Jump to ratings and reviews
Rate this book

Breiðþotur

Rate this book
Gagnaleki af áður óþekktri stærðargráðu skekur heimsbyggðina. Þeir sem lýsa yfir ábyrgð krefjast róttækra aðgerða í loftlagsmálum og hóta frekari gegnumlýsingu internetsins. Áhrifa lekans gætir hjá krökkunum í Þorpinu. Umbi flytur með föður sínum aftur heim til Ítalíu, þar sem vaxandi órói setur mark sitt á allt samfélagið. Tveimur áratugum síðar snýr Umbi aftur en kannast varla við sig á Íslandi. Hann mætir mótstöðu frá Jóku og Fransisku sem undirbúa sig og Þorpið undir næsta gagnaleka; þann sem mun afhjúpa öll leyndarmálin.

Breiðþotur er grípandi og frjó saga um vináttu og söknuð; tæknihyggju og uppgang öfgaafla.

Tómas Ævar Ólafsson er frá Akranesi en býr í Reykjavík. Hann er menntaður í heimspeki og ritlist og hefur lengst af starfað við dagskrárgerð á Rás 1. Tómas hefur áður sent frá sér ljóðabókina Umframframleiðsla (2021), sem vakti verðskuldaða athygli. Breiðþotur er hans fyrsta skáldsaga.

306 pages, Paperback

First published October 28, 2024

10 people are currently reading
139 people want to read

About the author

Tómas Ævar Ólafsson

4 books6 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
32 (34%)
4 stars
39 (42%)
3 stars
19 (20%)
2 stars
2 (2%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 - 27 of 27 reviews
Profile Image for Unnur.
73 reviews
Read
January 19, 2025
mjög góð, hlakka til að lesa meira eftir Tómas
Profile Image for Fríða Þorkelsdóttir.
108 reviews10 followers
March 10, 2025
Mjög góð saga, lokahnykkurinn var sérstaklega góður. En ég tengdi ekkert sérstaklega við persónurnar. Fransiska vel heppnuð og áhugaverð.
Ég held að þetta gæti orðið efniviður í mjög gott bíó.
Profile Image for Sólrún Ylfa.
29 reviews1 follower
November 10, 2025
Mér fannst gaman að lesa Breiðþotur, þetta er spennandi og spes bók og alveg smá krípí sko! Ég skildi sko alls ekkert allt sem gekk á en ég hef það á tilfinningunni að það hafi ekkert endilega verið ætlunin. Mér fannst takast vel að skapa mjög sérstakt umhverfi og andrúmsloft alveg í upphafi sem hélst öll þau 20ogeitthvað ár sem sagan varir, breiðþotuskýið blés gráum lit yfir alla bókina og gerði hana ískyggilegri. Mér leist ekkert sérlega vel á nokkrar klisjur eins og eitt svona myndband af gísl að lesa af krumpuðu blaði í hráu iðnaðarrými (en við elskum klisjur er það ekki?) og hver og ein persóna var einhvern veginn ekki eins djúp og áhugaverð eins og hóparnir...? En sko síðari hluti og sérstaklega allra síðasti kaflinn fannst mér rosalega flottir. Þar förum við inn í mjög abstrakt veröld þar sem tíminn var eiginlega ekki til - rosa flott skrifað og gaman að finna fyrir heimspekinni gægjast þar inn! Mér finnst pólitísku stefnurnar mjög trúverðugar og áhugaverðar; hryðjuverkasamtök sem krefjast loftlagsaðgerða er geggjuð og óhugnanleg pæling! Svo fær maður bara hroll við að sjá svört stígvél eftir þennan lestur.

Eitt líka sem ég hafði sérlega gaman af var þegar hluti úr byrjun bókarinnar var næstum nákvæmlega endurtekinn í lokin: vó hvað það var skrýtið og flott. Vorum við komin í aðra vídd kannski?
Profile Image for Magnús Jochum Pálsson.
280 reviews11 followers
January 28, 2025
Lesinn fyrir bókaklúbb hjá Steina og Silvíu. Skáldið kom síðan í heimsókn og var spurður spjörunum úr.

