Kalmann Óðinsson situr í haldi FBI og skilur hvorki upp né niður.Dagsferð hans með bandarískri fjölskyldu sinni til Washington D.C. hlaut óvæntan endi og allt í einu liggur heil ósköp á að senda hann aftur heim til Íslands. En þar ríkir engin lognmolla Morð er framið og virðist tengjast atburðum frá tímum kalda stríðsins. Og hver skyldi best til þess fallinn að rannsaka málið? Korrektomúndó. Það er að sjálfsögðu sjériffinn á Raufarhöfn.
Kalmann og fjallið sem svaf er framhald verðlaunabókarinnar Kalmann sem kom Raufarhöfn á heimskortið og hefur verið þýdd á fjölda tungumála. Bókin komst á metsölulista Der Spiegel, hlaut Crime Cologne-glæpasagnaverðlaunin og var tilefnd til Specsavers-verðlaunanna sem besta frumraunin og Petrona-verðlaunanna sem besta þýdda norræna glæpasagan.
Frumleg, vel skrifuð og skemmtileg. Ég byrjaði á bókinni sama morgun og við fórum í bíltúr um Melrakkasléttu með stoppi á Raufarhöfn. Skemmtileg tilviljun :)
Kalmann með stóra hjartað. Skemmtilegt hvað Joachim nær að skrifa Kalmann vel, maður fær smá innsýn inn í hugarheiminn og persónan er svo viðkunnanleg á eigin forsendum. Tengt inn í raunverulega atburði. Mæli með.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Óvenjuleg söguhetja í krimma. Ýmist úti á þekju eða ótrúlega klár. Samfélagslýsingar snilld og vel skrifað og þýtt, en plottið í lokin heldur þunnt. Hvellur í bókstaflegum skilningi.
Hann er með einstakan tón, svo hrifin af söguhetjum, landssvæðinu og lýsingum hans - En umfram allt elska ég þennan óborganlega íslenska anda sem höfundur nær algjörlega og plottinu auðvitað! Frábær!