Í heitasta landi heims skríða eðlur á veggjum, höfrungar leika listir sínar í sjónum og ljón standa á vegum. Þar búa vinirnir Drengur og Fiskur sem eru líkari en margan gæti grunað. Djúpvitur og hrífandi saga um óvænta vináttu, misskiptingu valds og auðs og fegurðina í óhugnaðinum; skrifuð af einstakri frásagnargleði og næmi fyrir mannlegu eðli.
Vigdís Grímsdóttir was born in Reykjavík on August 15th 1953. She graduated from the Iceland University of Education with a Teaching Diploma in 1973, received a BA-degree in Icelandic Studies and Library and Information Science from the University of Iceland in 1978, and a degree in Education from the Iceland University of Education in 1982. She was a candidate of Icelandic literature at the University of Iceland 1984-85. Grímsdóttir worked as an elementary- and college teacher in Reykjavík and Hafnarfjörður until 1990 but has since then focused almost exclusively on writing.
Her first book, the short story collection Tíu myndir úr lífi þínu (Ten Pictures from Your Life), appeared in 1983 and since then she has published collections of poetry, another collection of short stories, and novels, including one children's book. Vigdís has received various recognitions for her work and her books have been translated into other languages. Adaptations for theatre have been made of two of her novels and been performed both in Iceland and in Sweden. In 2004 a movie by Hilmar Oddsson, based on her novel Kaldaljós (Cold Light) premiered.
Vigdís Grímsdóttir has two grown up children. She lives in Reykjavík.
veit ekki alveg hvað mér finnst, kannski3,5 frekar, falleg saga en ég var samt mjög lengi að detta inn í hana, fannst hún samt alveg ná mér undir lokin, væri til í að tala við barn sem hefur lesið hana og heyra hvað þeim finnst hahahah
Ævintýri innávið eins og Stúlkan í skóginum. Ég naut hverrar stundar, treyndi mér þær og endurlas eins og margræð ljóð. Vináttan er dýrmæt í heimi þar sem gleðin er eins og ryk sem fýkur út í loftið og svör þeirra sem sitja við stjórnvölinn eru álíka og "Drottningar".
Óttaeyðirinn er eftirsóknaverður því "níðþung sannleikskorn verða fislétt" (118) og þá verður hægt að "... hlæja. Ekki hátt út í loftið. Heldur lágt inni í brjóstinu þar sem gleðihellarnir eru faldir þangað til þeir opnast og silfraður lækur streymir frá þeim um allan líkamann." (50).
Kannski verður lífið þannig "einhverntíma einhversstaðar seinna." (171)
Mögnuð bók, seiðmögnuð, marglaga. Nánast fantasía á yfirborðinu en undirliggjandi er ógnarstjórn, kúgun, ofbeldi og óviss framtíð. Bókin fjallar því um tilraunir til að lifa af. Saga Vigdísar kallast því á við hina hjartaskerandi sögu Pauls Lynch, The Prophet Song, um hina írsku Eilish sem reynir eftir bestu getu að bjarga fólkinu sínu. Fantasía Vigdísar lyftir alvarlegu söguefninu upp úr raunheimum, strákurinn hennar er mögnuð persóna og vangavelturnar dásamlegar. Sannkallaður yndislestur með mjög alvarlegum undirtón sem er vissulega þörf áminning til okkar hér í velsæld á hjara veraldar.
Byrjar rólega en á áhugaverðan hátt sem grípur lesandann. Endirinn minnir á Galdrakarlinn í Oz nema ekki jafn ævintýralegur endir. Mikilvæg umfjöllun um misskiptingu, stéttaskiptingu o.fl. Sagan á að gerast í Djíbjútí sem er mjög fjarlægt Íslandi og því er e.t.v. of auðvelt að leggja bókina frá sér og taka innihaldið ekki til sín, ,,svona gerist ekki á Íslandi" hugsunarhátturinn.
Nútíma ævintýri frá einum af okkar betri höfundum. Þetta er ekki svona “og lifðu svo hamingjusamlega upp frá því” ævintýri. Þetta er talsvert harðara og raunverulegra ævintýri en svo, ef raunveruleiki er yfirleitt orð sem maður á að setja við sögu um vinskap drengs og talandi fisks, en samt gengur það alveg upp. Flott, stutt bók.
Ljóðrænn texti sem líður fallega áfram. Ævintýrið lýsir grimmum verueika þar sem bæði dýr og menn eru beitt órètti og þjást. Það virðist vera von í vináttunni, en spurning hvort það var ekki bara tálsýn … “ekkert er nema næstum því eins og það er”
Það var ekki fyrr en í miðri hlustun (Storytel) að ég áttaði mig á ég væri líklega að hlusta á barna-og unglingabók. Virkilega falleg saga um einmanaleikann og erfiðleika en líka fegurðina í einstakri vináttu og fallegum samskiptum.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Fyrir beitta ádeilu á misskiptingu, óréttlæti og einvald forréttinda fær Vigdís stóran plús. Hins vegar náði minn lestur sér aldrei á flug í verki sem minnti helst á barnaverk á sýrutrippi. Fljótlesinn og ekki of löng, sem betur fer.