Magnaður heimur sem tekst að byggja upp á raunsæislegan máta. Hlutir sem eru í deiglunni eru teknir fyrir á snyrtilegan hátt þ.e. þannig að þeir þjóni sögunni og án predikandi tóns, þar má nefna yfirvofandi gagnaleka, kolefnisförgun og aðrar leiðir til að glíma við hlýnun jarðar og uppgang fasisma.

Hefst á frábærum æskuminningum sem birtast manni ljóslifandi áður en ákveðnir atburðir raska rónni. Síðar sést hvernig börnin í byrjun hafa þroskast og breyst. Fókusinn breytist og sumir fá meira pláss en aðrir.
Ef kvarta mætti yfir einhverju þá er það að lesendur hefðu mátt fá aðeins meiri tíma til að tengjast persónum, skilja þær betur og fá meiri innsýn inn í samskipti kjarnapersónanna áður en allt fer á fleygiferð í lokin.

Frábær fyrsta skáldsaga með sannfærandi heimi, flottum prósa og góðum pælingum.

Yfirlesarar og ritstjórar hjá Benedikti hefðu þurft að passa innsláttarvillur aðeins betur. Fjórar eða fimm ansi meinlegar sem maður rak augun í.
Profile Image for Villi Neto.
40 reviews72 followers
March 11, 2025
Þetta er ein af þessum frábæru íslensku vísindaskáldsögum.

Þetta er ein af þessum vísindaskáldsögum sem komu mér í íslenskar bækur yfirhöfuð.

Tómas Ævar lofar svo ótrúlega góðu, ég ætla ekki að segja að ég hafi elskað hverja einustu stundu eða að ég hafi verið með á nótunum allan tímann, en þessi saga greip mig, ég hugsaði um hana á matarboðum, ég hugsaði um hana á æfingum, ég hugsaði um hana. Endalaust.

Hún greip mig á djúpstæðan máta. Svo margt í þessari skáldsögu var hlutir sem ég hafði einmitt velt fyrir mér að vissu leyti, svo margt í þessari skáldsögu var eitthvað sem ég tengdi við á einn hátt eða annan, hvort það var við eitthvað sem snerti Umba eða Jóku.

Hlakka til að lesa meira frá honum.
Profile Image for Arna Ýr.
41 reviews1 follower
January 20, 2025
Mjög áhugavert sögusvið og pælingar, vekur mann heldur betur til umhugsunar og velti henni mikið fyrir mér. Sérstaklega því ég kláraði hana sama dag og Trump var settur aftur í embætti. Er smá hrædd.
EN þó að persónusköpunin væri heildstæð fannst mér ég ekki finna alveg til raunverulegrar samúðar með persónunum. Nema nálægt lokunum, ég mun sennilega alltaf gráta þegar börn eru rifin frá góðum foreldrum með valdi sama hvert samhengið er. Ég held að þetta tengist því að ritstíllinn er frekar kaldur, og mér fannst ómarkviss og skritin notkun á skiptum milli fyrstu og þriðju persónu frásögn.
Profile Image for Einar Jóhann.
315 reviews12 followers
June 18, 2025
Virkilega sterk frumraun! Spennandi og góð saga. Ferskir karakerar. Í umfjöllun um bókina var mikið talað um gagnaleka og uppgang öfgaafla og það var ekki endilega áherslan á þessi efnistök sem dró mig að bókinni en það gæti verið aðdráttarafl fyrir aðra lesendur, t.d. sæi ég fyrir mér að aðdáendur Sigríðar Hagalínar verði mjög sáttir með bókina.
Hlakka til að fylgjast meira með Tómasi!
Profile Image for Assa Borg Snævarr Þórðardóttir.
88 reviews7 followers
January 30, 2025
Þetta er mjög vönduð bók í alla staði (fyrir utan innsláttarvillur sem ég ætla ekki að kenna höfundinum um). Mín eina gagnrýni er að persónurnar eru heldur þurrar samanborið við söguþráðinn og heiminn sem höfundi tekst að skapa sem er svo óhugnanlegur og svipar óþægilega mikið til raunveruleikans.
Profile Image for Hákon Gunnarsson.
Author 29 books162 followers
December 18, 2024
Tveir vinir, Loftur og Umbi, kynnast sem smábörn nokkru fyrir fyrsta gagna lekann og verða óaðskiljanlegir. Seinna kemur Fransiska inn í hópinn þrátt fyrir að Umbi sé ekki mjög hrifinn. Allt er samt frekar rólegt þar til gagnalekinn breytir öllu. Heimsendasamtökin hafa komist yfir gríðarlegt magn gagna sem þau gera opinbert að hluta til og hóta að ef heimsbyggðin fer ekki að bregðast við loftslagsvandanum þá muni þau að tíunárum liðnum opinbera restina. Þetta veldur ólgu og ofviðri í mannheimum og einhverjum aðgerðum í loftslagsmálum, en eru aðgerðirnar nægilega miklar?

