Þegar fyrrverandi stjúpmóðir Eyju hefur samband bregst hún ókvæða við; af hverju vill hún að þær hittist öllum þessum árum síðar, hvað er ósagt? Hittingurinn vekur upp minningar, ekki síst um atburðinn sem gerði Eyju að þeirri manneskju sem hún er í dag. Eyja er saga um flókin fjölskyldutengsl, brengluð samskipti og sár sem ekki gróa.
Ragnhildur Þrastardóttir starfar sem blaðamaður á Heimildinni. Þetta er fyrsta bók hennar.
Mjög fljótlesin, kláraði á einu kvöldi! Hún fær nær 3,5 stjörnum. Mér fannst hún mjög skemmtileg, höfundi tekst vel að skapa togstreituna milli hennar og pabba hennar. Ég þurfti stundum að lesa sumar efnisgreinar aftur til að skilja, ég veit ekki hvort það hafi verið frásagnarstíllinn sem ég var óvön eða hvort þetta hafi verið þreyta í mér. En allavega áhrifamikil saga þrátt fyrir að vera stutt.
Og svo elska ég Nýjar Raddir keppnina hjá Forlaginu, svo geggjuð leið til að gefa nýjum geggjuðum höfundum rödd. Annað: ELSKA ÞESSA KÁPU VAAAAÁ
Lipur og auðlesin en endahnútinn hefði ég viljað hafa meiri dýpt í, eða kannski skildi ég ekki sögulokin. Hvers vegna er henni létt? Er ánægð með "Nýjar raddir" Forlagsins og hlakka til þess að lesa meira eftir Ragnhildi Þrastardóttur. Kápan einstaklega vel við hæfi.
3.5 Sársaukafullt hversu raunverulegar tilfinningarnar hennar eru móti pabba sínum. Þó að hann var ekki æðislegur pabbi þá hefur hún svo mikla ást fyrir honum. Bókin nær svo vel hvernig það er að vilja ekki elska einhvern þótt maður getur ekkert í því gert.
Áhugaverð verðlaunasaga. Flókið fjölskyldudrama með eitruðum persónum og efnivið sem heldur lesanda við lesturinn fram á síðustu blaðsíðu. Fljótlesin samt.