Jump to ratings and reviews
Rate this book

Í skugga trjánna

Rate this book
Í skugga trjánna er skáldævisaga í anda Skeggs Raspútíns sem kom fyrst út árið 2016 og hlaut frábærar viðtökur bæði lesenda og gagnrýnenda. Guðrún Eva Mínervudóttir tekst hér á við veruleikann af einlægni og áræðni, svo úr verður áhrifamikil saga – full af húmor, hlýju og skáldlegri visku.

„Sagt er að í enskum farsa séu allir í örvæntingu að reyna að losna úr pínlegum aðstæðum en í spænskum farsa séu allir á barmi taugaáfalls en hafi lúmskt gaman af því. Og nú þegar líf mitt var enn einu sinni orðið að brandara lá beinast við að spyrja hvort farsinn væri enskur eða spænskur. Uppákomurnar voru kannski kómískar og persónur stundum öfgakenndar, en það var ekkert lúmskt gaman hérna. Þegar einum pínlegum aðstæðum sleppti tóku við enn pínlegri aðstæður. Út í hið óendanlega kannski?“

327 pages, Hardcover

First published January 1, 2024

25 people are currently reading
232 people want to read

About the author

Guðrún Eva Mínervudóttir

24 books105 followers
Guðrún Eva's first book, Sóley sólufegri, came out in 1998 in a very limited edition. In the same year the publishing house Bjartur published her short story collection Á meðan hann horfir á þig ertu María mey (While He Watches You, You are the Virgin Mary), to much acclaim. Since then Guðrún Eva has published five novels, a collection of philosophical stories for children published by The National Centre for Educational Materials and a book of poetry. She has also translated novels by foreign authors.

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
117 (37%)
4 stars
138 (44%)
3 stars
45 (14%)
2 stars
8 (2%)
1 star
1 (<1%)
Displaying 1 - 30 of 35 reviews
Profile Image for Fríða Þorkelsdóttir.
107 reviews10 followers
November 24, 2024
Rosa góð í byrjun en svo missti ég eiginlega áhugann þegar skilnaðurinn og forsjárdeilan urðu meira atriði.
En mikið af skemmtilegum persónum og samtölum. Algjörlega þess virði að lesa.
Profile Image for Sólrún Ylfa.
26 reviews1 follower
December 7, 2025
Fín bók! Mér fannst hún rosa vel skrifuð; litríkur orðaforði og næs væb almennt. Hún var sko fyndin! En tókst líka á við krefjandi hluti, sérstaklega fannst mér kaflinn um Constönzu áhugaverður. Þetta er líka fyrsta bókin sem ég les þar sem "kasjúallý" er kvárpersóna og persónufornafnið hán notað mjög hversdagslega (rokkstig!). Mér fannst tíminn líða mjög hægt samt, sennilega af því að sýrupartýið góða varði einhvernveginn alla bókina, og ég varð því smá óþolinmóð við lesturinn. Einnig fannst mér aðalpersónan okkar eitthvað svo fullkomin í sýrupartýinu, en svo var saga hennar sem sögð var í bókinni svo ófullkomin. Skemmtilegar andstæður. Eða... ruglandi? Vilhjálmur var uppáhalds persónan mín því karaktereinkennin hans skinu alveg beint í gegnum textann í hans einstaka málfari. :-)
Profile Image for Vala Run.
71 reviews4 followers
January 6, 2025
æði!!! mögulega 4,5. vá hvað hun hélt mér allan tímann án þess að vera flokkuð sem spennandi. svo ótrúlega vel sögð saga, hrá og viðkvæm. ég er líka sökker fyrir ævisögum, þessi er svona skáldleg sjálfsævisaga. mæli með
Profile Image for Kristín Hulda.
