Jump to ratings and reviews
Rate this book

Öxin, Agnes og Friðrik: síðasta aftakan á Íslandi, aðdragandi og eftirmál

Rate this book
Sagan af Agnesi og Friðriki og morðinu á Natani Ketilssyni á Illugastöðum hefur lifað með þjóðinni í bráðum tvær aldir. Hér fer sagnamaðurinn Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum á kostum í magnaðri frásögn af þessum örlagaríku atburðum en þeir standa honum nær en mörgum öðrum.

Þrístapar, þar sem aftakan fór fram, eru í landi Sveinsstaða. Meira en 100 árum eftir aftökuna kom Agnes skilaboðum til afa Magnúsar, sem þá bjó á jörðinni, um það hvar bein þeirra Friðriks lægju og bað um að þau yrðu færð í vígða mold. Hann fann ásamt Ólafi, föður Magnúsar, líkamsleifarnar og grófu þeir þær upp – og töluðu aldrei um það síðan.

Magnús hefur kafað ofan í söguna af morðinu á Illugastöðum, ástæður voðaverksins og örlög helstu persóna og leikenda. Sýning hans í Landnámssetrinu, Öxin, Agnes og Friðrik, naut mikilla vinsælda og þá hefur hann í mörg ár farið með hópa, ýmist ríðandi eða gangandi, um sögusviðið og sagt þessa örlagaríku sögu.

221 pages, Hardcover

Published October 28, 2024

3 people are currently reading
13 people want to read

About the author

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
2 (11%)
4 stars
11 (61%)
3 stars
2 (11%)
2 stars
2 (11%)
1 star
1 (5%)
Displaying 1 - 5 of 5 reviews
Profile Image for Heidrun Hauksdottir.
304 reviews13 followers
January 5, 2025
Mjög vel skrifuð og áhugaverð bók um Agnesi, Friðrik og söguna í kringum þau, síðustu aftökuna á Íslandi en líka svo góð innsýn í staðhætti, málaferlin og svo marga áhugaverða vinkla á málinu.
Mæli sérstaklega með við kollega mína í leiðsögustarfinu.
Profile Image for Grétar Henrysson.
15 reviews
August 16, 2025
Áhugaverður lestur og auðveldlega lesið. Á tímum finnst mér höfundurinn fara of mikið út í eigin tengsl við söguna og annað sem skiptir í raun engu máli í tengslum við söguna.
Profile Image for Unnur María Sólmundsdóttir.
107 reviews
December 16, 2025
Mjög fróðleg samantekt um þetta fræga mál þar sem unnið er bæði úr upplýsingum þessa heims sem að handan. Gaman að heyra höfund lesa bókina á Storytel.
Displaying 1 - 5 of 5 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.