Þetta er metnaðarfull hugmynd þar sem þeir sem vilja aðgerðir hafa loksins fengið einhver vopn í hendurnar til að berjast fyrir málstað sínum. Það hefur verið vandinn í hnotskurn að þeir sem vilja ekki aðgerðir hafa mikið meira fjármagn að verja og þar með eyða í bardagann fyrir sínum málstað en þeir sem vilja aðgerðir. Þannig að sagan er byggð í kring um áhugaverða hugmynd.

Gallinn við hugmyndina er að til þess að komast yfir slíkt magn gagna þarf gríðarlegt magn peninga, mannafla og tölvuafls. Í raun get ég ekki séð neina leið til þess að gagnaleki af þessari stærðargráðu sé mögulegur nema að Heimsendasamtökin séu komin með eitthvað eins og skammta tölvu og séu ein um að eiga slíkt tæki. Og bara svo það sé sagt, þá hef ég ekki orðið var við að náttúruverndarsamtök hafi fjármagn í því magni að þau geti unnið að þróun slíks tækis. Það verður til þess að ég á í vissum erfiðleikum að gangast inn í heiminn sem bókin byggir upp.

En bókin snýst ekki eingöngu um þetta. Hún snýst að talsverðu leyti um vináttu og tengsl. Loftur, Umbi og Fransiska tengjast ung og þau tengls endast vel, þó vináttan breytist með tímanum og vegna þess sem gerist. Á sama tíma glata öll þrjú tengslum við foreldra sína. Þannig að tengls eru mikil grundvöllur í sögunni. Þessi hluti sögunnar virkar vel, hann er alltaf áhugaverður og manni er ekki sama um þessar persónur. Öll persónusköpnuðin er vel gerð.

Þrátt fyrir vissa galla þá hélt sagan mér allan tíman. Hún fór hægt af stað, en nær sér svo á flug eftir því sem á líður. Samt fannst mér þráðurinn fara svolítið að trosna í seinasta hlutanum. Mig grunar að þetta sé fyrsti hluti í tveggja eða þriggja bóka syrpu miðað við endan svo kannski á eftir að ljúka við sð binda saman þræðina. Til dæmis mætti spyrja hvað eru Heimsendasamtökin og hver er raunverulega hugsunin að baki því sem þau gera? Hvað verður úr Þorpinu og íbúum þess? Og svo framvegis. Þetta er dæmi um þræði sem eru skildir eftir.

