn að skrifa 27 bækur á 27 árum eru sumir hlutir kannski orðnir að vana. Af hverju að breyta einhverju sem virkar? En þegar bók er orðin 380 blaðsíður mætti kannski tálga suma hluti niður, en hvað veit ég svo sem um að skrifa krimma?

Eins og þessar ítarlegu skýringar á sumum hlutum. Íslenskur lesandi hlýtur að vita hvað Gullni hringurinn er, eða hvað Munaðarnes er. Mér fannst þetta stinga mjög í stúf og truflaði mig pínu í lestrinum.

Raunar fannst mér textinn stundum svo ítarlegur að mér datt í hug að það væri einfaldlega hægt að taka hann upp og breyta í sjónvarpsþætti án mikilla breytinga. Sem ég held að væri geggjað. Hvenær fáum við Borg hinna dauða á Netflix?
Profile Image for Anna Karen.
192 reviews8 followers
December 8, 2023
Ég hef tilhneygingu til að gefa bókum eftir Stefán Mána 5 stjörnur, samt finnst mér þær allar mjög misjafnar að gæðum og skemmtanagildi, en það er líka það sem gerir Stefán Mána að góðum rithöfundi. Hann notar ekki formúlu, er pínu öðruvísi en allir hinir krimmahöfundarnir og stundum skín einkahúmor í gegn (einsog þegar hann skrifaði "rauðhærði risinn" amk einu sinni á hverri opnu útí gegnum heila bók). Það er alltaf eitthvað eitt við bækurnar hans sem heillar mig uppúr skónum, stundum er það aðalpersónan, stundum söguþráðurinn, stundum spennan, stundum hryllingurinn... en það er sjaldan allt.

Þess vegna vil ég taka það sérstaklega fram varðandi Borg hinna dauðu að hún er sennilega hans besta bók. Hún hefur allt, nema kannski hryllinginn, en það gerir hana bara aðgengilegri.
May 17, 2024
2,5/5 Æj veit ekki alveg, finnst mjög erfitt að dæma þetta. Mér fannst söguþráðurinn bara fínn og ekkert sem ég sofnaði yfir vegna leiðinda. Hins vegar finnst mér heldur mikið af klisjulegum lýsingum og orðatiltækjum og svo fannst mér hegðun og talsmáti persónanna cringe. Mér finnst Hörður einum of tilgerðarlegur og almennt bara allt mjög ótrúverðugt svo að þótt það væri auðvelt að halda áfram með söguna gat ég ekki kafað í hana.
Profile Image for Anna Kristín.
512 reviews5 followers
February 3, 2024
Fín spennusaga en hefði alveg þolað að vera aðeins styttri. Mér finnst Hörður mjög leiðinlegur gaur sem helst virðist vilja vera á eyðieyju. En samt les ég um hann með ánægju. Það er ekki alveg eins oft minnst á rauðhærða risann eins og oft áður og mér finnst það til bóta.
Profile Image for Kristín.
555 reviews12 followers
February 8, 2024
Hörður er mættur aftur og þótt hann sé stundum hálfgerður sauður þykir manni vænt um hann. Þessi bók er byggð upp svolítið öðruvísi en flestar hinar en það kemur ekki að sök. Þetta er sennilega einn besta bók Stefáns Mána.
Profile Image for Tara Ríkharðsdóttir.
37 reviews
September 4, 2025
Lofaði sjálfri mér að lesa 1 íslenska bók á mánuði til að halda orðaforðanum mínum. VÁ hvað þessi var spennandi síðustu 100bls ca. Var alltaf að bíða eftir svaka plot twisti, kom aldrei en hún var bara alveg að halda mér við útaf ég vildi svo mikið vita hvað gerist næst….3,5⭐️⭐️⭐️
Profile Image for Guðbjartur Magnússon.
12 reviews
December 27, 2023
Þessi hélt mér við lesturinn og las hana í einni lotu. Fínar fléttur og skemmtilegar lýsingar án þess að vera óþarflega nákvæmar eða langdregnar.
Profile Image for Brynja Baldursdóttir.
12 reviews
January 5, 2024
Spennandi glæpasaga sem hélt mér allan tímann, frábærir karakterar og þar fremstur í flokki Hörður Grímsson. Átti erfitt með að leggja þessa bók frá mér. Mæli með!
Profile Image for Sæunn Þórisdóttir.
15 reviews
January 9, 2024
Mjög spennandi. Varð aldrei langdregin alltaf eitthvað spennandi að gerast. Eitt atriði í stílnum sem mér líkaði ekki það var "hausahoppið" í lokin.
En 🏅 og ⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️
Profile Image for Sara Hlín.
465 reviews
February 23, 2024
Gömul bein finnast grafin undir húsvegg sem leiða Hörð á slóð raðmorðingja. Flott flétta og ferðalag sem við förum með Herði í.
Profile Image for Guðfinna Harpa.
138 reviews4 followers
January 24, 2024
Ánægð með Stefán Mána. Þessi bók er svolítið öðruvísi uppbyggð en margir krimmar hvað varðar þær upplýsingar sem lesandinn hefur á undan lögreglunni og það virkar bara vel.
Efnistök vekja lesandann til umhugsunar um vændi og mansal og þann viðbjóð sem þrífst í þeim málum hér uppi á eyju sem ætti að geta tekið mun betur á þeim málum. Hafa mögulega konur horfið hér sem við vitum ekkert um?
Hörður Grímsson er besti karakterinn í glæpasögum í dag og þó víðar væri leitað jafnvel. Hvílík snilldartýpa. Hann er reyndar samt ekki fastur í einhverri týpu, það er persónuþróun í gangi. Bestur!
Displaying 1 - 18 of 18 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.