Jump to ratings and reviews
Rate this book

Svikaslóð

Rate this book
Svikaslóð segir frá Sverri og Lísu sem tilheyra listalífinu í Reykjavík. Hann er áhrifamikill leikstjóri og höfundur en hún leikkona sem hverfur gjarnan í skuggann. Þegar sonur Sverris úr fyrra sambandi finnst myrtur tekur líf hjónanna óvænta stefnu og margt misjafnt kemur í ljós.

Sverrir reynir að grafast fyrir um hvað gerðist en keppist um leið við að reyna að fela eigin leyndarmál.

Svikaslóð er önnur bók Ragnheiðar en hún hlaut glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir fyrstu bók sína, Blóðmjólk.

252 pages, Hardcover

Published January 1, 2024

3 people are currently reading
38 people want to read

About the author

Ragnheiður Jónsdóttir

3 books13 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
14 (9%)
4 stars
71 (48%)
3 stars
53 (36%)
2 stars
6 (4%)
1 star
2 (1%)
Displaying 1 - 8 of 8 reviews
Profile Image for Sara Hlín.
466 reviews
January 30, 2025
Ég hafði mjög gaman af þessari um “kampavínskommana” Lísu og Sverri sem búa á Laufásveginum í Reykjavík og eru bæði leikarar. Sonur þeirra er myrtur og sagan kaflaskipt sögð frá sjónarhorni þeirra þriggja. Gott plott og virkilega spennandi.
Profile Image for Fjóla Gerður.
36 reviews
July 22, 2025
Ég var búin að bíða lengi eftir ádeilu á þessa manngerð.

Virkur og hávær réttlætisaktivisti sem telur sig yfir aðra hafinn þótt lífstíll hans samræmist alls ekki hugsjónum hans.

Spennandi flétta með mörgum áhugaverðum og margþáttuðum sögupersónum.
102 reviews
August 7, 2025
Sumarhlustun oft í léttari kantinum. Framboð af íslenskum glæpasögum eykst stöðugt. Ærið misjöfn gæði. Ritjórar bókaforlaga eiga að vera vakandi fyrir vitleysu og leiðbeina ungum höfundum. Þessari bók hefði sannarlega ekki veitt af slíku. Alltof oft fékk ég aulahroll við hlustunina.
Profile Image for Rosa Gudny.
647 reviews9 followers
December 17, 2025
Alveg frábær bók. Blanda af ádeilu, fjölskyldusögu og morðrannsókn. Sverrir er svo óþolandi týpa, alveg með hausinn pikkfastann í eigin afturenda, en ég held að við öll könnumst við nokkra svona einstaklinga.
Profile Image for fjóla.
12 reviews
January 13, 2025
3.5
Mjög fín bók og ég gat alls ekki séð plot twistið fyrir!
18 reviews
July 16, 2025
Mjög góð, auðlesin og ekkert verið að staldra við óþarfa upplýsingar. Heldur manni við efnið allan tímann.
Displaying 1 - 8 of 8 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.