Jump to ratings and reviews
Rate this book

Límonaði frá Díafani

Rate this book
Ella Stína er átta ára þegar hún fer út í heim með fjölskyldunni. Í Grikklandi er allt með öðrum brag en heima á Seltjarnarnesi; eðlur skjótast um veggi, mandarínur og ólífur vaxa á trjánum, geitur ganga um með bjöllur um hálsinn og örsmáu bænahúsin í hlíðinni hljóta að vera sérstaklega fyrir krakka. Ella Stína skottast um allt með yngri bræður sína en foreldrarnir eru yfirleitt uppteknir við skriftir. Löngu seinna kemur Ella Stína aftur til Grikklands, hvað er þá orðið af sólbökuðu fjölskyldunni sem eitt sinn var?

Elísabet Jökulsdóttir hefur sent frá sér fjölda bóka en sló nú síðast í gegn með Saknaðarilmi og Aprílsólarkulda. Límonaði frá Díafani kallast sterklega á við þessar bækur um leið og farið er með lesendur í heillandi könnunarferð um bernskuna undir grískri sól.

91 pages, Hardcover

Published January 1, 2024

2 people are currently reading
51 people want to read

About the author

Elísabet Jökulsdóttir

28 books23 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
27 (18%)
4 stars
77 (51%)
3 stars
40 (26%)
2 stars
6 (4%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 - 24 of 24 reviews
Profile Image for Sóley Reynisdóttir.
114 reviews12 followers
January 19, 2025
Mjög langt síðan ég las íslenkst ritverk, og þessi kom mér svo á óvart. Svo svakalega vel skrifuð frásögn, og tilfinningarík. Sagan sjálf um grikklandsmánuðina kannski óspennandi en hvernig Elísabet skrifar um fjölskylduna sína og samböndin var svo hnyttið, sorglegt, fallegt. Hló oft upphátt. Ljóðræn en samt einföld. Elskaði hana, las hana viljandi hægt til að dreifa nautninni.
Profile Image for Fríða Þorkelsdóttir.
108 reviews10 followers
September 30, 2024
Góð eins og við var að búast. Er búin að skrifa gagnrýni sem birtist kannski einhvers staðar fyrir jólin :)
Profile Image for Kristín Hulda.
261 reviews10 followers
January 12, 2025
Góð en of stutt til að vera mikið verk eða skilja mikið eftir. Er samt alltaf rosalega hrifin þeirri innsýn í hugarheim Elísabetar Jökuls sem bækurnar hennar veita. Samtalið um mylsnuástina hreyfði við mér.
Profile Image for Tanja Elín Sigurgrímsdóttir.
98 reviews1 follower
July 31, 2025
Stutt, áhugaverð, skrítin. Sérstök upplifun að lesa hana og mér fannst ég eiginlega verða að lesa hana aftur til að njóta og skilja betur. Lesin fyrir bókaklúbb sem ég komst svo ekki í, hefði gjarnan viljað ræða þessa en á sama tíma veit ég ekki hvað er að segja um hana.
Profile Image for Agnes Ósk.
224 reviews1 follower
November 26, 2024
Fallegar æskuminningar. Og þó ég kunni að meta hnitmiðaðan stílinn þá er þetta tæplega bók.
Profile Image for Margrét Birgisdóttir.
43 reviews1 follower
October 17, 2025
Furðuleg og áhugaverð, eins og að synda um í heila höfundar, innan um minningar hennar frá æsku. Finnst merkilegt hvernig Elísabetu tekst að koma minningarbrotum sínum í samfellda, ljóðræna og flæðandi frásögn.
Profile Image for Nilla Einarsdottir.
16 reviews
July 11, 2025
Elsku besta Ella Stína - ein af mínum uppáhalds í gegnum tíðina og klikkar ekki á því að draga mig með í allskyns ferðalög. Um tvistinn og bastinn og út um allt í tíma og rúmi.
Profile Image for vigga.
1 review
November 3, 2024
Það eru einmitt svona bækur sem ég vil lesa
Profile Image for Ásta Melitta.
323 reviews3 followers
October 26, 2024
