Sagnfræðingurinn Valur Gunnarsson kryfur hér sögu hinnar margslungnu Berlínar og nágrennis frá mörgum hliðum allt frá tímum keisara, nasista, heimsstyrjalda og svo aðskilnaðar til falls múrsins. Við sögu koma meðal annarra hin þýska langamma höfundar, goðsögnin David Bowie og ýmsir lykilleikmenn í sögu Evrópu. Framtíðin tilheyrir Berlín. Það hefur hún lengi gert, og þó lætur fortíðin finna fyrir sér við hvert fótmál. Í rúm 40 ár var Berlín ekki ein borg, heldur tvær. Mörgum þótti spennandi að heimsækja Austur-Berlín, samhliða veröld þar sem allt sneri einhvern veginn á haus. En hinn helmingur borgarinnar var ekki síður einstakur. Vestur-Berlín varð anarkistakommúna reist á prússneskum grunni, allt var leyfilegt en þó vel skipulagt. Lítil vin mitt á milli áhrifasvæða stórvelda, umkringd gaddavír en þó frjáls á sinn einstaka hátt. Og svo féll múrinn.
Sagnfræðingurinn Valur Gunnarsson kryfur hér sögu hinnar margslungnu Berlínar og nágrennis frá mörgum hliðum allt frá tímum keisara, nasista, heimsstyrjalda og svo aðskilnaðar til falls múrsins. Við sögu koma hin þýska langamma höfundar, goðsögnin David Bowie og rokkhundurinn Iggy Pop, innflytjendur og rómantíkerar, políamoristar og pönkarar sem myndað hafa með sér sérstakt samfélag í þessari borg sem ekki er eins og nein önnur.
Valur Gunnarsson lærði sagnfræði við Háskóla Íslands, Háskólann í Helsinki, Humboldt-háskóla í Berlín og Kúras-stofnunina í Kænugarði jafnt sem ritlist í Belfast og Norwich. Hann hefur áður sent frá sér sjö bækur, þar á meðal Bjarmalönd sem greinir frá arfleifð Sovétríkjanna í Austur-Evrópu, skáldsöguna Örninn og fálkann sem fjallar um hvað hefði gerst ef nasistar hefðu hernumið Ísland, Stríðsbjarma um átökin á milli Úkraínu og Rússlands sem og tvær bækur um „hvað ef?“ spurningar sögunnar, aðra þeirra á ensku. Valur hefur starfað fyrir fjölmarga miðla, til dæmis Berliner Zeitung og gert þætti um Bowie í Berlín fyrir Rás 1. Hann var áður söngvari hljómsveitarinnar Ríkisins og hefur gert plötu með lögum Leonard Cohen á íslensku. Bók þessi byggir á tólf ára reynslu af Berlín og er að mestu skrifuð í Neukölln veturinn 2024.
Valur Gunnarsson (b.1976) is a historian, author, and journalist. His childhood was divided between Iceland, Norway and Great Britain, and as a teenager he spent his summers in Saudi-Arabia in the aftermath of the First Gulf War. He was co-founder and first editor of the English language paper Reykjavik Grapevine in 2003, which is still going strong. As correspondent for Associated Press and The Guardian, he covered such events as the return of Bobby Fischer, the economic crisis and the Eyjafjallajökull eruption. His previous novels include King of the North (2007) and The Last Lover (2013), both of which received excellent reviews. He has been interested in World War II ever since his grandmother, who worked for the phone company, told him about the time she saw Winston Churchill speak outside the Parliament building in downtown Reykjavik.
Meiriháttar bók! Ein þeirra sem maður treinir sér, maður vill ekki klára hana. Valur er snillingur í að blanda saman sagnfræðilegu og persónulegu uppgjöri. Skyldulesning.