Meginstef þessarar áhrifamiklu bókar eru nánustu sambönd fólks; hjóna, foreldra og barna, elskhuga og vina; og hvernig hið leyndasta í lífi sérhvers manns, það sem hugur einn veit, getur breytt öllu komi það upp á yfirborðið.
Snjór í paradís er mögnuð bók um ást og von, blekkingu og afhjúpun, hliðarspor og heiðarleika.
Í bókinni er fjallað um ástríður og þráhyggju, djúpa ást í meinum og fengist við þær tilvistarspurningar sem allir glíma við: Er ást skilyrðislaus eða hvar liggja mörkin? Hversu lengi getur fortíðin komið í bakið á okkur? Skipta blóðbönd máli?
Ég er mjög hrifin af smásögum og fannst þessar virkilega fallegar! Hver saga vakti mig til umhugsunar eða skildi eftir spurningar - vildi oft vita meira um afdrif persónanna eða ástæður að baki hegðunar þeirra. Textinn vel skrifaður, kom öllu til skila án óþarfa skrauts og málalenginga. Mjög góð!
Jafnvel gef henni 4,5. Þetta er smásögusafn sem er svo skemmtilegt. Mjög fljótlesin og áhugaverð. Hefði ekki getað sagt til um það hvað hver saga væri um þegar ég byrjaði að lesa og ég vil vanalega ekki vita hvað bækur eru um, svo love that!💘☺️😆
„Án efa ein af bestu bókum Ólafs Jóhanns“ stendur framan á kápu þessarar bókar. Reyndar er átt við skáldsöguna Snertingu, en það er alsiða að hrósa höfundum fyrir fyrri bækur á kápum nýrra bóka svo þær seljist betur. Það er samt athyglisvert að þessi tiltekna umsögn tekur hvorki afstöðu til nýju bókarinnar né til höfundarins sjálfs, heldur segir einfaldlega að sumar bóka hans séu betri en aðrar. Að auki gefur hún í skyn að hans besta bók sé ekki sú sem þú hefur undir höndum, heldur einhver önnur. Ég tek undir það, en þetta er samt alveg ágætt smásagnasafn.
Mjög góð, skemmtilegar lýsingar og frásagnir. Fyrsta sinn sem ég les svona stuttsögur en þær náðu alveg að grípa mig strax í byrjun. Get eiginlega ekki valið eina sem var í mestu uppáhaldi þær voru allar svo skemmtilegar á sinn ólíkan hátt. Þæginleg lengd, mæli með :)
Þessi kom mér skemmtilega á óvart. Mér hefur liðið eins og eina Íslendingnum sem líkaði ekki vel við Snertingu. Þar var helst um að kenna hvað karakterarmir voru fínpússaðir, óbreyskir og góðar manneskjur - og urðu flatar fyrir vikið. Hér eru óþægilegri núningar og árekstrar sem gefa sögunum dýpt. Stundum er reyndar farið of mögrum orðum um praktísku hliðina á baksögu hverrar persónu. Fyrsta sagan er virkilega sterk, mjög góðar víbrur í frásögninni og þung undiralda sem fylgir aðalpersónunni. Lokasagan var líka í uppáhaldi (þessar sögur binda saman titil bókarinnar). Þar tekst Ólafi að skapa þrúgandi andrúmsloft í matarboði og mála upp stemninguna með mjög sterkum litum. Máli mínu til stuðnings; þar finnst mér hann í knöpppum texta lýsa fimm manneskjum virkilega vel og það var á engan hátt útaf því hve vel hann kom til skila bakgrunni þeirra í atvinnulífinu heldur pjúra stíllinn. Það væri skemmtileg tilraun að edita út baksögulýsingar og athuga hvort sagan yrði að Carverískri snilld.
Snjór í paradís er virkilega lýsandi nafn fyrir innihaldið. Tilfinningaríkar en þó óskreyttar sögur af mannlegum lifnaðarháttum, hugsunum, gjörðum og mistökum. Maður er alltaf skilinn eftir í einhverskonar óvissu í lok hverrar smásögu, eins og framhald sögupersónanna sé enn óskrifað. Vel skrifuð í alla staði.
