Jump to ratings and reviews
Rate this book

Speglahúsið

Rate this book
Miðaldra hárgreiðslukonan Rósa leggur skærin á hilluna, flytur austur í Mjóafjörð og kemur á fót óvenjulegri ferðaþjónustu. Meðan ferðamenn setja sig í spor Lísu, sem lá lömuð þar um miðja síðustu öld, bakar Rósa fyrir kaffihúsið og hugsar til ömmu sinnar sem sá um Lísu og heimilið.

Mögnuð saga frá höfundi Hansdætra.

234 pages, Kindle Edition

Published November 4, 2024

16 people are currently reading
38 people want to read

About the author

Benný Sif Ísleifsdóttir

9 books14 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
18 (20%)
4 stars
37 (41%)
3 stars
28 (31%)
2 stars
4 (4%)
1 star
3 (3%)
Displaying 1 - 10 of 10 reviews
Profile Image for Unnur.
73 reviews
Read
January 16, 2025
ég hefði frekar viljað lesa bók sem væri bara sagan sem gerist í fortíðinni
Profile Image for Unnur Lárusdóttir.
200 reviews6 followers
April 22, 2025
Sem aðdáandi krimma kom þessi skemmtilega á óvart. Hárgreiðslukona sem bakar í öll mál leysir sakamál með skyggnigáfu. Sá hluti sem lítur að skyggnigáfunni reyndar sístur og eins saga lögreglumanns í leit að hinum hreina tóni. Óvíst hvernig og hvers vegna aðal viðburðurinn gerðist en frásögnin af samspili tveggja kvenna í íslenskum smábæ góð og eins lýsingin á samfélagsmiðlablæti ungs fólks og uppeldisháttum. Frumleg hugmynd, mæli með.
Profile Image for Guðfinna Harpa.
138 reviews4 followers
January 8, 2025
Mjóifjörður, sem er einn fallegasti staður á Íslandi er sögusvið beggja söguþráða í bókinni Speglahúsið. Ég kem alltaf að minnsta kosti einu sinni á ári til Mjóafjarðar og finn alltaf til stífra hughrifa af landslaginu og náttúrunni þegar ég kem þar og fannst bókin skila því vel. Báðir söguþræðir eru áhugaverðir en gamla sagan (Brekkufótur) heillaði mig meira en nýja sagan (Lísuhús) þó hún væri bókinni nauðsynleg. Benný Sif er einn af mínum uppáhalds íslensku höfundum en því miður er þessi bók ekki hennar besta að mínu mati og það er fyrst og fremst vegna þess að ég átti erfitt með að detta inn í hana til að byrja með og ég átti líka frekar erfitt með að tengja við endinn (síðustu kaflana). Ég skildi hvert hún var að fara og það var ákveðin fegurð í því en ég náði ekki að heillast. Miðjan úr bókinni er hins vegar mjög nálægt því að vera fullkomin að mínu mati og þar eru setningar og málsgreinar sem ég fékk gæsahúð af því að lesa. Orðasamsetningar á hárréttum stað í fullkomnu samhengi við fyrri texta og persónurnar. Persónurnar voru vel skapaðar, engin Gríma eða Gratíana en ekta fólk með kosti og galla. Dóttirin og tengdadæturnar kannski svolítið steríótýpískar en þær voru aukapersónur svo það er varla vandamál. Mínar uppáhalds úr aukapersónugalleríinu voru Jónína og bílstjórinn, hvílík perla af persónusköpun þó ég hefði sjálfsagt alls ekki þolað manninn í raunheimum. Heilt yfir mjög góð bók og skemmtileg en ekki frábær.
288 reviews4 followers
December 29, 2024
Mjög góð lesning sem sver sig að mörgu leyti sömu ættar og fyrri bækur höfundar. Sem fyrr mjög frumlegt efni. Ég er mjög hrifinn af hressilegum stíl hennar sem er bæði skír og kjarnyrtur. Nær kannski alveg sömu hæðum og Hansdætur og Gratíana en heldur manni samt alveg límdur við efnið frá upphafi til enda. Tímaflakkið kannski stundum mjög bratt en skilar sér samt alveg. Fjarar kannski aðeins út í lokin.
Profile Image for Sara Hlín.
466 reviews
January 12, 2025
Var ofurspennt fyrir þessari eftir að hafa áður lesið allt eftir Benný Sif. Speglahúsið náði ekki sömu tökum á mér og fyrri bækur en er engu að síður stórkostleg. Gerist í einu og sama húsinu með tveggja kynslóða millibili. Sögusviðið er Mjóifjörður sem eitt og sér skapar ákveðna töfra. Nokkrum spurningum var enn ósvarað þegar lestri lauk en sögunni var engu að síður lokað fallega. Mæli klárlega með þessari.
Profile Image for Margret S. Hoskuldsdottir.
5 reviews
November 28, 2024
Ég hafði sérlega gaman af þessari bók. Hún er einstaklega vel skrifuð og málfarið ríkt og skemmtilegt. Persónurnar voru vel skapaðar og þá sérstaklega aðalpersónan, Rósa. Um leið og það var ljúft að lesa um daglega lífið í Lísuhúsi togaði eldri sagan vel í.
Profile Image for Svana Bjarnadottir.
7 reviews1 follower
January 10, 2025
Vel skrifuð bók um sögu 3 kvenna í nútíð og fortíð. Sögupersónurnar eru frábærar, og uppbygging sögunnar vel gerð.
Profile Image for Agnes Ósk.
224 reviews1 follower
April 8, 2025
Sögusviðið heillandi. Svolítið öðruvísi en fyrri bækur Bennýjar þó hún haldi áfram að færa okkur konur sem fara sínar eigin leiðir í stað þess að vera þægar og meðfærilegar. Gerir það vel
Profile Image for Katla Lárusdóttir.
358 reviews1 follower
November 11, 2025
Góður leshrynjandi og áhugaverð saga en þó fannst mér e-ð vanta uppá, náði aldrei alveg að tengja við Brekkufótasöguna og fannst ég skilin eftir með óútskýrðar gloppur.
Displaying 1 - 10 of 10 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.