Ósýnileg ólaunuð yfirumsjón og endalaus tilfinningaleg ábyrgð á heimilis- og umönnunarstörfum er þriðja vaktin. Vakt sem konur standa oftast einar með áþreifanlegum og alvarlegum afleiðingum. Þessi bók er fyrir fólk sem vill jafnrétti á eigin heimili.
Góð lesning til að átta sig á vandamálinu og byrja vinnuna við að leysa það. Mæli sérstaklega með bókinni fyrir karlmenn sem virkilega vilja vera góðir makar!
mikilvægt innlegg í nauðsynlega umræðu. Höfundar eru hafsjór af upplýsingum og reynslusögurnar sem fylgdu með gáfu umfjölluninni meira vægi. Mér fannst samt vanta herslumun á uppbyggingu bókarinnar, hún er á köflum endurtekningasöm og vantar aðeins meiri slípun