Veðurfregnir og jarðarfarir er skáldsaga þriggja kynslóða sem gerist á mismunandi stöðum: á Íslandi, í Frakklandi og Póllandi. Veðurfræðingurinn Lena, sem er aðalpersóna ferðast um tíma og rúm í leit að sátt við lífið og fortíðardrauga. Íslenskar veður- og náttúrulýsingar eru aðalhrynjandi sögunnar og í þeim endurspeglast tilfinningar og ástarmál veðurfræðingsins. Hugleiðingar um dauðann og missi slá mikilvægan tón í frásögninni líkt og samskipti milli mæðgna, vinkvenna, systkina.
ég get í alvörunni ekki borið saman prósann í þessari bók við nokkurra aðra íslenska skáldsögu sem kom út á síðustu árum. hann er svo leikandi, hann rennur svo vel niður, myndmálið er svo frumlegt... Frábært í alla staði. Þýðingarnar sem koma fram, úr pólsku, frönsku og ensku voru allar svo skemmtilega settar upp. Bréfin sem koma fram í bókinni eru skrifuð á íslensku, en ég sé fyrir mér að það hefði ekki truflað mig ef að þau hefðu verið á pólsku með íslenskunni eftirá, það bætti svo mikið við textann að sjá dínamíkinna hjá íslenskunni og hinum málunum.
Afturámóti! fjallar þessi bók í grunninn um hana Lenu sem er að koma sér upp úr mikilli ástarsorg, og við meðal annars hoppum fram og til baka, fáum að sjá upphaf sambandsins, rifrildin í lokin og hvernig samband þeirra er eftirá, og mér fannst kærastinn hennar, hann Fannar, svo virkilega ósjarmerandi og ofbeldisfullur að ég átti mjög erfitt með að skilja hvaðan þessi ástarsorg hennar var að koma. Við lesum um fyrstu kynni þeirra og hvernig það blossar í heilmikið kelerí strax hjá þeim, en ég fann ekki fyrir neinu 'chemistry' og mér fannst hann vera mjöööög óspennandi. Svo þegar við fáum að heyra hvað hann segir seinna í rifrildunum, þá átti ég mjög erfitt með að finna eitthvað annað en heift gagnvart honum.
Ég hafði miklu meiri áhuga á öllum hinum karakterunum og dagbókafærslunum sem að við fáum að lesa og ég hálfpartin kveið því alltaf að fara að lesa aftur um ástarsambandið, því mér fannst fannar bara narsty. Kannski ber ég. bara of mikla fordóma gagnvart körlum lmao. ég hef núll þolinmæði fyrir svona vitleysu, og mig langaði helst að löðrunga bara aðal karakterinn og segja henni að hætta að leyfa svona aumingja að fokka svona upp lífinu hennar.
En, Maó kann greinilega að skrifa, og fléttar saman mjög áhugaverð umræðuefni, svo ég þarf 100% að finna önnur verk eftir hana til þess að lesa
Titillinn, Veðurfréttir og jarðarfarir, er ansi lýsandi fyrir plottið. Þetta er fallega skrifuð bók. ljóðrænni en ég bjóst við. Það er áhugavert hvernig veðrinu og umfjöllun um hamfarahlýnun er blandað saman við dramað í lífi aðalpersónunnar. Og það er talsvert drama. Samband veðurfræðingsins Lenu og Fannars er náttúrulega ekki gott, frekar slæmt haltu-mér-slepptu-mér samband og ég næ aldrei alveg hvers vegna Lena samþykkir þetta svona lengi. Miðað við hvernig sagan er byggð upp er skiljanlegra hvers vegna við fá svona litla innsýn í það hvers vegna Fannar er svona skemmdur. Lesandinn sér Fannar aldrei nema að utan svo það er skiljanlegt. Þrátt fyrir þetta þá finnst mér sagan virkilega góð og vel skrifuð. Eitt sem ég hef verið að spá í eftir að ljúka bókinni og það er hvernig samband Lenu og Fannars speglar samband mannkyns við jarðefnaeldsneyti. Hvorugt sambandið getur talist gott, þó þau byggist upp á mismunandi ástæðum.
Heilt yfir virkilega fallega skrifuð bók. Orðanotkunin stundum framandi - glöggt er gests augað og Maó notar sum gömul, íslensk orð og orðatiltæki á nýstárlegan og ljóðrænan hátt sem ég hugsa að innfæddum Íslendingum dytti ekki í hug og þetta er bókinni til framdráttar.
Hins vegar fannst mér vanta einhvern heildarbrag - tímaröðin fannst mér ruglandi, á einum kafla var meira að segja skipt um sjónarhorn og svo flakkað aftur fram og til baka í tíma. Ég hefði líka gjarnan viljað lesa meira um ástarsambandið, fannst vanta að “flesha” það aðeins meira út svo við lesendur tengdum meira við ástarsorgina. Ég saknaði líka mikið viðtengingarháttar bæði þá- og nútíðar úr þessari bók.