Eftir lestur Dalalífsþrennunnar hefur Guðrún frá Lundi verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér og markmiðið að lesa allar hennar bækur. Afdalabarn er falleg sorgarsaga ef svo má segja. Ung kona, kotbóndadóttir, deyr af barnsförum eftir vist hjá sýslumannshjónum fjarri heimahögum. Hún og sýslumannssonurinn felldu hugi en áttu aldrei séns stöðu sinnar vegna. Barnið elst upp í afdölum hjá móðurforeldrum, og þykir nokkuð kynlegur kvistur. Þegar faðir hans, óafvitandi um soninn og nú sjálfur sýslumaður, fær embætti í sveit drengsins fara málin að þróast á áhugaverðan hátt fyrir afdalabarnið. Svo gaman að lesa skrifin hennar Guðrúnar og áhugaverður eftirmáli Hallgríms Helgasonar í lokin