261 reviews10 followers
Read
April 23, 2025
Margt gott; fallegur texti og góðar hugvekjur um ást, skilnað, dauða, börn og alls konar lífstengt. Sumar senur máttu samt alveg missa sín, mér drepleiddist að lesa um þetta sýrupartí í Garðabæ. Á heildina litið mjög góð. Lesin fyrir bókaklúbb á sama tíma og Límonaði frá Díafani eftir Elísabetu Jökuls, ákveðið þema í gangi þar og gaman að lesa þær saman. Nokkrar vissu ekki af tengingunni og áttu svona "penny-drop moment" þegar þær föttuðu að Hrafn í báðum bókum væri sami maðurinn.
Profile Image for Ronja Rafnsdóttir.
18 reviews2 followers
December 28, 2024
Þessi stóðst fullkomlega væntingar, eins og allt annað sem Guðrún Eva gefur út. Falleg og einlæg bók, átti mjög erfitt með að leggja hana frá mér. Gef henni 4.5 stjörnur <3
Profile Image for Sóley Reynisdóttir.
106 reviews11 followers
February 24, 2025
Hafði gaman af þessari bók á köflum og svo fannst mér hún alveg drep leiðinleg inn á milli. Átti alveg smá erfitt með allar senurnar þar sem hún er stödd í partýum að taka sýru og önnur hugbreytandi efni. Það er þó ljóst að höfundurinn hefur svakalegt tak á málinu, og það komu blaðsíður sem mér þótti svo ofboðslega vel skrifaðar að ég fyrirgaf restina. Myndi alveg lesa meira eftir Guðrúnu Evu, en eflaust tek þessa aldrei upp aftur.
Profile Image for Nína Guðrún.
18 reviews1 follower
March 5, 2025
Vel skrifuð og áhugaverð - hefði gefið 5 ef það hefði ekki verið fyrir kaflana í nútímanum/Garðabænum sem máttu missa sín að mínu mati.
Profile Image for Birna Kolbeinsdottir.
24 reviews
March 8, 2025
Svo góð bók !!! Nema ekki það invested í þessu syruparty sem var inn á milli!! Love this writer👌👌👌
Profile Image for Emilía Þórný.
1 review
May 18, 2025
Svo óspennandi bók og gat ekki beðið eftir að verða buin með hana…
94 reviews8 followers
March 12, 2025
Bókin var meira spennandi en ég bjóst við, stundum var erfitt að leggja hana frá sér. Hún er mjög óvægin gagnvart sjálfri sér. Sjónarhornið hennar á samböndin og skilnaðina er áhugavert, hvernig hún eltir stemmninguna. Au pair stúlkurnar eru bæði heillandi og óþolandi. Eru þær mismunandi partar af henni?
Profile Image for Fjóla Ósk.
14 reviews
January 13, 2025
mjög hrá, opinská og persónuleg, frábær eins og allt sem Guðrún Eva skrifar
Profile Image for Elín Gunnlaugsdóttir.
100 reviews3 followers
December 20, 2024
Mjög fallega skrifuð bók. Mér fannst partýið á Arnarnesinu samt dálítið langdregið og endirinn olli mér smá vonbrigðum.
Profile Image for Vala Hunboga.
52 reviews1 follower
January 6, 2025
Þessi bók kom verulega á óvart. Hún byrjar frekar hægt en bætir það upp með ljóðrænni og skemmtilegri orðasmíði. Skemmtilegastar þóttu mér lýsingarnar af samskiptum hennar við ferðamenn og au-pair stúlkur. Ég hefði getað lesið heila bók eingöngu um þau. Lýsingarnar minntu á margt á heimsóknir sem ég hef fengið frá erlendum vinkonum frá námsárunum erlendis. Það er eitt að ferðast á þekkta ferðamannastaði og allt annað þegar erlend menning mætir inn á heimili manns. Í bókinni eru einnig mjög átakanlegar sögur af reynslu hennar sem fósturmóður og svo hamlandi kvíða að hún treystir sér ekki til að ferðast ein á milli staða.

