Jump to ratings and reviews
Rate this book

Friðsemd

Rate this book
Friðsemd hefur alla tíð verið með nefið ofan í erótískum spennusögum, sem Fatima, besta vinkona hennar, framleiðir á færibandi. Hennar eigið hversdagslíf er allt annað en spennandi. Þegar besta vinkonan deyr af grunsamlegum slysförum heldur Friðsemd í háskaför og áður en hún veit af er líf hennar orðið ískyggilega reyfarakennt.

Friðsemd er bráðskemmtileg og óhefðbundin spennusaga um missi, von og vináttu í brothættum heimi.

224 pages, Hardcover

First published January 1, 2024

15 people are currently reading
147 people want to read

About the author

Brynja Hjálmsdóttir

10 books35 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
37 (30%)
4 stars
53 (43%)
3 stars
29 (23%)
2 stars
4 (3%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 - 24 of 24 reviews
Profile Image for Tinna.
14 reviews
November 12, 2024
Þessi bók kom mér verulega á óvart, Friðsemd er frábær karakter og núna þrái ég ekkert heitar en að lesa bók um Advokat Larsen
Profile Image for Sólrún Ylfa.
29 reviews2 followers
March 27, 2025
Ég ætla að segja ykkur frá upplifun minni af þessari bók. :-) Í lok nóvember í fyrra mætti ég í útgáfuhóf þar sem höfundur las skemmtilega upp úr Friðsemd með sinni góðu rödd. Svo skemmtilega að einhver góður gestur hló oft upphátt og kenndi mér þar með á húmor bókarinnar. Eftir lesturinn stillti ég mér upp í röð eins og fleiri aðdáendur og fékk áritun, ekki bara frá Brynju heldur líka frá karakter úr bókinni; Søren Kierkegaard, sem ég komst síðar að að væri gg heitur húsvörður (að hugsa sér að ég eigi kveðju frá honum á saurblaðinu!), en hann er líka alnafni dansks guðfræðings og heimspekings sem ég skoðaði styttu af nýlega hérna í Köpen. Lýsingar Brynju á þessum húsverði eru það besta sem ég hef lesið lengi og þið verðið að lesa þær líka!

Meðan ég las Friðsemd ómaði sem sagt rödd höfundar í höfði mér, og líka haha hláturmilda gestsins. Ég hefði ekki viljað lesa bókina neitt öðruvísi. Hún er skrítin og dularfull og ég elska það. Fyrir utan spennandi og frumlegan söguþráð og persónusköpun er öll umgjörð mér mjög að skapi: bókin í fegursta gula lit ever, letrið og kaflalengdin fullkomin. Brynju tókst líka mjög vel að flétta bók inn í bók, og orðaforðinn er ferskur. Það er líka eitthvað við bláu hárkollu Eintaksins sem bara lætur allt smella. Mér finnast allar umhverfislýsingar mjög góðar og auðvelt að sjá fyrir mér þennan framtíðarheim.

Ég kann vel við að bókin svari ekki öllum spurningunum sem hún vakti, hver vill ræða!?
This entire review has been hidden because of spoilers.
Profile Image for Guðrún Úlfarsdóttir.
169 reviews5 followers
Read
February 5, 2025
Ég gat varla flett síðunum, þær voru svo gegnsósa af frásagnargleði. Sé höfundinn fyrir mér hlæja upphátt við skriftir. Segi eins og aðrir — nú þrái ég bók um Advokat Larsen.
Profile Image for Vala Run.
74 reviews4 followers
September 15, 2025
4,5!! skapaði svo skemmtilegan óraunveruleik sem ég trúði og sá fyrir mér. frábærir karakterar og geggjuð personusköpun, kom virkilega á óvart vissi ekkert við hverju ég átti að búast við. lifi hveragerði
Profile Image for Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann.
15 reviews6 followers
March 16, 2025
Mikið var ég hrifin (ath. það tók ekki tvo mánuði að lesa hana heldur fór ég erlendis í rúman mánuð og gleymdi henni heima í miðjum lestri, mér til mikilla ama). Minnti smá á Lovestar og hlakka til að lesa meira eftir höfundinn.
Profile Image for Tómas.
12 reviews1 follower
January 11, 2025
Gaman að skemmtilegum bókum.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Profile Image for María Einarsdóttir.
52 reviews4 followers
February 23, 2025
Öðruvísi og skemmtileg! Það var allskonar sem mér fannst sniðugt og flott og annað sem virkaði kannski ekki alveg fyrir mig, en ég kunni að meta frumleikann! Fleiri supervillains í íslenskar bókmentir!
101 reviews8 followers
March 17, 2025
Þetta er grípandi og skrítin bók. Oft fyndin og bara áhugaverð. Èg veit ekki alveg hvert hún var að fara en það er kannski bara í lagi?
Gerist að hluta til á Eskifirði.
Gerðist að megninu til í Hveragerði.
Enn ein bókin sem ég er búin að lesa undanfarið sem fjallar um dauðann en vissulega á allt annan hátt. Eru kannski allar bækur um dauðann og ég hef bara aldrei tekið eftir því áður?

