Jump to ratings and reviews
Rate this book

Eldri konur

Rate this book
Ung kona gefur lesendum rapport af þráhyggju sinni fyrir eldri konum. Hún rekur líf sitt frá barnæsku til fullorðinsáranna gegnum frásagnir af konum sem hafa heltekið hana.

Eldri konur er röntgenmynd af ástandi. Lesandi kynnist konunni með ólíkum brotum af sögu hennar, uppvexti í flóknum heimilisaðstæðum, mismunandi vinnustöðum, vináttu,ástum, sigrum og ósigrum.

Eva Rún Snorradóttir hefur áður sent frá sér ljóðabækurnar Heimsendir fylgir þér alla ævi, Tappi á himninum og Fræ sem frjóvga myrkrið sem og sagnasveiginn Óskilamunir.
Eldri konur er hennar fyrsta skáldsaga.

160 pages, Hardcover

Published January 1, 2024

6 people are currently reading
167 people want to read

About the author

Eva Rún Snorradóttir

7 books7 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
76 (36%)
4 stars
87 (42%)
3 stars
34 (16%)
2 stars
8 (3%)
1 star
1 (<1%)
Displaying 1 - 30 of 33 reviews
Profile Image for Atlas.
200 reviews7 followers
February 6, 2025
Ég var rosalega spenntur fyrir þessari og ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum. Ritstíll Evu er gullfallegur, svo ljóðrænn og draumkenndur en á sama tíma svo tengdur við raunveruleikann. Viðfangsefnið er ekki eitthvað sem ég hef lesið um áður og kom mér alveg smá á óvart en ég sökk alveg inn í söguna. Mér fannst svo flott hvernig aðalpersónan var byggð upp og lesandi fékk að kynnast henni svo vel allt án þess að hún væri einu sinni nefnd. Ég er mjög spenntur að halda áfram að fylgja ritferli Evu Rúnar.
Profile Image for Sóley Anna.
12 reviews1 follower
December 26, 2024
Rosa góð! Áhugavert umræðuefni, þægileg lengd. Ég náði endanum ekki alveg en ég var dottandi svo það er líklega á mér. Ég tók sérstaklega eftir því hvernig hún var skrifuð og sér í lagi hvað varðaði slettur, ég er enn á báðum áttum með hvort ég sé almennt hrifin af því eða ekki. Það fór samt ekki mikið í taugarnar á mér í þetta sinn, íslenskunotkunin dró mann nærri aðalpersónunni og staðsetti mann beint í heila hennar. Mæli með!
Profile Image for Elísa Rún.
119 reviews4 followers
February 8, 2025
Ég las þessa í einum rykk og fannst ég vera orðin ein með aðalpersónunni. Ótrúlega flott og áhugaverð bók um fíkn og fantasíur sem ganga of langt.
Profile Image for Guðrún Gunnarsdóttir.
213 reviews7 followers
April 20, 2025
frábæææær! Ég elskaði sérstaklega hvernig maður fann einhvernveginn fyrir meiri og meiri þráhyggju fyrir lestrinum eftir því að aðalpersóna fann fyrir meiri og meiri þráhyggju fyrir eldri konum. Fallega og skemmtilega skrifuð í þokkabót!
Profile Image for Guðrún Úlfarsdóttir.
164 reviews4 followers
Read
December 3, 2024
Ég heyrði upplestur höfundar á Queer Situations, kaflann um Tótu, og svoleiðis emjaði af hlátri. Þetta var eiginlega yndisleg stund — hef aldrei verið á upplestri áður þar sem var svona rafmögnuð hláturstemning. Svo ég var ofboðslega spennt fyrir þessari bók en það kom mér á óvart hvað hún var dapurleg og þungbær. Frábær og fyndin líka auðvitað!

Hlustaði aðallega á Save Me með Aimee Mann yfir lestrinum. Pældi ekkert í textanum fyrst en hægt og rólega síaðist hann inn og var á endanum mjög viðeigandi. Lagið var notað í Magnolia, komst reyndar að því í dag að handritið í Magnoliu var að einhverju leyti byggt á músík frá Mann. Ást og örvænting og brotnar fjölskyldur í þessu öllu 🙏
Profile Image for amanda.
160 reviews20 followers
December 26, 2024
ég elska eldri konur. stendur undir háum væntingum af minni hálfu og ég hlakka til að halda áfram að fylgjast með evu rún.
Profile Image for Sigurlinn.
15 reviews
November 26, 2024
Elskaði þessa alveg 😚👌👌
Fannst þetta svo áhugavert viðfangsefni en líka svo rosalega sorgleg og mannleg

