Á köflum langdregin, sem er miður, því hér er mikilvæg og margslungin saga færð í orð. Aðkoma íslenska ríkisins að lífi kornungra stúlkna, og jafnvel barna, í síðari heimsstyrjöld er smánarblettur í íslenskri sögu sem enn hefur ekki veið tekið á. Að auki leynist hér mikil frásögn af andlegri og líkamlegri vanlíðan, fíknivanda og vanrækslu barna, fordómum og skeytingarleysi, illskeytni í garð náungans og breyskleiki.