Jump to ratings and reviews
Rate this book

Dúkkuverksmiðjan

Rate this book
Stína og Grímur láta drauminn rætast og opna veitingastað í afskekktum firði fyrir vestan. Brátt er Dúkkuverksmiðjan orðin hjarta Salteyrar og það eina sem skyggir á gleðina er barnleysið. Þegar dóttirin langþráða loksins birtist reynir hún mjög á ástríka foreldrana, enda er stúlkan eins og lítill hvirfilbylur; eirðarlaus, uppátækjasöm og þjökuð af martröðum.

Milla litla og Reynir besti vinur hennar vaxa úr grasi í öruggum faðmi þorpsins umkringd himinháum fjöllum og óblíðum náttúruöflum. Samband þeirra er afar náið en þegar þau stálpast kemst ástin í spilið og flækir málin svo um munar. En úr fjarlægð fylgist dularfullur maður með Millu og lúrir á leyndarmáli sem mun umturna öllu.

Júlía Margrét Einarsdóttir er sögumaður af guðs náð, í senn smellin og einstaklega næm á mannfólkið í öllum sínum breyskleika. Í þessari þriðju skáldsögu sinni færir hún okkur heilt þorp – segir sögu íbúanna á hlýlegan og nostalgískan hátt án þess að gefa nokkurn afslátt af stóru spurningunum um ástina, lífið og dauðann.

Dúkkuverksmiðjan er þriðja skáldsaga höfundar.

Paperback

Published May 22, 2025

19 people are currently reading
136 people want to read

About the author

Júlía Margrét Einarsdóttir

7 books83 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
60 (45%)
4 stars
48 (36%)
3 stars
19 (14%)
2 stars
4 (3%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 - 18 of 18 reviews
Profile Image for Eydís Blöndal.
Author 3 books48 followers
August 24, 2025
Hiklaust, fimm stjörnur. Svona á að fokking gera þetta.
Profile Image for Kristín Hulda.
261 reviews10 followers
December 28, 2025
Frábær!!!! Smá Fredrik Backman bragur yfir henni en samt með meiri þunglyndis scandi orku. Love! Fannst framvindan of hröð undir lokin, hefði viljað fá hægari og dýpri yfirferð á plotinu og öllu sem kom á eftir því.
Profile Image for Sara Hlín.
465 reviews
October 15, 2025
Þessi bók hitti alveg í mark hjá mér. Elskaði sögusviðið, smábæ á Vestfjörðum, veitingastað (sem vissulega fékk furðulega marga gesti til sín að vetri til ef borið er saman við ískaldan íslenskan raunveruleika en þetta er jú saga og mikið sem ég vildi geta heimsótt þennan stað), fornbókabúð sem er opin eftir hentugleika og bensínstöðin þar sem samkynhneigð afgreiðsludama raðar í poka kúnna sem henni líkar við, annarra ekki. Persónurnar fannst mér margslungnar og með mikið innsæi. Flókin fjölskyldusaga Millu er svo það sem gerir söguna. Virkilega vel fléttað inn. Það að hafa sögumann tók mig stundum úr lestrarflæðinu og það fór í taugarnar á mér. Hef tekið eftir því hjá sjálfri mér að þegar sögumaður er látinn segja frá þá fer það yfirleitt í taugarnar á mér. Ætla að lesa hinar bækur Júlíu og kanna hvort mér líki jafn vel við þær. 🙌
Profile Image for Lára Heimisdóttir.
2 reviews
June 27, 2025
Bókin greip mig strax á fyrstu blaðsíðunum, ég átti erfitt með að leggja hana frá mér og núna þegar ég er búin að lesa hana sakna ég hennar. Mér leið eins og ég hefði stigið inn í hliðstæðan heim töfraraunsæis þar sem hrafnar tala og mömmur deyja. Þetta minnti mig á íslendingasögu, hvernig þjóðsögur, flóknar fjölskyldur, fósturbörn, berdreymi, náttúruhamfarir og blóðug slagsmál koma sögunni á flug. En það er líka sterk jarðtenging og auðvelt að lifa sig inn í lífið og tilfinningar sögupersónanna.
Ég skildi ekki alltaf hvert ferðinni var heitið en vá hvað þetta var stórkostlegt ferðalag og ég vildi að ég væri enn á Salteyri.
10 reviews
December 27, 2025
Fallega breyskar persónur, harmur og húmor. Ég naut þess að lesa þessa bók og hélt með þeim öllum, íbúunum á Salteyri.
Profile Image for Sóley Linda.
57 reviews3 followers
October 7, 2025
Virkilega áhrifarík og góð bók. Sterk persónusköpun og sögusvið sem togar sig að sér. Maður öðlast djúpann skilning á ólíkum persónum bókarinnar og aðstæðum þeirra. Ég gat ekki lagt bókina frá mér og kláraði hana á fjórum dögum.
Profile Image for Bryndis Thora.
47 reviews
November 26, 2025
Naut mín alveg þrátt fyrir það að ég hef aldrei lesið bók með svona óþolandi aðalpersónu. Milla þarf reality check og það strax takk. Ekki hægt að búast bara við því að fólk verði til staðar fyrir þig þegar þú nennir aldrei sjálft að vera til staðar fyrir fólk.
Profile Image for Eva Ragnarsdóttir Kamban.
19 reviews3 followers
July 18, 2025
Algjörlega æðisleg. Ég naut hverrar blaðsíðu. Konfekt. Las fyrsta kaflann aftur eftir að ég kláraði hana og langaði smá að lesa hana bara alla aftur.
6 reviews1 follower
July 24, 2025
Þessi bók var algjörlega frábær! Lýsingar á persónum, stöðum og tilfinningum … vá! Eins og geggjað góður bland í poka - alltaf eitthvað nýtt og óvænt
Profile Image for Selma Dís.
1 review
July 31, 2025
Tók mig smá tíma að komast inn í bókina og kynnast persónunum en gat svo ekki lagt hana frá mér síðustu 70 blaðsíðurnar. Skemmtilegur ritstíll, gott flæði og djúp persónusköpun.
Profile Image for Helena Björk.
17 reviews2 followers
October 5, 2025
Aldrei grenjað svona mikið yfir bók!! Besta bók sem ég hef lesið lengi
46 reviews
November 9, 2025
Rólegt þorpslíf þar sem íbúar eiga sér leyndarmál. Púslast allt saman í lokin.
Profile Image for Þórdís.
1 review2 followers
November 15, 2025
Ótrúlega skemmtileg bók sem tekur lesanda í ferðalag um lítið þorp á Vestfjörðum og við lestur vaknar allur tilfinningaskalinn. Mæli með!
Profile Image for Jóna.
41 reviews
October 29, 2025
Sérstök, aðeins öðruvísi, og skemmtileg. En hefði þolað betri ritstjórn því sums staðar mætti stytta.
Displaying 1 - 18 of 18 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.