Hér segir Elísabet frá ferðalagi fjölskyldunnar til Grikklands þegar hún var 8 ára. Þau dvöldu á eyjunni Karpaþos í nokkra mánuði og skrifaði pabbi hennar bókina Dagbók frá Diafani um dvölina þar. Elísabet skrifar út frá sjónarhorni barnsins, en nokkrum sinnum er samt farið til fullorðinsáranna og m.a. sagt frá því þegar hún fór aftur sem fullorðin á slóðir fjölskyldunnar í Grikklandi.
Bókin er fljótlesin, byggð upp á stuttum minningarbrotum og fylgja nokkrar myndir með. Þetta er ánægjuleg lesning en skildi samt ekki eins mikið eftir og Saknaðarilmur og Aprílsólarkuldi
3,5 stjörnur, hækka upp í fjórar.
Profile Image for Alma Wolf.
47 reviews1 follower
December 24, 2024
Ekki alveg nóg söguþráður til þess að vera saga, ekki alveg nóg og djúpt til þess að geta kallast endurminningar. Finnst eins og þetta hefði geta verið frábært ljóðasafn eða hefði geta bætt við sig 200 bls í viðbót og verið frábær skáldsaga. Eins og er, er þetta svoldið eins og…. Eins og þetta trendy sódavatn sem er ekki með bragði heldur bara lykt. Ég sé svo hvað gæti verið, en það vantar *meira*
Profile Image for Katla Lárusdóttir.
358 reviews1 follower
December 25, 2024
Kannski af því ég átti áratuga löng kynni við Elísabetu á ákveðnu tímabili í lífi mínu heyrði ég hana segja frá um leið og ég las. Tæplega hægt að kalla þessa stuttu skruddu bókarskrif, meira eins og að vera komin inní stofu til höfundar með gamalt myndaalbúm í kjöltu og sögustund við gamlar minningar húsráðanda. Fljótlesin þó, 40 mínútur til nákvæmni.
Profile Image for Margrét Lára.
2 reviews
January 19, 2025
ótrúlegt en satt fyrsta bókin sem ég les eftir Elísabetu
fannst þetta góð fyrsta bók til að lesa, kynnast henni út frá barnæskunni, og hlakka núna til að lesa meira eftir hana
stutt og létt og þægileg
barnslega sjónarhornið fallegt en líka erfitt
stundum hoppar hún úr einu í annað sem gat verið ruglandi en ringulreiðin segir líka svo mikið
Profile Image for Ingibjörg.
278 reviews7 followers
December 19, 2024
Góð bók eins og annað sem frá Elísabetu kemur. Mér fannst Saknaðarilmur betri, en þessi er skemmtilega skrýtin á köflum og oft kómísk móment. Skemmtileg frásögn af dvölinni í Grikklandi frá sjónarhóli barnsins. 3 og hálf stjarna.
11 reviews
January 27, 2025
Yndisleg minninga- og uppgjörsbók. Elísabet Kristín Jökulsdóttir skrifar af svo mikilli næmni, frá kjarnanum, af fegurð og hittir mig beint í hjartastað. Ef ég hefði haft biblíuna við höndina hefði ég farið að blaða í henni og lesið „Verði ljós”.
Profile Image for Sara Hlín.
468 reviews
Read
October 26, 2024
Eftir frábærar tvær síðustu bækur olli þessi mér vonbrigðum. Minnti mig á raus sem maður hlustar á í fjölskylduboðum og þú hefur mögulega áhuga á ef það tengist fólki sem þú þekkir.
Profile Image for Fjóla Ósk.
14 reviews
December 27, 2024
Ljúfur lestur og skemmtileg frásögn, fannst hún þó heldur stutt og ekki eins kraftmikil og aprílsólarkuldi
Profile Image for Unnur Lárusdóttir.
201 reviews7 followers
April 14, 2025
Sagan af Grikklandsdvöl Elísabetar og fjölskyldu er einföld en samt flókin. Textinn ljóðrænn og fallegur. Það að hún snýr aftur síðar og rifjar upp fyrri tíma áhrifamikið og ekki síður sú staðreynd að hún verður sjálf skáld í kjölfarið. Snilldarskáld, hreint ekki síðri en faðirinn.
Displaying 1 - 24 of 24 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.