Eftir stendur bók sem mér finnst áhugaverð, en ekki gallalaus. Ágæt fyrsta skáldsaga. Kannski maður verði að lesa þessa sögu lengra áður en maður nær henni. Það kemur í ljós.
Profile Image for Atli Steinarsson.
44 reviews4 followers
January 9, 2025
Það er alltaf hálf hættulegt þegar bækur byrja að fá jafn góða dóma eins og raun bera vitni með Breiðþotur að væntingar manns fari að stíga upp í kjölfarið. Það er erfitt að standa undir óljósum væntinum sem fólk gerir sér í eigin lífi, á markaði sem er uppblásinn af 5 stjörnu dómum um allt og ekkert.

Hugmyndin á bakvið Breiðþotur er mjög sniðug, bæði hvað varðar tengingu inn í mjög raunverulegan ótta sem við lifum öll í mismiklu magni, þ.e. óttan um gagnaleka sem muni afhjúpa öll leyndarmálin og kippa stoðunum undan samfélaginu eins og við þekkjum það. Hvernig þessi ótti er útfærður í bókinni er líka sniðugur, því hann setur strax upp gott á móti illu þó það sé ekki alltaf augljóst hversu gott þetta góða er í raun og veru. Heimurinn sem skapast líkist covid árunum að einhverju leyti en jafnvel enn meira "post-apocalyptic" stemmning, meira fnykur af Mad Max frekar en The Plague.

Karakterarnir eru vel skrifaðir, allir mjög breyskir en hægt að tengja við þá á ólíkan hátt og hvernig saga þeirra er ofin saman er ánægjulegt og oft á tíðum hressandi. Bókin er fallega skrifuð og Tómas fer vel með tungumálið. Ég bjóst þó ekki alveg við að bókin myndi þróast í þá átt sem hún gerir, sem er ekki neikvætt, þvert á móti, en þegar líður á veltir maður því fyrir sér hvernig hann ætli að hnýta alla þessa vefi sem hann er búinn að rekja upp. Hvernig það tekst ætla ég að láta ósagt eðli málsins samkvæmt.

Bókin er virkilega góð, hvort hún standi undir öllum væntingum veit ég ekki, en ég er að minnsta kosti ennþá að velta henni fyrir mér og mun líklegast gera út árið. Þetta er líka bók sem ég hef hugsað mér að lesa aftur, því mig grunar að hún sé einungis betri við annan lestur ef eitthvað er.
Profile Image for Hjördís Eyþórsdóttir.
5 reviews
January 11, 2026
Ég beytti the sunk cost fallacy bias og hætti eftir 2/3. Ég ætla að lesa hana einhverntíma en þessi tími var ekki hennar tími. Ég vil vits endann en the journey was not worth it. Hún byrjaði svo vel. Hlakka til að gefa part two umsögn. Því hún var ekki ekki góð hún bara rann ekki vel ofan í mig þá stundina sem við vorum saman. Þangað til næst!
Profile Image for Frimann Gudmundsson.
269 reviews2 followers
February 10, 2025
Hvernig bregst samfélagið við þegar stóri gagnalekinn á sér stað. Óhugnanlegar aðstæður sem eru með mikla skírskotun í aðstæður í mörgum löndum.

Er ekki mælikvarði á góða sögu að maður hugsar reglulega um hana. Þessi fellur svo sannarlega undir það.
This entire review has been hidden because of spoilers.
4 reviews
February 3, 2025
Hún dregur mann áfram á góðum hraða. Rólegt en skemmtilegt tempó og mikill drungi sem mann þyrstir í skýringar á.
Það er líka eitthvað mjög heillandi við hversdaginn í heimsendanum.
46 reviews
July 26, 2025
Dystópíubók sem tengist raunverulegum nútíma. Ágæt hugmynd til að bjarga jörðinni frá heimfarahlýnun en auðvitað, því miður, auðvitað sigra fasistarnir. Baráttunni er þó ekki lokið.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Displaying 1 - 27 of 27 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.