Hrina hrottalegra ofbeldisverka gengur yfir Reykjavík og dularfullt nýtt vímuefni er komið í umferð. Lögreglan stendur ráðþrota frammi fyrir voðanum, í loftinu liggur ára óhugnaðar og ljóst er að eitthvað hræðilegt er í vændum.
Fyrrum rannsóknarlögreglumaðurinn Halldór Kjartansson og blaðakonan Margrét Elvarsdóttir hafa reynt að halda sig frá dulrænum sakamálum eftir að síðustu rannsókn þeirra lauk með brottvísun beggja úr starfi. Daginn sem þau ætla að flytja inn saman er Halldóri kippt með óvæntum hætti inn í myrkrið enn á ný, þar sem hann þarf að beita allri sinni reynslu til að halda lífi og finna svör við þeirri sturlun sem á sér stað.
Á sama tíma dregst Margrét inn í atburðarás sem leiðir hana í afar háskalegar aðstæður og djúpt í undirheima borgarinnar. Rannsóknarneistinn sem þau bæði búa yfir slokknaði í raun aldrei og þorstinn eftir sannleikanum knýr þau til að leysa hryllilegustu ráðgátuna til þessa.
Emil Hjörvar Petersen hefur sannað sig sem sagnameistari hins undarlega og óhugnanlega, með verkum á borð við Hælið, Ó, Karítas og bókaflokknum Handan Hulunnar um mæðgurnar Bergrúnu og Brá. Náttfarar er hörkuspennandi, hrollvekjandi og dulmagnaður spennutryllir sem fylgir eftir hinum geysivinsælu Dauðaleit og Bannhelgi og lýkur þríleiknum Myrkraverk. Hér sem fyrr í frábærum lestri Hjartar Jóhanns Jónssonar.
Emil Hjörvar Petersen is an Icelandic author of speculative fiction. After publishing two poetry collections, his praised post-apocalyptic fantasy trilogy about the Norse gods who survived Ragnarök, Saga eftirlifenda (Survivors of Ragnarök), made him known as a pioneer in the SF&F genres in Iceland. The trilogy was published in 2010-2014. Afterwards, Petersen turned to writing a crime-fantasy series, a combination of Nordic Noir, urban fantasy and Icelandic folklore. The story follows a broke and divorced medium and her psychic teenage daughter getting caught up in crime investigations connected to supernatural beings. The first book, Víghólar (Crimson Hills), was published in 2016 and turned out to be a hit, it was awarded and optioned for a TV-show by leading Icelandic producer Sagafilm. Two more novels have been published in the series along with short stories. In 2021, the major audiobook streaming service Storytel published a folk horror story by Petersen, Ó, Karítas, as a Storytel Original.
Being one of the founders of IceCon, the Icelandic fantasy, science fiction and horror convention, Petersen has worked with Reykjavik UNESCO City of Literature and has written educational material for schools focused on speculative fiction. Petersen lives in Kópavogur, Iceland, where he works on his upcoming novels.