Mikið var hún ljómandi góð þessi - ég fer ekki oft í 4 stjörnur, bara afar sjaldan! Hver karakterinn á fætur öðrum sem náði mér og það er lykillinn. Fékk þessa í jólafjöf frá sonum mínum og las hana því.
Ólafur Jóhann Ólafsson kann að skrifa. Hann kann “að lýsa augnablikinu þegar kyrrlátt yfirborð brotnar” eins og segir á bókarkápunni. Fyrsta sagan, nóvella, er látlaus en djúp og verður líklegast eftirminnilegust. En bæði önnur saga og sú síðasta höfða verulega til mín í einfaldleika sínum, jafnvel of miklum einfaldleika og of mörgum orðum, en ofangreind augnablik eða hvörf í sögunum eru snilld. Ég vona að öll sem íhuga skilnað eða halda námskeið fyrir fólk í skilnaðarhugleiðingum lesi þessar tvær smásögur og íhugi dýpt þeirra.
ÓJÓ er mikill fagmaður, einum of kannski. Hér er ekkert ofsagt og tilfinningum stillt í hóf. Ragnar Helgi fær 5 stjörnur plús fyrir hönnun kápu, snillingur sem hann er.
Ólafur skrifar mjög læsilegan texta og söguþráðurinn flæðir yfirleitt mjög vel. Þessi einkenni njóta sín ekki eins vel í svona smásagnasafni. Karakterarnir ná manni engan veginn eins vel þegar textinn er stuttur. Þannig fannst mér fyrsta sagan ná mér vel, en smásögurnar sem á eftir komu voru lakari því allt í einu var sagan búin. Auðvitað eru til smásögur sem maður getið notið þótt þær séu stuttar en það gildir ekki um þessar sögur að mínu mati. Sem er synd því að þær eru lipurlega skrifaðar. Finnst leiðinlegt að geta ekki gefið bókinni í heild meira en þrjár stjörnur.
Þetta er safn af smásögum, sem flestar eiga það sameiginlegt að einhver atburður úr fortíðinni verður til að breyta nútímanum, þegar hann kemur upp á yfirborðið. Oftast enduðu sögurnar þannig að mig langaði til að vita meira um persónurnar, og hvert framhald þeirra sögu yrði. Ég held að fyrsta sagan sé samt sú sem sitji helst eftir. Textinn er fallega skrifaður, eins og við var að búast af Ólafi Jóhanni. Þetta er bók sem ég væri alveg til í að lesa aftur. Einstaklega falleg kápa. 4,5 stjörnur.
Þetta er frábær bók örugglega mín uppáhalds fyrir utan kanski sniglaveisluna. Eina sem ég gæti sett út á var að mér fannst karlpersónurnar allar gífurlega vel skrifaðar en kvennpersónurnar voru mjög keimlíkar og pínu flatar, ég átti mun erfiðara með að tengjast þeim. Ég bý í Tokyo og var smásagana sem gerðist þar í miklu uppáhaldi og sagan sem gerist á Snæfellsnesi. Þetta er líka knappur texti aldrei of mörg orð og afskaplega falleg talmál og vönduð íslenska. Sögusviðið í New York var einnig mjög sannfærandi og höfundur nær einstaklega vel að fagna þá stemmningu sem einkennir þessar ólíku stórborgir.
falleg!!! elska að lesa smásögur, og allar í bókinni náðu manni um leið. fékk alltaf tilfinninguna að mig langaði að lesa meira úr hverri sögu. mjög svipað þema í þeim öllum, hefðu í raun allt geta verið sömu karakterar. hversdagsleikinn en alltaf með smá 💫twisti💫, maður veit aldrei hvað næsti maður er að díla við
Frekar leim en samt allt mjög fallega skrifaðar sögur. Fílaði líka að þetta voru smásögur, annars bara depressing bók eins og allar aðrar íslenskar bækur💔
Frábært smásögusafn að hætti Ólafs Jóhanns. Allar sögurnar eiga það sameiginlegt gerast erlendis eða vera með sterka tengingu við útlönd. Nokkrar sögur gerast í New York og það er sérstaklega gaman að þekkja til umhverfisins. Allar eru þær einfaldar en á sama tíma djúpar og skapa einstaka stemmningu og minna okkur á hvað sambönd fólks eru í raun flókin.