Svikaslóð segir frá Sverri og Lísu sem tilheyra listalífinu í Reykjavík. Hann er áhrifamikill leikstjóri og höfundur en hún leikkona sem hverfur gjarnan í skuggann. Þegar sonur Sverris úr fyrra sambandi finnst myrtur tekur líf hjónanna óvænta stefnu og margt misjafnt kemur í ljós.
Sverrir reynir að grafast fyrir um hvað gerðist en keppist um leið við að reyna að fela eigin leyndarmál.
Svikaslóð er önnur bók Ragnheiðar en hún hlaut glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir fyrstu bók sína, Blóðmjólk.
Ég hafði mjög gaman af þessari um “kampavínskommana” Lísu og Sverri sem búa á Laufásveginum í Reykjavík og eru bæði leikarar. Sonur þeirra er myrtur og sagan kaflaskipt sögð frá sjónarhorni þeirra þriggja. Gott plott og virkilega spennandi.
Sumarhlustun oft í léttari kantinum. Framboð af íslenskum glæpasögum eykst stöðugt. Ærið misjöfn gæði. Ritjórar bókaforlaga eiga að vera vakandi fyrir vitleysu og leiðbeina ungum höfundum. Þessari bók hefði sannarlega ekki veitt af slíku. Alltof oft fékk ég aulahroll við hlustunina.
Alveg frábær bók. Blanda af ádeilu, fjölskyldusögu og morðrannsókn. Sverrir er svo óþolandi týpa, alveg með hausinn pikkfastann í eigin afturenda, en ég held að við öll könnumst við nokkra svona einstaklinga.