Kláraði að lesa Friðsemd fyrir nokkrum vikum en þurfi að melta og lesa endann aðeins aftur. Bókin var allt öðruvísi en ég hélt og ég veit eiginlega ekki ennþá hvað mér finnst. Áhugavert að lesa bók sem gerist ekkert í Reykjavík. Er þetta dystópisk vísindaskáldsaga eða eitthvað allt annað? Kannski þroskasaga? Eða glæpasaga? Ástarsaga? Eða bók um sorgina og hugrekki? Líklega er hún þetta allt. Á köflum hryllilega fyndin og mig langar frekar mikið til þess að lesa bækurnar um Advokat Larsen, hljóma mjög súrrealískar og skemmtilegar

Mér finnst kápan skemmtilega "léleg" og "gamaldags", lítur út eins og bók sem kom út fyrir löngu síðan.
Profile Image for Hrafnkell Ásgeirsson.
25 reviews
September 21, 2025
Frábær bók, Friðsemd er vel sköpuð persóna sem er auðvelt að halda með. Meinfyndin líka - væri til í að lesa allavega eina bók um Advokat Larsen.
Profile Image for Birna Kolbeinsdottir.
24 reviews
February 11, 2025
Hmm, elska svona skrítnar bækur sem gerast í íslandi í einhverjum öðrum heimi- ekki alveg fyrir mig en alveg skemmtilegur skrifstíll… gef þessari 2 utaf er að æfa mig að gefa ekki alltaf amk 3…. Myndi ekki lesa aftur held eg,,,, lof mer að hugsa þetta aðeins
214 reviews2 followers
September 30, 2025
Frískandi saga úr frjóum haus. Mér finnst Brynja hafa frábæran frásagnarstíl og náði að búa til lifandi heim á Íslandi eftir loftslagsbreytingar

Bókin minnti á margan hátt á LoveStar eftir Andra Snæ, bæði hvað varðar sögusvið og þemu.

Ég varð fyrir smá vonbrigðum með síðasta fjórðunginn. Ég átti von á einhverskonar niðurstöðu. En þegar öllu er á botninn hvolft finnst mér að sagan hafi verið meira um sorg og missi og hvernig fólk dílar við það (sorg, afneitun, reiði, samningar og svo samþykki).

Skemmtileg saga. Mun fylgjast með öðru sem kemur út eftir Brynju
Profile Image for Einar Jóhann.
316 reviews12 followers
December 4, 2024
3,5 bók.
Fyrsta skáldsaga Brynju Hjálmsdóttur er fersk, skrítin og skemmtileg flétta sem gerist í framtíðinni eftir að náttúruhamfarir hafa dunið yfir. Samt finnst mér hún hvorki vera vísindaskáldsaga né taka nein alvöru skref í áttina að absúrdverki. Höfundur hefði mátt taka meiri sjéns í aðra hvora áttina og - meiri háski eða gáski - og það hefði líklega bætt miklu við.
Fyndin bók og ég bíð spenntur eftir þeirri næstu.
Profile Image for Eva Engilráð.
62 reviews
March 27, 2025
Þetta er skemmtileg og gaman að hugsa um framtíðina og breytt landslag. Best finnst mér þó Advokat Larsen. Gef henni 3,7 ⭐
Profile Image for Hrafnhildur.
23 reviews
January 11, 2025
4 og 1/2. Ótrúlega skemmtilegir karakterar, þá sérstaklega Friðsemd og Fatima. Mikill húmor, ádeila, umhverfisvandi heimsins og uppreisn skvísubókmenntanna og erótískra sagna sem eru, rétt eins og Fatima nefnir, “bara drullumikil vinna.”

“Það voru ekki einhverjir grískir lendaskýlumenn með skorpin typpi sem fundu upp skáldskaparfræðin. Það voru mömmur okkar, það voru ömmur okkar, sem svæfðu okkur með sögum.”🤌🏻
3 reviews
January 16, 2025
Afar góð og vel skrifiuð! Greip mig frá fyrsta kafla. Fékk hana í jólagjöf án þess að hafa heyrt neitt um hana og hún fór fram úr öllum væntingum!! Gatt ekki lagt hana frá mér - las alla bókina á tveimur dögum. Eina sem dró hana niður fyrir mér var að mér fannst endirinn smá ruglandi og flýtur (rosa mikið gerist á síðustu 10bls) en var kannski bara ég að vilja ekki sleppa bókinni og sögunni strax...
This entire review has been hidden because of spoilers.
Displaying 1 - 24 of 24 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.