Jump to ratings and reviews
Rate this book

Slóð sporðdrekans

Rate this book
Slóð sporðdrekans er spennusaga um örvæntingarfullan föður á framandi slóðum, sex byssukúlur og úlfa í sauðargærum.

Versta martröð dr. Gabríels Tuma Hreinssonar verður að veruleika þegar börnin hans hverfa sporlaust í fjölskyldufríi í Kosta Ríka. Hann sannfærist um að þau hafi verið numin á brott en lögreglan telur að þau hafi aðeins strokið og séu skammt undan. Gabríel verður því sjálfur að elta mannræningjana uppi.

Hann veit ekki hvers vegna börnunum var rænt eða hver var að verki en hann gerir hvað sem það kostar til að endurheimta þau. Það er það eina sem skiptir máli – en hve langt má ganga til að vernda börnin sín?

„Latínó-hjarta mitt sló ört í gegnum þessa þéttspennandi þeysireið.“
Lilja Sigurðardóttir, rithöfundur

Frá höfundi Stóra bróður og Mannsins frá São Paulo.

320 pages, Hardcover

Published October 24, 2024

5 people are currently reading
26 people want to read

About the author

Skúli Sigurðsson

4 books33 followers
Skúli er höfundur spennubókanna Stóri bróðir (2022), Maðurinn frá São Paulo (2023), Slóð sporðdrekans (2024) og Ragnarök undir jökli (2025).

Stóri bróðir hlaut Blóðdropann, íslensku glæpasagnaverðlaunin, og Maðurinn frá São Paulo var tilnefnd þeirra.

Skúli er menntaður lögfræðingur með reynslu af blaðamennsku, mannúðarstörfum hjá Sameinuðu þjóðunum og flóttamannarétti.

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
13 (12%)
4 stars
45 (41%)
3 stars
37 (34%)
2 stars
11 (10%)
1 star
2 (1%)
Displaying 1 - 5 of 5 reviews
Profile Image for Kristín.
552 reviews12 followers
February 21, 2025
Fínasta afþreying og bók sem er ólík flestum íslenskum bókum. En ég hefði viljað sjá alla enda leysta í lokin.
Profile Image for Emma Viktorsdóttir.
287 reviews
March 2, 2025
4 1/2⭐️ Mjög góð bók! Spennandi og áhugaverð. Fannst Stóri bróðir betri samt en þessi er mjög góð og vel skrifuð. Öðruvísi krimmabók en þessar ,,íslensku”.
Profile Image for Andri Már .
28 reviews1 follower
July 3, 2025
Úffff… jæja þetta var ekki minn tebolli. Langdregin klisja og gríðarlega fyrirsjáanlegir endir. Bókin byrjar vel en allt eftir byrjunina er bara, rugl. Ég átti erfitt með að klára þessa… mikil vonbrigði.
Displaying 1 - 5 of 5 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.