Miklar hamfarir eru í uppsiglingu. Himinninn yfir Íslandi leiftrar og undarlegir sviptistormar geysa. Á bak við tjöldin ríkir glundroði og líkin hrannast upp.
Brá er einstæð móðir á skilorði sem býr hjá ölkærum afa sínum. Hún hefur snúið baki við nornaskapnum og reynir að lifa „venjulegu" lífi. Ekkert hefur spurst til móður hennar, miðilsins Bergrúnar Búadóttur, en sex ár eru liðin frá því hún steig yfir í heim vættanna. Líf beggja tekur stakkaskiptum þegar gamall andstæðingur krefur Brá um dýrmætan grip sem þó enginn nema Bergrún veit hvar er niðurkominn. Í kjölfarið hefst kynngimögnuð og spennuþrungin atburðarás sem leiðir mæðgurnar í ærna svaðilför. Þær hafa afar mikilvægu hlutverki að gegna.
Emil Hjörvar Petersen hefur sannað sig sem einn helsti fantasíuhöfundur Íslands. Eftir hann liggur rúmur tugur skáldsagna þar sem hann sýnir fádæma breidd og fléttar gjarnan saman sagnahefðum. Þar á meðal eru Saga eftirlifenda, Hælið og Dauðaleit. Handan Hulunnar er dáður bókaflokkur sem hófst með verðlaunabókinni Víghólum, hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og fangað hug og hjörtu fjölmargra lesenda. Mikil eftirvænting hefur verið eftir lokabókinni og nú er biðin á enda. Í Skuld ráðast örlög Bergrúnar og Brár.
Emil Hjörvar Petersen is an Icelandic author of speculative fiction. After publishing two poetry collections, his praised post-apocalyptic fantasy trilogy about the Norse gods who survived Ragnarök, Saga eftirlifenda (Survivors of Ragnarök), made him known as a pioneer in the SF&F genres in Iceland. The trilogy was published in 2010-2014. Afterwards, Petersen turned to writing a crime-fantasy series, a combination of Nordic Noir, urban fantasy and Icelandic folklore. The story follows a broke and divorced medium and her psychic teenage daughter getting caught up in crime investigations connected to supernatural beings. The first book, Víghólar (Crimson Hills), was published in 2016 and turned out to be a hit, it was awarded and optioned for a TV-show by leading Icelandic producer Sagafilm. Two more novels have been published in the series along with short stories. In 2021, the major audiobook streaming service Storytel published a folk horror story by Petersen, Ó, Karítas, as a Storytel Original.
Being one of the founders of IceCon, the Icelandic fantasy, science fiction and horror convention, Petersen has worked with Reykjavik UNESCO City of Literature and has written educational material for schools focused on speculative fiction. Petersen lives in Kópavogur, Iceland, where he works on his upcoming novels.
Ég hafði virkilega gaman af þessari bókaröð. Skemmtilegt að sökkva sér ofan í fantasíu-spennusögur sem byggja á íslenskum vættum og þjóðsögum.
Það var örlítið ruglandi að hlusta á fyrstu bækurnar á hljóðbók, þar sem ekki var auðvelt að segja til um hvort Bergrún eða Brá voru að segja frá þar sem Margrét Örnólfsdóttir las fyrir þær báðar, en það var orðið mun betra í síðustu bókinni þar sem kaflarnir voru nefndir eftir þeim.
Sagan er í sjálfu sér allt í lagi en hún er ekkert sérstaklega vel skrifuð. Höfundur nær ekki að láta mig tengja við nokkra einustu persónu. Mér gat ekki verið meira sama þegar persóna eftir persónu drapst. Kannski hefði mér verið minna sama ef ég hefði lesið hinar bækurnar í flokknum fyrst en ég efast samt eiginlega um það. Mig langaði verulega til að líka þessi bók en æi... ég þurfti að neyða mig til að klára hana.
Skörp og spennandi lokakafli á fantasíu seríu sem hefur bara vaxið og dafnað með tímanum, sem og persónunar sem hafast við í henni. Sagan flæðir vel áfram, þó hún lendi í pínu miðjumoði um smá skeið, en endurinn er tilfinningaþrunginn og fullnægjandi fyrir sögu eins og þessa. Þjóðsagnaverum Íslands er vandlega fléttað saman við æsispennandi nútímalega spennusögu á skemmtilegan og frumlegan hátt.