Öfugt við systkini okkar í dýra-, jurta- og steinaríkinu er okkur gert að skilja heiminn, taka þátt í mótun hans og hafa áhrif á gang hans. En þetta gerist ekki í tómarúmi, þvert á móti í víxlverkun ævisögu og veraldarsögu. Í Veraldarsögu Péturs Gunnarssonar segir frá því þegar höfundurinn hleypir heimdraganum örlagaárið mikla, 1968, og dvelur næstu árin í París og Provence við skáldskap undir yfirskini náms. Hann stofnar heimili með æskuástinni og saman fara þau á puttanum í „óvígða sambúðarferð“ um Ítalíu og Grikkland. Leikurinn berst um víðan völl, ekki síst um lendur hugans í leit að tilgangi og tilraunum til að koma að honum orðum. Svo eins og ævinlega gerist það sem John Lennon söng um forðum: „Life is what happens while you‘re busy making other plans.“
Pétur received his Master's degree in Philosophy from the Université d'Aix-Marseille in 1975. His first work, the poetry book Splunkunýr dagur (A Brand New Day) was published in 1973, but before then Pétur's poems had been published in Tímarit Máls og menningar. The novel Punktur punktur komma strik appeared in 1976 to acclaim, the first of four books about the boy Andri. A film by Þorsteinn Jónsson, based on the book, also became highly popular in Iceland. The last book about Andri, Sagan öll (The Whole Story), was nominated for the Nordic Concil's Literature Prize in 1987. Pétur has brought out a number of other novels, two of which have been nominated for the Icelandic Literary Prize.
Sjálfsævisöguleg frásögn af námsárum höfundar í Frakklandi. Ritstíll Péturs nýtur sín vel í þessari sögu, sem er afar vel skrifuð og skemmtileg lesning. Hann lýsir tíðarandanum vel, án þess að veltast um of í fortíðarþrá. Það er mikils virði að geta litið inn í hugarheim þessa skemmtilega stílista og finna tengingarnar við það sem átti eftir að koma frá höfundi síðar meir. Það er líka einkenni góðra bóka að vekja áhuga manns á öðru efni og ég blótaði því oftar en einu sinni við lesturinn að hafa ekki minnisbók við höndina til að skrifa niður nöfn og hugmyndir sem mig langaði að skoða betur síðar.