Svo líka er ég búinn að vera að leita að ,,Punctum” hugtak sem Roland Barthes notar til að tala um ljósmyndir. Var búinn að gleyma hvað það hét og spurt marga svo loksins finn ég það aftur í þessari bók þannig takk fyrir það
Profile Image for Hertha Kristín.
61 reviews2 followers
July 11, 2025
Virkilega góð en átakanleg saga um sjálfsmynd, fíkn, þráhyggju, uppeldi o.s.frv. Mjög margt í henni sem ég held að muni sitja eftir. Það er samt eitt sem mér fannst trufla mig og það er ritstílinn. Það er eitthvað við talmálsstílinn sem mér fannst oft hefta flæðið og gera mér erfiðara fyrir að tengjast aðalpersónunni. Samt sem áður virkilega góð fyrsta skáldsaga👏
Profile Image for Amna.
20 reviews
April 21, 2025
Mér fannst hún æði! Þægileg lengd og ég var spennt að lesa hana allan tímann. Mjög góð bók til að lesa á vínbar í útlöndum 🍷
Profile Image for Erla Diljá.
41 reviews2 followers
Read
April 4, 2025
Elska hispursleysi svo ég elskaði þessa (fannst viðeigandi að lesa hana í ljósi þess að ég er að deita eldri konu)

Brjálsemissteinninn brottnuminn Alejandra Pizarnik

En hvað mér finnst merkileg og skemmtileg tilviljun að þýðandi bókarinnar heyrði fyrst um höfundinn á fyrirlestri hjá afabróður mínum, og að Alejandra hafi fyrst verið minnst í íslenskum texta eftir Matthías!
Profile Image for Þorvaldur Sigurbjörn Helgason.
Author 9 books64 followers
Read
December 9, 2024
Þessi er svo margt; átakanleg, launfyndin, og svo ótrúlega næm. Eva Rún er búin að mastera einhvern stíl sem sameinar hversdagslega ljóðrænu við hið hráa og sára í lífinu. Ég vil meira svona. Við skulum samt kalla formið það sem það er, sem er nóvella.
Profile Image for María Einarsdóttir.
51 reviews4 followers
January 6, 2025
Dásamleg! Kláraði hana á einni næturvakt og rétt náði að þurrka tárin áður en fyrsti sjúklingurinn vaknaði. Hún er skrifuð á svo berskjaldaðan og hreinskilinn hátt eitthvað (ef skáldskapur getur verið hreinskilinn?? kannski meira tær?) og er svo mennsk og falleg. Langar strax að lesa hana aftur!
Profile Image for Ingileif Friðriksdóttir.
Author 4 books21 followers
December 14, 2024
Vá. Nýja uppáhalds bókin mín. Fyndin, sár og erfið en eitthvað svo ótrúlega sönn. Þráhyggja fyrir eldri konum er a.m.k eitthvað sem ég skil vel 🙆🏻‍♀️

Ég er búin að bíða spennt eftir að lesa hana síðan ég hlustaði á Evu Rún lesa upp á Queer situations í ágúst. Og hún stóð undir öllum væntingum. Mögnuð!
Profile Image for Inga Maria.
20 reviews1 follower
December 24, 2024
Frábær bók! Skemmtileg aflestrar með alvarlegan undirtón.
Profile Image for Sóley Reynisdóttir.
106 reviews11 followers
May 19, 2025
Hafði alveg ágætlega gaman af þessari á köflum. Byrjaði sterk og hnittin en í lokin var ég orðin smá pirruð út í sögumanninn og eigingirni og sjálfhverfu hennar. Að einhverju leiti samt mjög hrá og hreinskilin frásögn, þannig finnst ég varla mega vera pirruð út í hana og hennar ástarfíkn, en óþægilega self destructive að endalaust leita eftir athugli frá konum sem virtu hana eiginlega varla að vettugi. Samt eitthvað svo virðingarverður heiðarleikinn. Lífið er messy og flókið, og Eva Rún svo sannarlega grípur það vel. Á erfitt með að fatta hvernig mér líður um þessa bók, en held ég myndi ekki lesa hana aftur svo 3 stjörnur, í bili amk.
Profile Image for Kristín Magnúsdóttir.
1 review
January 4, 2025
Mjög intense bók sem dregur mann inn í sig og laumar sér inn í líf manns. Ég get ekki hætt að hugsa um hana. Sem er pínu fyndið vegna þess að hún fjallar um þráhyggju.