Ég er ekki frá því að mér finnist þetta vera hennar besta bók hingað til en ég hef verið mikill aðdáandi hennar frá því í menntaskóla.
10 reviews
January 27, 2025
Með efstu bókum á jólagjafalistanum var bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur „Í skugga trjánna”. Og ég fékk hana í jólagjöf og nú er ég búin að lesa hana. Hún er auðvitað feikivel skrifuð og opin og einlæg, eins og allar hennar bækur sem ég hef komist yfir. Eftir lestur „Í skugga trjánna” held ég að ég viti af hverju ég gat ekki lesið þarsíðustu bók hennar „Útsýni”; þar var einfaldlega of mikill harmur sem söguhetjan þar hafði „útsýni” til (eða innsýn í) sem Guðrún Eva gat nýtt sinn eiginn harm til að lýsa þannig að nísti í gegn. En þessi bók var ekki eins sár aflestrar enda er hún þegar upp er staðið um baráttu við og sigur á innri ófreskjum. Og nærvera Vilhjálms Braga „ein og sér gerði allt bærilegra, því hún var stöðug áminning um að lífið væri tímabundið ástand.” (bls. 133).
Profile Image for Katla Lárusdóttir.
349 reviews1 follower
December 25, 2024
Þykist skilja af hverju Guðrún Eva nefnir hvorki dóttur né seinni eiginmann með réttum nöfnum en finnst það líka klént miðað við að allir aðrir virðast halda sérnöfnum í bersöglum útlistingum, fyrir svo og utan að lítið mál er að finna út úr raunverulegum nöfnum með einföldu gúggli á höfundi. Stutt viðkoma míns fyrrverandi, sem var minn fráfarandi á þeim tíma í bókinni er um getur, skekkti viðhorf mitt til bókarinnar þar sem ég tengi ekki við stutta lýsingu höfundar á manni sem dvaldi undir minni kviku í meira en áratug. Bókin vann á, hefur margt að geyma en vantar líka uppá. Lipur texti höfundar hjálpar til við lestur.
Profile Image for Guðfinna Harpa.
135 reviews4 followers
April 3, 2025
Algjörlega frábær bók sem ég las hratt og örugglega því hún er einstaklega læsileg.
Guðrún Eva kynnir fram skemmtilegt persónugallerí fólks sem er margt sérstakt og ekta og auðvelt að tengja við eða dáðst að þó erfitt sé að tengja.
Vilhjálmur Bragi, Constanza, Phiny, Angie.
Stíll í texta er með hreinum yfirburðum. Margt svo snjallt að ég stoppaði við hreinlega til að njóta áhrifanna, lesa aftur og pæla í. Það eru líka margir þræðir og vangaveltur sem ég elskaði að lesa og hugsa út frá mér og mínum upplifunum.
Profile Image for Einar Jóhann.
313 reviews12 followers
September 17, 2025
Kósý og góð flettiorka. Reyndar hef ég ekki lesið Skegg Raspútíns , sem mér skilst að sé sú bók Guðrúnar Evu sem tengist þessu verki hvað mest, en mér finnst merkilega lítið af hennar eigin sögumannsrödd einkenna bókina. Mér fannst eins og enginn annar í heiminum en Guðrún Eva hafi getað skrifað Aðferðir til að lifa af en hér er hún sjálf að opinbera sig sem manneskju og nær að smeygja höfundinum Guðrúnu Evu úr snörunni í leiðinni, ef þetta meikar einhvern sens.
Kláraði bókina morguninn fyrir Reykjavíkurmaraþonið, sem var bónus.
Profile Image for Sara Hlín.
463 reviews
December 4, 2024
Guðrún Eva talaði til mín í þessari bók.. mjög persónuleg sjálfsæviskáldsaga sem nær á allan hátt að halda manni föstum. Söguramminn er sveppa-sýruferðalag sem fram fer íríkmannlegu húsi við sjóinn en þaðan flökkum við inn og út úr lífi sögukonunnar og fáum innsýn í sambönd hennar við karlmenn og l��ðan í tengslum við sambandslit. Elska Guðrúnu Evu enn meir eftir lesturinn, ein af mínum uppáhalds.
Profile Image for Dabbi.
32 reviews
January 11, 2025
ok verð að viðurkenna ég las þess aðallega vegna þess mér finnst Guðrún Eva fáranlega heit. Ég vissi reyndar ekkert hver hún var fyrr en einhver sendi mér nudes úr blaði þar sem hún liggur eins og Jon Lennon og kannski er furðulegt að lesa bók bara vegna útlits höfundar en HERE I AM eins og þeir segja Kanar. Til að gera langa sögu stutta fannst mér þessi bók ekki þess virði en props fyrir að vera opin.
Profile Image for Dóra.
24 reviews
January 11, 2025
Mér fannst hún góð en ekki gallalaus. Ég hlustaði á höfundinn lesa og hún gerði það svo fallega en samt held ég að þessi bók væri betri ef maður læsi hana sjálfur. Lýsingar á atburðum og persónum og staðháttum sem ég tengi við eru frábærar en skilningur og sum höfundar á sjálfri sér er lágmarki ekki alveg eins einlægur og hún ætlar sér. Hugsanlega er bókin skrifuð of snemma, of stutt frá atburðunum.
282 reviews4 followers
January 15, 2025
Þessi bók var svolítið erfið í byrjun. Á köflum þannig að ég þurfti að herða mig upp í að halda áfram. Sumar lýsingar mjög langdregnar og óspennandi. Smám saman fór ég þó að lifa mig betur inn í frásögnina eða frásagnaraðferðina öllu heldur. Eftir því sem á leið þá varð hún læsilegri. Og undir lokin var ég orðinn nokkuð sáttur. Kannski ekki alveg sammála gagnrýnendum um bókina en gaf henni á endingu fjórar stjörnur.
Profile Image for Heidrun Hauksdottir.
304 reviews13 followers
November 26, 2024
Hér er (Guðrún) Eva algjörlega í essinu sínu! Þetta er sjálfsævisöguleg bók þar sem höfundur fjallar mjög opinskátt um líf sitt og endalok tveggja hjónabanda. Innsýn hennar í það ofbeldi sem getur átt sér stað í ferli hjónaskilnaðar á Islandi er mjög sláandi en því miður mjög raunsæ. Hún reynir ekki að fegra eigin hlut og berskjaldar sig á óvenjulegan og frískandi hátt.
Profile Image for Sóldís Rós.
35 reviews3 followers
January 20, 2025
Æðisleg bók. Ótrúlega fallega skrifuð. Einlæg, hrá, fyndin og skemmtileg. Mjög skemmtilegt að lesa um líf höfundar í Hveragerði, miðilinn Vilhjálm Braga og samböndin og skilnaði. Þessi bók vakti hjá mér einhverja löngun til að byrja að lesa fleiri bækur eftir íslenska höfunda, sem mér finnst góð meðmæli með bókinni!
Profile Image for Inga Þórisdóttir.
13 reviews
May 26, 2025
Vel skrifuð og skemmtileg bók með mikið af áhugaverðu fólki. Góður húmor í bókinni og ég flissaði og hló oft en hún er líka sorgleg á köflum. Ég dáist að höfundi fyrir einlægnina og það er fallegur hlýr tónn í allri bókinni. Mæli mikið með henni.
27 reviews1 follower
January 18, 2025
Vel skrifuð bók sem rígheldur lesandanum. Persónugalleríð er óborganlegt og setningin "Stundum getur lífið verið svo mikil helvítis táradalstussa" er með þeim betri sem ég hef lengi séð.
Displaying 1 - 30 of 35 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.