Jump to ratings and reviews
Rate this book

Gólem

Rate this book
Ung kona hefur það að atvinnu að deyja. Með dauða sínum bjargar hún ríkasta fólki heims frá slysum eða árásum og lengir þannig ævi þess. Sjálf ólst hún upp á fósturheimilum en var tekin þaðan og send í skóla á vegum valdamikils fyrirtækis þar sem hún var búin undir þetta hrottalega ævistarf. Dag einn er tilvist fyrirtækisins ógnað – með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir hana og fólkið sem hún elskar.

Steinar Bragi hefur hlotið fjölda tilnefninga og verðlauna fyrir verk sín sem hafa verið þýdd á fleiri en tuttugu tungumál. Gólem er grípandi saga úr myrkum og miskunnarlausum framtíðarheimi þar sem andófið er kæft niður áður en það byrjar.

406 pages, Kindle Edition

Published October 31, 2024

12 people are currently reading
64 people want to read

About the author

Steinar Bragi

25 books56 followers
Steinar Bragi Guðmundsson (who publishes under his first two names only) has a BA in Literary Studies and Philosophy from the University of Iceland. His first published work was a volume of poetry, Svarthol (Black Hole), which came out in 1998. Since then he has written several books, both poetry and novels.

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
23 (35%)
4 stars
28 (43%)
3 stars
11 (16%)
2 stars
0 (0%)
1 star
3 (4%)
Displaying 1 - 8 of 8 reviews
Profile Image for Marín Jónsdóttir.
54 reviews
December 25, 2025
Ég batt miklar vonir við þessa bók - ég elska sci-fi bækur, tímaflakk og ádeilur á “big tech”. Ég hlakkaði mikið til að lesa íslenskt sci-fi. Fólk kringum mig hefur lesið bókina og líkað vel við, jafnvel elskað hana. Þess vegna langaði mig SVO að líka vel við hana, en það gerði ég svo sannarlega ekki.

Fyrsti helmingurinn af bókinni er linnulaust ofbeldi. Sagan inniheldur langar, ítarlegar og grófar lýsingar á ofbeldi, allt gegn konum. Gegnum bókina eru líka skyndilegar, grafískar lýsingar á slysum og hræðilegum atburðum. Ég er með ágætis þol fyrir slíkum frásögnum (A Little Life er ein uppáhalds bókin mín) ef þær hafa tilgang en ég upplifði ofbeldið í þessari bók sem meira tilfinningaklám heldur en eitthvað annað.

Mér þótti söguþráðurinn ekki sérlega spennandi, grípandi eða frumlegur og þegar ég var búin með 2/3 af bókinni var lítið búið að gerast og ég var orðin óþolinmóð. Bókin var alltof löng eða 437 blaðsíður - og ég rakst á FJÓRAR innsláttar-og stafsetningarvillur. Það lætur mann hrökkva alveg út úr sögunni.

Ég er mjög svekkt eftir lesturinn enda hef ég lengi ætlað að lesa bók eftir Steinar Braga. Ég hefði viljað minna tilgangslaust ofbeldi, töluvert styttri og hnitmiðaðri sögu.
Profile Image for Bergþór Hauksson.
67 reviews1 follower
December 29, 2024
Eini rithöfundurinn sem skrifar bitastæðan vísindaskáldskap á íslensku og gerir það svona líka vel.
Profile Image for Einar Jóhann.
313 reviews12 followers
August 19, 2025
Þessi kann að skrifa! Það var geggjuð lesupplifun að leyfa plotti sögunnar að seytla áfram og sjá púslin raðast rétt á flötinn. 4,5. Mín uppáhalds af sæfætrílógíu Steinars Braga hingað til. Ég er kannski full mjúkur í einkunnargjöfinni, en það er að hluta til vegna þess að ég er alltaf meiri og meiri á og mér finnst ég ekki hafa haft nægilega hátt um Konur og Kötu í gegnum tíðina - sjúkar bækur sem sækja á mig löngu eftir lestur. Og svo að hluta til því Steinar hefur sömuleiðis mýkst aðeins upp hér. Auðvitað eru signature ljótleikinn og sígræna ofbeldið hér til staðar, en hann skrifar "tippi" án ufsilons sem er ekki alveg í takt við ofbeldið.
Profile Image for Matthildur.
29 reviews
March 5, 2025
Hugmyndin ágæt og framan af margt áhugavert. En svo fór ég að bíða eftir að eitthvað færi að gerast. Þegar upp er staðið las ég meira en 400 blaðsíðna bók þar sem aðalpersónan gerir ekki neitt fyrr en á svona síðustu 5-10 blaðsíðunum. Ég varð fyrir einhvers konar djúpvonbrigðum í kringum bls 380 þegar ég áttaði mig á því að ekkert myndi koma sem dró upplifun mína á endinum ansi mikið niður.

Mig langaði að líka meira við hana en ég gerði.
Profile Image for Herbert West.
Author 2 books6 followers
June 13, 2025
A missed opportunity to criticize and de-humanize the current tech bro economy IMO. I think Steinar was doing to many mushrooms while writing this, which is sad because he was really on to something here. It's not bad at all, just not as good as it could have been. This saddens me because IMO Steinar is a much needed voice in Icelandic literature.
Displaying 1 - 8 of 8 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.