Hún er ógeðslega vel skrifuð, stíllinn einhvernveginn kunnuglegur en ég veit ekki hvaðan. Þegar ég var hálfnuð þurfti ég að taka nokkra daga pásu og melta þetta áður en ég gat haldið áfram.

Eva Rún lýsir breyskleikum, sorgum, þránni eftir ást og viðurkenningu, þráhyggju, áföllum, fíknihegðun og sambandsmynstrum af fáránlegu og eiginlega næstum óþægilegu innsæi í hið mannlega ástand.
Profile Image for Tinna.
14 reviews
November 21, 2024
Mér finnst eins og ég geti ekki lýst Eldri konum nógu vel. Hún er fyndin, óþægileg, ljúfsár. Þessi bók boraði sig inn í sálina á mér. Mæli mikið með.
Profile Image for Einar Jóhann.
313 reviews12 followers
January 15, 2025
Þessi kom mér á óvart. Ég var meðvitaður um hype'ið en hafði tekið Óskilamuni af bókasafninu snemma í bókaflóðinu og hún náði mér alls ekki. Út frá allri umfjöllun um Eldri konur og efni bókarinnar var ég kominn með þá mynd í kollinn að þessar tvær bækur væru keimlíkar. Stíllinn hér hefur tekið talsverðum framförum, nú er kominn einhver galdur í pennan sem heldur leseandanum í gíslingu - hátt spennustig og mikið lagt undir. Byrjunin er mjög sterk því kaflarnir um Sjálfsbjargarheimilið og Grindavíkurlífið eru alveg frábærir. Seinna í bókinni eru listaháskólalífið og sólarlandarferðin alveg kostuleg.

Ég stóð mig oft að því að spyrja sjálfan mig hversu mikið autofiction bókin væri og er greinilega það naívur að ég hélt að þetta væri allt dagsatt. Heyrði svo höfundinn segja í hlaðvarpinu að þetta væri nú allt saman skáldskapur. Hjúkket.
Profile Image for Tanja Elín Sigurgrímsdóttir.
86 reviews1 follower
May 28, 2025
Þessi var mjög áhugaverð. Hef ekki lesið neitt í sambærilegum stíl. Fannst kaflaskiptingin ótrúlega áhugaverð, að sjá líf manneskju út frá þráhyggjum og persónum í lífi hennar en ekki út frá hefðbundnum merkisviðburðum í lífi fólks alveg einstakt. Maður finnur samúð og væntumþykju til aðalpersónunnar en á sama tíma óþolandi og erfið. Einstakt verk um tilfinningalíf og hugarheim sem er vissulega mjög frábrugðinn mínum eigin.
Profile Image for Sara Hlín.
463 reviews
September 13, 2025
Úff, þessi nær að hræra upp í manni. Óþægileg en að sama skapi falleg lýsing á lífshlaupi ungrar konu sem hefur þurft að glíma við erfið áföll og uppeldi. Við fàum að gægjast inn í hennar þráhyggjukennda heim og fylgja henni úr einu tímabili í annað. Þvílíkt hugarflug hjá höfundi.
Profile Image for Svava Ólafsdóttir.
75 reviews2 followers
October 21, 2025
Þessi bók hefði verið svo mikið betri ef ég væri samkynhneigð. Rithöfundurinn er augljóslega ljóðskáld af betri gerðinni. Bókin rann ljúft í gegn, auðveld í lestri en um flókna manneskju sem er líka brotin af tengslarofi við aðal tenginguna. Móðurina.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Profile Image for Hrafn Marinó.
22 reviews2 followers
November 22, 2025
Finnst mjög áhugavert að lesa sögur um hvernig áföll í barnæsku hafa áhrif á fullorðinsárin og fannst það vel með farið. Mjög fallega skrifuð. Hefði bara viljað fá meira úr bókinni. Fannst skimað yfir marga staði í sögunni þar sem ég hefði viljað vita meira.
Profile Image for Inga.
71 reviews5 followers
December 15, 2024
Alveg æðisleg bók. Hlakka til að sjá hvað höfundur gerir næst.
Profile Image for Júlía Karín.
7 reviews
December 26, 2024
Alveg frábær! Mjög áhugaverð og sannfærandi sögumannsrödd og grípandi og flæðandi frásögn.
Displaying 1 - 30 of 33 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.