Jump to ratings and reviews
Rate this book

Kúnstpása

Rate this book
Heimsborgarinn Sóley er nýútskrifaður hljómsveitarstjóri á framabraut í Leipzig sem ætlaði alls ekki að flytja strax aftur heim til Íslands. En þegar heimsfaraldur geisar og öllum tónleikahúsum Evrópu er skellt í lás samþykkir hún að koma heim og reka bókabúð afa síns sumarlangt í heillandi smábæ á hjara veraldar. Og ef þessi óvænta kúnstpása skapaði ekki nógu mikla óreiðu í lífi Sóleyjar bæta kynnin af leiðsögumanninum Óskari sannarlega ekki úr skák.

Um miðja síðustu öld stígur unga ekkjan Sigríður af skipsfjöl í sama smábæ. Hún ætlar að opna verslun í karlaveldi með mótlætinu sem því fylgir. Hún á þó eftir að komast að því að konur eru konum bestar og að það er alltaf ljós við enda ganganna.

Kúnstpása er fyrsta skáldsaga Sæunnar Gísladóttur. Í henni fléttast saman líf og örlög tveggja ungra kvenna á ólíkum tímum. Óvænt tækifæri banka upp á og ástin kveður sér hljóðs þvert á allar fyrirætlanir. (Heimild: vefsíða útgefanda)

175 pages, Paperback

Published January 1, 2025

28 people want to read

About the author

Sæunn Gísladóttir

2 books1 follower

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
12 (20%)
4 stars
12 (20%)
3 stars
26 (43%)
2 stars
7 (11%)
1 star
3 (5%)
Displaying 1 - 9 of 9 reviews
95 reviews8 followers
October 12, 2025
Mjög skemmtileg bók, fljótlesin (byrjaði á henni a bókasafninu og keypti svo í Skáldu og kláraði a tveimur dögum). Sigufjörður er sögusviðið en Akureyri, Leipzig og London eru í bakgrunni. Sérstaklega falleg kápa. Góður titill. Gaman að aðalpersónan horfir á Gilmore Girls. Hefði þurft meiri ritstjórn og betri prófarkalestur en heilt yfir mjög fín bók.
6 reviews
December 15, 2025
þessi bók er nákvæmlega það sem hún ætlar sér. Hun er án óþarfa útúrsnúninga. söguþráðurinn er auðlesinn en heldur manni samt sem áður ut alla bókina. "ljúflestur" af bestu gerð. Saga langömmunnar ansi skemmtileg viðbót inn í þráðinn.
Profile Image for Einar Jóhann.
313 reviews12 followers
June 4, 2025
Kúnstpása er ný og current ljúflestrarbók og tikkar inn í undirflokk sem ég kem alveg kaldur að en hún var fínasta skemmtun. Sagan flæddi vel og það er auðvelt að lesa bókina. Vonandi heldur Sæunn áfram sínu striki, þetta er spennandi stöff.
Profile Image for Sara Hlín.
464 reviews
Read
September 27, 2025
Fjallar um unga konu sem finnur sig í hálfgerðu millibilsástandi sökum covid og tekur við rekstri bókabúðar afa sína á því sem mér finnst vera Siglufjörður. Falleg saga, kannski of dæmigerður söguþráður en klárlega ljúf.
Profile Image for Gyða Haraldsdóttir.
36 reviews1 follower
September 30, 2025
Æi, kláraði fyrst ég hafði byrjað, en fannst fremur léttvægt. Fyrirsjáanlegt og skilur lítið eftir.
Profile Image for Katla Lárusdóttir.
351 reviews1 follower
November 12, 2025
Barnaleg, sögur milli tíma skrifast illa saman, engin góð tenging eða stemming sem skapast þar á milli. Eiginlega er þessi saga hvorki fugl né fiskur og skortir mikla, ef ekki alla, dýpt.
Profile Image for Unnursvana.
405 reviews28 followers
September 8, 2025
Sæt, léttlynd og mjög auðlesing skáldsaga sem reynir aðeins of mikið að vera rómantísk en vantaði dýpt og uppbyggingu, svo sagan virkar svolítið innihaldslaus og yfirborðskennd. Hugmyndin um tvær sögur sem gerast í sama litla bænum og tengjast lauslega var sæt, en hún virkar alls ekki nógu vel ef önnur þeirra var aðeins skotið inn til að fylla upp í blaðsíðunnar og hefur ekki jafn mikið vægi og hin.
Displaying 1 - 9 of 9 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.