Jump to ratings and reviews
Rate this book

Hemmi Gunn : sonur þjóðar

Rate this book
Hann hló. Hærra og meira en við flest. Hafði einstakt lag á því að sjá það spaugilega í tilverunni. Samt var líf Hermanns Gunnarssonar enginn dans á rósum. Hann upplifði einelti, öfund og afbrýðisemi, missti ungur ástina í lífi sínu og Bakkus læsti snemma í hann klónum. Varð hans böðull. Öfugt við flesta drykkjumenn þurfti hann ekki aðeins að heyja þá baráttu fyrir framan fjölskyldu sína og vini heldur heila þjóð. Það er þungur kross að bera.

Hæfileika hafði hann á ýmsum sviðum. Varð þjóðþekktur þegar á unglingsaldri sem afreksmaður í íþróttum og síðar sem skemmtikraftur og fjölmiðlamaður. Fáir menn hafa haft betra lag á því að safna þessari þjóð saman - fyrir framan skjáinn. Enginn mátti missa af því þegar hann sló á létta strengi, faldi myndavél eða töfraði fram lífsspekina hjá blessuðum börnunum. Sjónvarp í sinni tærustu mynd. Eiginleiki sem kom engum á óvart nema hans eigin börnum. En þannig var hann, maðu rmótsagna. Óskasonurinn sem öllum Íslendingum fannst þeir þekkja en þekktu ef til vill ekki neitt.

372 pages, Hardcover

First published January 1, 2013

3 people want to read

About the author

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
1 (4%)
4 stars
3 (12%)
3 stars
12 (50%)
2 stars
5 (20%)
1 star
3 (12%)
Displaying 1 - 2 of 2 reviews
Profile Image for Kristjana Mjöll.
16 reviews
January 24, 2014
Sorgleg bók. Ekki vegna sögu Hermanns sjálfs heldur einfaldlega af þeirri ástæðu hvernig hún er sett fram. Áhugavert þótti mér að lesa það sem hann hafði sjálfur skrifað um líf sitt og Orri eflaust lagfært eins og þeir sem skrifa ævisögur annarra gera.
Það sem mér þótti sorglegt var eftirmáli höfundar sem og margt af svokölluðum sjónarhornum frá vinum og vandamönnum Hermanns sem höfundur ákváð að setja með fyrir aftan hvern kafla er hann vann bókina eftir lát Hermanns. Margt af sjónarhornunum er vissulega skemmtilegt að lesa og innihald þeirra fallegt en mikið af því eru hnýtingar og gagnrýni, og oft á tíðum ósmekkleg gagnrýni á manninn sem ekki getur svarað fyrir sig.
Ég skil ekki alveg tilganginn með því að setja ævisögu mannsins fram á þennan hátt. Hver sá sem fylgdist e-ð með lífi Hermanns í gegnum tíðina vissi að hann var ekki fullkomin og glímdi við sína djöfla. En hefði það ekki verið hans að ákveða hve miklu af því hann væri tilbúinn að tjalda fyrir framan alþjóð í ævisögu sinni? Hví þarf að hnýta í látinn mann sem ekki getur svarað fyrir sig?

Mörg þessara "sjónarhorna" og svo eftirmáli höfundar, eins og hann er skrifaður, finnst mér draga lífssögu Hermanns og þessa bók niður í svaðið.
Profile Image for Ragna Friðriksdóttir.
9 reviews3 followers
June 10, 2019
Ævisaga Hemma Gunn kom út árið sem hann dó, 2013. Hemmi var svo sannarlega sonur þjóðar, allir vissu hver hann var, allt frá leikskólabörnum til eldri borgara. Það eru fáir sem eiga slíkan feril sem Hemmi átti. Afburða íþróttamaður og farsæll fjölmiðlamaður og skemmtikraftur. Einkalífið var þó ekki jafn farsælt, Bakkus setti strik í reikninginn sem og ýmis áföll. Þetta hefði getað orðið frábær bók. Efniviðurinn er svo sannarlega til staðar en því miður þá tekst höfundi ekki að miðla efninu sem skyldi. Íþróttaferli Hemma er lýst með langdreginni kappleikjalýsingu og upptalningu á nöfnum. Lýsingin á barnæskunni er slitrótt. Stærsta áfalli lífs hans eru gerð skil á passívan hátt og það er mjög mikið um endurtekningar. Besti hluti bókarinnar er þegar samferðamenn hans tjá sig og þá sérstaklega börnin hans sex og vinur hans Halldór Henson. Ég hef á tilfinningunni að höfundi hafi ekki tekist að fá Hemma til að vera fullkomlega ærlegan eða að hann hafi ekki náð að vinna nógu vel úr efninu. Þetta er of mikið af beinum lýsingum, vantar tilfinningu í þetta og bókin er ekki nógu vel skrifuð. Vonbrigði.
Displaying 1 - 2 of 2 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.